Þjófar leika lausum hala.

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, segir magn svartrar atvinnu koma á óvart og að farið verði í átak til að taka á málinu. Hann segir ýmislegt hafa komið á óvart við könnun á atvinnulífinu.

Úrásarvíkingar stálu þjóðarauðnum fyrir hrun og af því súpum við seiðið þessa dagana.

En á meðan eru aðrir þjófar að ræna þjóðina og stela peningum frá velferðarkerfinu og fólkinu í landinu.

Það er áhyggjuefni hversu siðlaus þjóðin er því svona er talið sjálfsagt og kallað sjálfsbjargarviðleitni.

Það má með sanni segja að verið er að stela ábata efnahagsbatans og það munar um 14 milljarða sem ríkissjóður er svikinn um.

Það má því tengja það beint að niðurskurðurinn í heilbrigðskerfinu er bein afleiðing þessa þjófnaðar... því hjá miklu mætti komast ef þessar tekjur skiluðu sér í sameiginlega sjóði landsmanna.


mbl.is Magn svartrar vinnu kemur á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Þetaa er bein afleiðing af skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Háir skattar kalla á meiri svik það þarf engan fjármálaspeking til að sjá það.

Þorvaldur Guðmundsson, 2.11.2011 kl. 19:33

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Hverjum ætli þessi aukna svarta vinna sé að kenna???getur það kannski verið þessi skattpíning núverandi helferðastjórnar sem skilur ekki að fólk þurfi að eiga fyrir mat oní börnin sín

Marteinn Unnar Heiðarsson, 2.11.2011 kl. 19:55

3 Smámynd: BJÖRK

50% heimila eiga erfitt með að láta enda ná saman og 80% af heimilum einstæðra foreldra - neyðin kennir naktri konu að spinna!

Ég er ekki að segja að ég sé sátt við að fólk misnoti kerfið en hef fullan skilning á því í svona árferði!

BJÖRK , 2.11.2011 kl. 20:05

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það mætti halda af komentum 1 og 2 að svört vinna hafi verið fundin upp nýverið, því fer fjarri, það hafði bara enginn áhuga fyrir hrun að kanna umfang hennar. Það er síst meira framboð af slíkri vinnu nú en fyrr.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2011 kl. 20:09

5 Smámynd: kallpungur

Þjófnaðurinn er nú mestur í stjórnarráðinu. Ríkið liggur á almenningi eins og þrútið sníkjudýr.

kallpungur, 2.11.2011 kl. 20:11

6 identicon

@ björk

nei.....en neyðin kennir hinns vegar naktri konu að vinna........nei bíddu.......það er víst bannað, gleimdi því að ríkisstjórnin bannaði það líka:O

Gunnar Þórólfsson (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 22:07

7 Smámynd: Riddarinn

Gott comment hjá henni Björk :)

Riddarinn , 3.11.2011 kl. 01:54

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Það má með sanni segja að verið er að stela ábata efnahagsbatans"...Ertu viss um að þú hafir tekið rétta pillu í morgun, karlinn minn?

Halldór Egill Guðnason, 3.11.2011 kl. 05:13

9 Smámynd: Sandy

   Það sem höfðingjarnir hafast að,hinum ætli sér leyfist það. Engin svik eru til að mæla með,en þegar horft er í kringum sig í hagkerfinu í heild, er þetta þá nokkuð skrýtið? Tökum sem dæmi: Við síðustu kjarasamninga voru þeir fóstbræður Gylfi Arbjörnsson (ASÍ) og Vilhjálmur Egilsson (SA) sammála um að hagsmunir fyrirtækja og fólksins færu mjög mikið saman, þess vegna væri ekki hægt að greiða hærri laun,en í raun er það tóm þvæla, því ef farið er að nefna kjarasamninga þá hækkar allt vöruverð í landinu og lánin líka, síðan kemur peningasugan Steingrímur og hyrðir restina af hækkunni í skatta, þá skundar Már Guðmundsson fram á völlin með vaxtahækkanir auðvitað til að gæta þess að verðbólgan fari ekki upp úr öllu valdi.

   Aldrei nefnir Vilhjálmur að best væri að afnema verðtrygginguna, það kæmi sér vel fyrir þau skuldugu fyrirtæki sem Villi talar svo mikið um,nei það heyrist ekki, hvers vegna? Skyldi það vera vegna þess að Gylfi er búinn að semja um að halda launagreiðslum niðri gegn því að verðtrygging verði ekki orðuð. Það fer að styttast í endurskoðun kjarasamninga, þá ætti fólk að taka sig saman og herja á að verðtryggingin verði tekin af með öllu, ekkert bull um að fólk eigi að hafa val. Þegar verðtryggingin var sett á, var verðbólga nálægt 100%, en síðan þá hefur hún verið lögvemdaður þjófnaður.

 Hvað er t.d. verið að vermda þegar verið er að tala um bankaleynd, ekki er bankaleynd þegar kemur að bankabókum eldri borgara.

 Skattar, eigum við að ræða þá eitthvað frekar? Í heilbryggðu þjóðfélagi á ekki að líðast svört atvinnustarfsemi, en ég get ómögulega séð að verið sé að kæra það fólk sem stunduðu skattsvik hér fyrir og eftir hrun upp á marga milljarða króna. Þess vegna svelgist mér ekkert á að heyra um svarta atvinnustarfsemi upp á 100þús krón á mánuði.

Sandy, 3.11.2011 kl. 07:41

10 Smámynd: Dexter Morgan

ÉG er atvinnulaus. Ég þurfti að láta skipta um tímareim í bílnum mínum. Ég gat fengið þessa viðgerð, með varahlutum, á kr. 48.000.- "svart", og kr.70.000.- á verkstæði. Hvort valdi ég. Hmm, ég þurfti ekki einu sinni að hugsa mig um. Og tel mig hafa sloppið vel. Í svona ástandi, sem ríkir í þessu guðsvolaða bananalýðveldi, sem heitir Ísland, þá eru allir að hugsa um sitt eigið veski, ekki að hugsa um ríkissjóð. Það hefur enginn málsmetandi íslendingur áhuga á því að taka þátt í þessum ömurlega "leik" Ríkisstjórnarinnar. Enda vitum við nákvæmlega í hvað skattarnir okkar fara næstu 10 árin. Þeir eru notaðir til að létta fjármálabröskurum lífið m.a. með afskriftum. EKKI almenningi.

Nýjasta dæmið um þessa endalausu skattpíningu er að það eigi að leggja gjald á steinolíu. Þessi fámenni hópur sem á gamla díselbíla og blönduðu steinolíu saman við til að drýgja eldsneytiskostnað sinn eru næstu fórnarlömb skattmann. Mönnum er ekki einu sinni gert kleypt að bjarga sér eins og hver og einn vill. Er furða á því að fólk sé búið að fá upp í kok af þessu "ástandi" í þjóðfélaginu. Ástandi sem núverandi stjórnarflokkar viraðst bara ætla að viðhalda og styrkja enn frekar.

Dexter Morgan, 3.11.2011 kl. 10:45

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það væri óhugsandi á Norðurlöndum að stjórnmálaflokkur kæmi fram og réttlæti svarta vinnu. Eins og framsóknarflokkurinn gerir hér. Hann réttlætir það og hvetur til að fólk greiði ekki í sameiginlega sjóði. Svo sorglegir framsóknarmenn - að orð ná tæplega yfir það. Það væri kannski hugsanlegt í Grikklandi að menn kæmu svona fram eins og framsóknarmenn og réðust að almannaþjónustu og þjóðinni. Kannski hugsanlegt þar.

það er auðvitað vitað að þetta er gamalt vndamál. Vegna undanskota - þá þarf hærri skatta! það er eins og fólk fatti þetta ekki.

Til langs tíma litið veikir þetta ríki, sveitarfélög og launþega sjálfa.

Athyglisvert samt að mest er um svarta vinnu á Vestfjörðum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.11.2011 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818079

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband