Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að skera niður og lækka skatta.

 

Bjarni Benediktsson var hávær í kvöldfréttum.

Flokkurinn hans, Sjálfstæðisflokkurinn, ætlar að skera niður ríkisútgjöld um milljarðatugi og jafnframt ætlar hann að lækka skatta á hátekjufólk.

Nánari útfærsla liggur ekki fyrir því formaðurinn sjónumhryggi svarar aldrei neinu þá sjaldan sem hann er spurður nánar út í atriði málsins. Reyndar eru fréttamenn afar óduglegir við að ganga á formanninn en láta hann komast upp með að buna út úr sér samhengislausum og órökstuddum fullyrðingum og fyrirætlunum.

En ef Bjarni ætlar að skera niður skatta og lækka tekjur ríkissjóðs og jafnframt skera niður um tugi milljarða liggur það dagljóst fyrir að augu þeirra beinast að velferðarkerfinu og væntalega skólakerfinu. Þar er mest að sækja ef hugur stendur til að skera niður.

Væntalega horfa þá Sjálfstæðismenn til þess að einkavæða og þá einkavinavæða stórlega í þessum málaflokkum og sækja tekjurnar til neytenda. Það verður ekki skorið niður öðru vísi nema þá að hætta ýmiskonar þjónustu við þá sem á þessum kerfum þurfa að halda.

Boðskapur Sjálfstæðisflokksins er grafalvarlegur. Það er auðvitað rakin hægri pólítík að hlífa hátekjufólki og einkavæða í heilbrigðis og skólamálum. Annað getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki leitað eftir þeim niðurskurði sem þeir boða.

Það er gæfa okkar í öllum þeim hremmingum sem frjálshyggjan leiddi af sér að félagshyggjufólk hefur haldið um taumana. Þó auðvitað hafi tekið í og hættumerki sjáist víða er það barnaleikur hjá því sem við hefðum séð með áherslur Sjálfstæðisflokkins í öndvegi. Þá væri staða almennings í landinu önnur og jafnframt hefði verið staðinn tryggur vörður um eignarhald stórútgerðarmanna, skattar þeirra ríku hefðu verið á svipuðum slóðum og 2007 þegar þeir námu 17%, það lægsta sem sést hafði í tvo áratugi.

En ég er auðvitað að geta mér til um áætlanir Sjálfstæðisflokksins. Ekki hefur formaðurinn Bjarni Benediktsson upplýst mig fáfróðan og ekki er hann látinn gera nánari grein fyrir hvað hann er að meinar og hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera.

Það væri kannski ráð að fréttamenn fari að ganga harðar að formanninum en láti hann ekki komast upp með að tala í slagorðum og frösum.

Nánari svör óskast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég vona að þú og fleiri skilji það fljótlega að pólitískir flokkar eru bara sorglegt leikrit mafíunnar sem stjórnar heiminum. Og árangurinn eftir því.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2012 kl. 21:06

2 identicon

Sammála Jón Ingi. Bjarni Ben var mjög hress og ég var með svipaðar vangaveltur og þú. Hvar skal beita hnífnum. Og fréttamaðurinn varð kjaftstopp, honum datt ekki til hugar að ganga á Bjarna. Annars er þetta bara kjaftæði hjá honum, flestir ríkisstarfsmenn eru kjósendur Íhaldsins og hækjunnar, því fólki verður ekki sagt upp. Einnig þarf að útvega Valhallar krökkunum, sem lokið hafa pungaprófi í lög- og hagfræði starf hjá ríkinu. Einkafyrirtæki sýna þeim hópi lítinn áhuga.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 21:55

3 identicon

Það er gott að einhver skrifar um þetta. Þessi ummæli Bjarna komu mjög illa við mig. Það eru margir hér á landi, t.d.  láglaunafólk, bóta- og  lífeyrisþegar sem  fela  þá staðreynd fyrir öðrum  að vera orðnir peningalausir um miðjan mánuðinn og svangir síðustu vikur hvers mánaðar. Á semsagt að fjölga hungurdögunum?  Ég vil sjá þjóðarsátt um samræmd framfærsluviðmið  þannig að engin laun og bætur fari niður fyrir þau. En fólk á semsagt von á að eitt af kosningaslagorðum Sjálfstæðisflokksins verði: Fjölgum hungurdögunum

Jónína S. Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 21:59

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni Ben. bjargar fátæklingunum í fjölskylduhjálpinni!

Farið nú að vakna góðu drengir. Stjórnmálaflokkar á Íslandi bæta ekki kjör almennings.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2012 kl. 22:12

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Gaman að vinstri sósíalistinn Jón Ingi sé að fara á taugum að Bjarni opni munninni - hræðslan við útkomu vinstri sósíalista í næstu kosnigum blasir við öllum.

Óðinn Þórisson, 20.7.2012 kl. 22:33

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn...þú ert sá fyrsti sem skilgreinir mig sem vinstri sósialista skemmtilegt en líklega ertu ekkert sérlega góður greinir.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.7.2012 kl. 23:54

7 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn sem rústaði íslandi(Margir búnir að gleyma því) mun sjá til þess að úgerðarmenn fái sitt og meira til.. og flokks-elítan....

DoctorE (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 10:08

8 identicon

AK-72 er með góðan pistil hvað þetta varðar. Leyfi mér að birta hann. 

  

"Barni Benediktsson fjargviðraðist mikið í gær um halla ríkissjóðs og heimtaði að það yrði skorið niður í velferðarkerfinu svona ofan í allar hans hugmyndir um það að fella niður skatta á auðmenn og kvótagreifar þyrftu ekki að borga fyrir að nota auðlindir þjóðarinnar.

 

Þess er ekki þörf enda hægt að rétta við hallann af ríkissjóði á frekar einfaldan hátt með því að senda út nokkra gíróseðla.

 

Sá fyrsti er upp á sjö milljarða og á að stíla á Bjarna Benediktsson sjálfan, Benedikt Sveinsson, Einar Sveinsson og Werners-bræður vegna Vafnings-málsins.

 

Sá næsti er upp á 20 milljarða og deilist á stjórnendur SPKEF og þá bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem tæmdu sparisjóðinn að innan og vaða enn í sandi af seðlum meðan bærinn rambar á barmi gjaldþrots.

 

Sá þriðji er upp á 165 milljarða og sendist á Davíð Oddson vegna tæknilegs gjaldþrots Seðlabankans sem orsakaðist m.a. vegna „ástarbréfa“ hans og glórulausra aðgerða á borð við lán til Kaupþings þegar allt var farið til fjandans(hvenær fáum við annars að heyra hljóðupptökuna um þetta lán?).

 

Ef Davíð Oddson er ekki borgunarmaður fyrir þessari upphæð þá er hægur vandi að deila þessari upphæð á milli allra skráðra Sjálfstæðismanna enda hafa þeir kvittað upp á með flokkskírteini sínu að það sé allt í lagi að setja heila þjóð á hausinn líkt og Sjálfstæðisflokkurinn gerði, “innvígðir og innmúraðir” séu ábyrgðarlausir gjörða sinna og allt sé öðrum að kenna.

 

Allt saman er þetta fallið á gjalddaga og ber að rukka inn með dráttarvöxtum.

 

Og það besta er að þetta mun skila ríkissjóði í eitthvað um 100 miljarða í plús sem hægt er að nýta í samfélagslega nauðsynleg verkefni s.s. spítala, aukinni menntun, aukinni velferð og hertu eftirliti með siðlausu atvinnulífi

 

Að ógleymdu öflugu öryggisfangelsi fyrir alla Hrunvaldanna."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 818128

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband