Vill viðhalda skelfingu heimilanna.

 Þá segist hún ennfremur hlynnt því að haldið verði í íslensku krónuna sem gjaldmiðil Íslands. „Krónan hefur nýst okkur ágætlega, og vel við núverandi aðstæður. Ef við erum að hugleiða það að koma hér á stöðugleika í gegnum annan gjaldmiðil þá finnst mér það röng hugsun. Ég held að við eigum að halda í krónuna og nýta kosti hennar við núverandi aðstæður.“

Rödd fortíðar...

 hún vill halda krónunni með öllri þeirri skeflingu og óstöðugleika sem henni fylgir. Hún vill hafa gamla vald stjórnmálamannanna að fella krónu og handstýra efnahagsmálum með tilheyrandi neyð fyrir heimilin og fjölskyldurnar í landinu.

Hanna Birna er gamaldags hægri pólitíkus..hún er holdgerfingur Náhirðarinnar sem stendur að baki framboð hennar...

Það glittir í Davíð og Kjartan.... gamla Ísland maðksmogið og spillt er grunnurinn að þessu framboði að því er virðist...

líklega er Hanna Birna nytasamur sakleysingi sem nota á þessum öflum til framdráttar.

Sennilega væri kjör hennar til formanns vatn á myllu þeirra sem muna hrunið og aðdraganda þess...mættur er fulltrúi þeirra afla til framboðs í Sjálfstæðisflokknum.


mbl.is Vill hætta við ESB og halda í krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Því miður þá er skelfing hjá miljónum evru fjölskyldna líka, bara svo það sé ljóst líka. Hér vantar að hugsa um að byggja upp atvinnu og endurskipulagningu á vístitölu útreikningum, verðtryggingu burt og fólk sem kann eittvað fyrir sér í að reka meðalstórt fyrirtæki á heimsmælikvarða sem er litla ísland.

Tryggvi Þórarinsson, 4.11.2011 kl. 08:35

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Tryggvi..evra hefur fallið um 2% gagnvart dollar... krónan hefur fallið um 30%... ef þú sérð ekki muninn þá ertu að gera þér upp blindu

Jón Ingi Cæsarsson, 4.11.2011 kl. 09:05

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála þér Jón.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.11.2011 kl. 09:25

4 identicon

Íslendingar hafa sýnt það í 67 ár, að þeir kunna ekki að reka fyrirtæki nema með svindli á einn eða annan hátt. Það eru gengisfellingar á gengisfellingar ofan, sem hefur bjargað fyrirtækjum og þá er Evran ekki valkostur. Að byggja upp atvinnu og "endursakipulagningu" þarf útlendinga til, en ekki íslenska heimóttarlega stjórnmálamenn,sem hugsa einvörðungu um eigin hag, því miður.( það er ekki nóg að hafa einhverjar gráður úr skóla, það þarf líka að hafa hyggjuvit og hugsa rökrétt). Vrðtryggingarbullið verður að hverfa, ef þjóðin á að þrífast.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 09:55

5 Smámynd: Sólbjörg

Núna er að gerast í evrópu það sem gerðist á Íslandi 2008 - allt að hrynja vegna falsk gengis eins og raunin er með evruna, fölsku gengi hennar er haldið uppi en ærleg gengisfelling á evrunni er það rétta. Ekki 50% eins og raunsætt er í Grikklandi en hugsanlega 20-30% gengisfelling, Jón Ingi skoðaðu raunveruleikann að baki hlutann. Fyrir utan að þú sjálfur stendur heldur betur að baki gamaldags úrelts pólitískrar stefnu og ert útvörður hrægammastefnu Jóhönnu. Taktu þér nú ærlegt tak maður og hættu þessari húsbóndahollustu við fólk sem svíkur allt og mest sitt eigið fólk og eru ósannindamanneskur í öllu sem þau taka sér fyrir hendur. Jón Ingi, þú sem ert bæði eljusamur og hefur seiglu til að bera stattu frekar með þínu eigin landi og sjálfum þér og vertu þér til sóma, segðu skilið við þetta svikalið sem kann þér svo engar þakkir.

Sólbjörg, 4.11.2011 kl. 10:00

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"en ærleg gengisfelling á evrunni er það rétta. Ekki 50% eins og raunsætt er í Grikklandi en hugsanlega 20-30%"

Þjóðarskuldir Grikkja munu afskrifast um 50%... ekki evran sjálf.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.11.2011 kl. 10:07

7 Smámynd: Sólbjörg

Það er allt annar handleggur afskriftir um 50%. En oft er inbyrðis líking og 50% gengisfelling i Grikklandi er það sem þyrfti, so sorry, leiðinlegt en satt.

Sólbjörg, 4.11.2011 kl. 10:44

8 Smámynd: Landfari

Jón Ingi, af hverju miðar þú við dollar? Af hverju miðar þú ekki við svissnskan franka?

Léleg króna er afleiðing en ekki orsök lélegrar efnahagsstjórnunar. Ef við hefðum betir stjórn á efnahagsmálum væri krónan í mun betri stöðu. Þú lagar ekki slæma efnahagsstjórnum með því að taka upp evruna eða annan gjaldmiðil. Það eina sem gerist er að vandamálið verður óviðráðanlegt því þá er ekki hægt að leiðrétta mistökin eftir á með aðlögun krónunnar.

Landfari, 4.11.2011 kl. 10:48

9 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Jón Ingi. Það er nefnilega það sem bjargaði okkur að við vorum með krónu, og gátum aðlagað okkur að aðstæðunum, það hefðum við ekki getað með evruna. Annars finnst mér þú nú vera að snúa út úr því sem Tryggvi var að segja. Enda ert þú úr snú snú lyga liðinu. Af hverju er verðtryggingin ennþá við lýði, var ekki þitt fólk búið að lofa að taka hana af lífi ef það kæmist til valda??Nei ég held að þú ættir að pússa gleraugun þín betur Jón!

Eyjólfur G Svavarsson, 4.11.2011 kl. 11:16

10 Smámynd: Dexter Morgan

Sjáið hvað þetta passar vel við, bara að breyta nöfnum og "hægri" í "vinstri", og þetta smell passar:

"Jóhanna er gamaldags hægri pólitíkus..hún er holdgerfingur Náhirðarinnar sem stendur að baki framboð hennar...

Það glittir í Jón Baldvin og Ingibjörgu.... gamla Ísland maðksmogið og spillt er grunnurinn að þessu framboði að því er virðist...líklega er Jóhanna nytasamur sakleysingi sem nota á þessum öflum til framdráttar".

Ekkert breytt og allt við það sama, burtséð frá ESB-kjaftæðinu og loforð um betri tíð og blóm í haga.

Dexter Morgan, 4.11.2011 kl. 11:54

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fólk er að horfa framhjá dáldið mikilvægu atriði í krónuumræðunni. það er alveg hægt að hafa uppi frasa ins og ,,krónan að vinna fyrir okkur" og ,,aðlaga" o.s.frv. og þá verið að tala útfrá að með einni sviphendingu er hægt að skerða lífskjör almennings með þessum hætti. Frumstætt já - en alveg hægt að hafa það svona.

En þegar fólk er að tala svona þá er það að tala aftur úr fjarlægri fortíð. það er tala útúr myrkri hafta og handstýringar. það er eins og fólk hafi ekki fattað að nútíminn er frjálst flæði fjármagns og niðurfelling hindranna og haftastefnu.

það er í því samhengi sem allt bendir til að stórvandræði verði af örgjaldmiðli. það eru nánast öll lönd fyrir löngu búin að fatta það. Td. í Evrópu. Fyrir löngu. Kostnaðurin við að halda slíkum örgjaldmiðli úti í nýtímaheimi er allt of mikill. Bæði fyrir einstaklinga og þjóðarbúið í heild.

Heldur fólk kannski að það sé tilviljun að öll evrópuríki hafi fattað þetta? Meir að segja Sviss varð að leita skóls í Evrunni. Heldur fólk kannski að Lichtenstein sé með ,,krónu"? Nei, þeir eru með svissneska Franakann. Það er td. alveg viðurkennt í umræðunni í Danmörku að það sé kostnaður við að hafa Dönsku krónunna. Og þeir eru með hana fasttengda við Evru. þeir vilja ekki breyta í Evru vegna íhaldssemi - en þar er alveg viðurkennt af öllum að það sé kostnaður af því.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.11.2011 kl. 14:38

12 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sett var þak á Sviss frankann vegna þess að hann hafði hækkað svo mikið. En er  það ekki annars örmiðill? Og fór hann í skjól við evruna? segð þú mér, Ómar Bjarki Kristánsson.Ég er greinilega ekki nógu vel að mér í þessum málum  og ætti kannski bara halda mér saman!  

Eyjólfur G Svavarsson, 4.11.2011 kl. 17:43

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Og Jóhana og Steingrímur eru fyrir ný stjórnmál

Óðinn Þórisson, 4.11.2011 kl. 17:54

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar Bjarki, Sviss leitaði ekki skjóls "í" Evrunni - Sviss leitaði skjóls "gegn" Evrunni. Í sjálfsvörn þegar Evran hóf fall sitt...

Kolbrún Hilmars, 4.11.2011 kl. 18:51

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

hvað er evran búin að falla mikið???

hvernig geturu verið að verja þig gegn evrunni þegar þú tengir svissneska franka við evruna

Þú veist ekkert um hvað þú ert að tala kolbrún.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.11.2011 kl. 19:43

16 Smámynd: Landfari

Sleggjan, það var nú einmitt það sem gerðist. Svissneski frankinn var orðinn allt og hár gagnvart evrunni að það horfði til vandræða. Sama og gerðist hérna fyrir hrun en ekki var brugðist við með nægjanlegum hætti og þess vegna varð hrunið meira en ella.

Það er slæmt að hafa gengið rangt skráð, sama hvort það er of hátt eða lágt.

Landfari, 4.11.2011 kl. 20:10

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

já ég veit að það var þetta sem gerðist.

En Kolbrún sagði að Sviss leytaði í skjól gegn Evrunni. Í einhverskonar sjálfsvörn þegar Evran fellur.

Sem meikar ekki sens.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.11.2011 kl. 20:30

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tvíeyki, ég nefndi þetta "sjálfsvörn" því mér fannst það orð best hæfa tilefninu. En auðvitað er miklu fínna að nota eitthvað hagfræðilegt fagorð...

Kolbrún Hilmars, 5.11.2011 kl. 12:38

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Evran fellur og Svissneski frankinn var bundinn við Evruna.

Hvernig getur það verið sjálfsvörn??

Áttu að binda þig við stein svo þú sekkur ekki???

Sleggjan og Hvellurinn, 5.11.2011 kl. 13:01

20 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tvíeyki, það eru þín orð að Evran sé sem sökkvandi steinn...

Kolbrún Hilmars, 5.11.2011 kl. 13:14

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

" Í sjálfsvörn þegar Evran hóf fall sitt..."

hættu nú þessum kjánaskap.

Sleggjan og Hvellurinn, 5.11.2011 kl. 13:20

22 Smámynd: Landfari

Þetta er náttúrulega bara sprning um orðaval. Það stefndi í að lokað yrði fyrir allan útflutning frá Sviss vegna þess að gengið var allt of hátt og vörurnar þess vegna óseljanlegar, þrátt fyrir gott orðspor, þá var fólk ekki tilbúið að borga hvað sem var fyrir.

Þannig má alveg segja að þeir hafi verið að verja sig fyrir falli evrunnar með því að binda sig við hana. Ef það var ekki tenging þarna á milli  urðu vörur þeirra óseljanlegri eftir því sem evran féll meira og munurinn jókst.

Landfari, 5.11.2011 kl. 13:37

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sannleikurinn hljómar oft eins og kjánaskapur - sérstaklega þar sem hann fellur ekki í kramið.

Þakka gestrisnina, Jón Ingi :)

Kolbrún Hilmars, 5.11.2011 kl. 13:39

24 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Ekket skelfir þó heimilin í landinu meira en tilhugsunin um áframhaldandi "Vinstri stjórn" Eftir næstu alþingiskosningar.

Hreinn Sigurðsson, 5.11.2011 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 812347

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband