Birgitta krossfari.

„Við lítum ekki á okkur sem einhvers konar ræningja. Nafnið þýðir miklu meira í dag í nútímahugmyndafræði og hefur töluvert meiri blæbrigðamun,“ segir Birgitta Jónsdóttir alþingismaður, en hún  er í hópi þeirra sem vinna nú að stofnun nýs stjórnmálaflokks.

___________

Birgitta er alltaf að frelsa heiminn. Nú fer hún af stað í einn eina krossferðina með fjórða framboðinu á fáeinum árum.

Hún var með í að kljúfa Borgarahreyfinguna, hún stofnaði Hreyfinguna með nokkrum klofningssinnum. Hún fór í ferð og stofnaði Dögun...sem hún gekk samstundis úr og stofnar nú enn eitt framboðið.

Þetta væri drepfyndið ef ekki lúrði hætta handan við næsta horn. Þegar Birgitta verður búin að stofna 8 framboð eða fleiri fyrir næstu kosningar gæti staðan einfaldlega orðið þannig að 25-30 % atkvæða detti dauð þar sem allir flokkarnir hennar Birgittu og nokkrir til næðu ekki 5% markinu og atkvæðin nýtist ekki.

Þar með gæti Sjálfstæðisflokkurinn náð hreinum meirihluta á þingi með 35-45% fylgi ef allt færi á besta veg fyrir þann valdgíruga flokk.

Gaman fyrir Birgittu að hafa átt þátt í slíku ef þannig færi.


mbl.is „Lítum ekki á okkur sem einhvers konar ræningja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tek undir þetta, Jón Ingi.

Sérstaklega er merkilegt að þessi flakkandi þingmaður hafi ekki notað sína áralöngu setu á Alþingi til þess að reyna að tryggja framboðunum sínum þingsæti, þ.e. að hnekkja 5% múrnum.

Fjórflokknum gagnast best ef nýju framboðin verða sem flest.

Kolbrún Hilmars, 20.7.2012 kl. 18:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er ekki tilgangurinn með þessu brölti hreinlega að ræna lýðræðinu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2012 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818054

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband