Hætt við að græðgin ráði för.

Verð á metani hækkaði sl. föstudag um 18 krónur rúmmetrinn. Kostar hver rúmmetri 149 kr. nú en kostaði áður 131 krónu. Verðið hækkaði einnig í vor.
____________

Fyrir mörgum árum kostaði undanrenna verulega mikið minna en mjólk enda vara sem seldist lítið sem ekkert og verðlögð samkvæmt því.

Svo fór undanrennan að seljast þegar landinn fór að hugsa um línur og heilbrigði. Þá auðvitað hækkaði verðið fljótt og innan skamms var það orðið það sama og á mjólk,

Nú gæti það sama verið að gerast í metani. Um leið og það fer að seljast og neytendum fá áhuga á að kaupa það í stórum stíl þá hækkar verðið hratt.

Samkvæmt íslensku græðisvoginni gæti verð á metani síðan orðið það sama og á bensíni og dísel um það bil sem bílaeign landsmanna á metan verður orðin þokkalega stór.

Fyrirkomulagið að fela olíufélögum að sjá um söluna er líka ávísun á slíkt. Allir þekkja viðhorf olíufélaga til samkeppni, bæði innbyrðis og gagnvart tegundum.

Innan fárra ára verður því eini ávinningurinn af því að keyra á metan umhverfisþátturinn.

Líklega fá neytendur enga kjarabót á fyrr en rafmagnsbílar fá þá stöðu að geta keppt við aðra orkugjafa í bifreiðum almennings.

 


mbl.is Verð á metani hækkar að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð á metani hækkaði sl. föstudag um 18 krónur rúmmetrinn. Kostar hver rúmmetri 149 kr. nú en kostaði áður 131 krónu. Verðið hækkaði einnig í vor og er farið að nálgast framleiðsluverð. Niðurgreiðsla Reykvíkinga á metani gæti brátt heyrt sögunni til. Álögur gætu einnig farið hækkandi til að standa undir dreifingarkostnaði. Og skattfrelsi orkugjafanna metan og rafmagn gæti horfið einhvern daginn. Dagar skattlausrar niðurgreiddrar orku eru taldir.

sigkja (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband