Meðan krónan er gjaldmiðill verður þetta svona.

Veruleg óvissa ríkir um þann feril nafnvaxta sem þarf til þess að ná verðbólgumarkmiðinu. Í ljósi efnahagshorfa, áframhaldandi styrkingar gengis krónunnar og hugsanlega óhagstæðrar alþjóðlegrar efnahagsþróunar virðist núverandi vaxtastig um það bil við hæfi á komandi mánuðum.

Pínu-agnar-agnarsmáa krónan þolir engar sveiflur. Hún fylgir eins og korktappi og á meðan Ísland notar krónu sem gjaldmiðil mun óstöðugleiki og óvissa einkenna efnahagslíf á Íslandi eins og verið hefur.

Þannig viljum við hafa það.... er það ekki ??


mbl.is Vextir hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig vilja að minnsta kosti Evrópuandstæðingar hafa það

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 10:07

2 identicon

Sæll Jón Ingi.

En þið hinir Íslensku ESB og EVRU tróboðar gleymið því gjarnan að það er enginn stöðugleyki í EVRUNNI og efnahagssvæði EVRUNNAR er mjög víða í rúst einmitt vegna hennar.

Hvað með stöðugleikann í Grikklandi, Portúgal og Írlandi eða Spáni, pólitískan og efnahagslegan. Jú þar er atvinnuleysi reyndar búið að vera mjög stöðugt hátt og yfir 20% á Spáni síðast liðinn 2 ár. Er það þessi mikli atvinnuleysis stöðugleiki sem þú villt ná fram með EVRU upptöku.

Helstu efnahagssérfræðingar heims sem kynnt hafa sér málefni okkar sérstaklega, ráðleggja okkur að halda í krónuna og alls ekki taka upp Evru eða ganga í ESB.

En þú villt frekar hlusta á Össur þinn, sem hefur gefið eyðsvarna skýrslu til Rannsóknarnefndar Alþingis "að hann hafi ekki hundsvit á efnahags- eða peningamálum"

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 10:20

3 identicon

Almenningur (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 10:22

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón er flón og svo verður að vera þar til hann sér ljósið!

Sigurður Haraldsson, 2.11.2011 kl. 10:26

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég sé að Gunnlaugur og Sigurður eru bara kátir með þetta... það má illu venjast að gott þykir...ef maður er með torfkofasjónarmiðin í hávegum

Jón Ingi Cæsarsson, 2.11.2011 kl. 10:33

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

http://www.visir.is/umrot-i-evropu/article/2011711029993?fb_ref=under&fb_source=home_multiline

ég legg til að þeir Gunnlaugur og Sigurður lesi þetta  næst þegar þeir koma til byggða..

Jón Ingi Cæsarsson, 2.11.2011 kl. 10:37

7 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Gjaldmiðill Á að sveiflast eftir hagsveiflu landsins enda á gjaldmiðill að lýsa efnahagsástandinu í landinu en ekki efnahagsástandi í Þýskalandi. Afkomubrestir og hagstjórnarafglöp sem hafa áhrif á afkomu þjóðarbúsins á að sjálfsögðu að koma fram í gjaldmiðli viðkomandi lands. Einkavæðing bankana og gríðarleg skuldasöfnun þeirra ásamt kjánalaegr peningamálastjór bjó til á tímabili til sterkasta gjaldmmiðil í heimi og er gott dæmi um afglöp í hagstjórninni.

Eggert Sigurbergsson, 2.11.2011 kl. 10:40

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hmm?  Hefurðu kynnt þér vexti í þeim löndum, sem nefnd eru hér að ofan?  Hefurðu skoðað hvert skuldatryggingarálagið er?  Gerðu samanburð og komdu svo. Ég geri ráð fyrir að þú sért að væla yfir krónunni af því að þú vilt fá Evru, án þess að hafa grænan grun um hvað þú ert að tala, frekar en fyrr.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2011 kl. 10:41

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur, Það má þakka evrunni að ástandið sé ekki mun verra á Spáni en það raunverulega er í dag. Hvað evruna varðar. Þá hefur hún aðeins veikst um 2,1% á einu gagnvart USD. Það má sjá hérna.

Það er greinilegt að Gunnlaugur og Sigurður vilja báðir eyða peningum sínum í verðbólgu og önnur leiðindi.

Jón Frímann Jónsson, 2.11.2011 kl. 10:44

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hefur þú kynnt þér vexti og VERÐBÆTUR í því landi sem notar krónuna Jón Steinar ? Svo veistu væntalega hvar fórnarkostnaður hruns krónunar lenti í ??? er það ekki ??

En ef þú ert kátur með þetta ástand þá er það bara gott.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.11.2011 kl. 10:45

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég reikna með að þú sért að íja að því að ástandið væri betra ef við værum með Evru Jón.  Er það ekki?

Annars er þessi vaxtahækkun hér bara árviss jólaundirbúningur seðlabanka víða um heim. Annars gaman að sjá þig reita á þér hárið yfir 0.25% stýrivaxtahækkun hér. Jafn hlægilegt og allt annað sem frá þér kemur elsku kallinn. 

Auðvitað er ég ekki kátur með þetta ástand. Hef ég einhverstaðar gefið það í skyn?  Ég veit barta að Ísland væri á hafsbotni ef við værum með Evru. 

Reyndu svo að fara að opna blöð og lesa um ástandið í ESB. 

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2011 kl. 10:52

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og ef þér er það einhver huggun, þá vil ég absol

útt leita leiða til að ná okkur út úr verðtryggingarvítahringnum í þrepum. Það er bara ekki gert sí svona, eins og þú veist. Verðtryggingin er ekkert nýtt fyrirbrigði og er notað í ýmsu samhengi í milliríkjaviðskiptum t.d.  En ef þú villt fórna lífeyri þínum og sparnaði í að fá þetta fram, þá er það bara þitt mál. Þú ættir að leggjast í smá söguskoðun og skoða hvers vegna verðtryggingunni var komið á hér.  

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2011 kl. 10:59

13 identicon

Til ykkar Evrópuandstæðinga og útlendingahatara, það hefði ALDREI orðið efnahagshrun á Íslandi ef við hefðum verið komnir með Evru, reynið að skilja það lúðarnir ykkar.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 11:54

14 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Steinar, Vextir á Íslandi eru núna 4,75% en á evrusvæðinu eru þeir 1,50%. Ég mun sem betur fer ekki þurfa að lifa við íslensku krónuna og gjaldeyrishöft nema í nokkra mánuði í viðbót. Eftir það þá mun ég flytja á ný til Danmerkur.

Jón Frímann Jónsson, 2.11.2011 kl. 12:39

15 identicon

Það er ljóst að fjármagnseigendur vilja krónuna.

Stebbi (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 13:16

16 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ef það á að ná fram viðunandi rekstri á fyrirtækinu Island, þá þarf að verðtryggja launin aftur, þá þurfa menn að fara að vanda sig með reksturinn. Það er mín skoðun.og þá getum við haldið krónuni með góðri samvisku!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 2.11.2011 kl. 15:01

17 identicon

Eyjólfur, manstu þegar ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar(1978-1979) setti verðtryggingu á laun og lán...???, hvernig endaði það aftur..?? ég man það, það endaði með því að verðbólgan skrúfaðist upp og endaði í 130% verðbólgu árið 1980. Reyndar gafst sú ríkisstjórn upp árið áður og blessaður hann Gunnar Thoroddsen komst til valda með sína ríkisstjórn og tókst að ná hemil á verðbólgunni og náði henni niður í 40% árið 1983 með því að afnema verðtrygginguna á launum.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 15:17

18 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Já ég man það, en heldur þú að það geti ekki verið vegna þess að landinu var ekki nógu vel stjórnað, ég sgði hér fyrir ofan að þá verði menn líka að fara að vanda sig á rekstrinum, því að þá er ekki hægt að láta almenning borga vitleysuna. Það er hægt að reka löndin í kting án verðtryggingar út af hverju er það ekki hægt hér líka?"Annað hvort að verðtryggja launin eða skipta um gjaldeyrir en ekki í evrur"Norskar krónur eða Canada dollar?"

Eyjólfur G Svavarsson, 2.11.2011 kl. 16:43

19 identicon

Eyjólfur, ég held að flestir hagfræðinganna stóru í Hörpunni hafi verið sammála um það að við ættum ekki að taka upp aðra mynt nema við ættum í miklum viðskiptum við þá eða þær þjóðir.

Ég vil taka upp evru, en ég vil halda í krónunna þangað til að við höfum, og hinar þjóðirnar, náð stöðugleika.

Mér finnst bara svo frábært með íslensku krónuna að hún þarf gjaldeyrishöft og verðtryggingu til þess að vera til.  Jú, allt í lagi með það.  Ég verð bara ríkur á því enda á ég nóg af peningum og fæ allt með vöxtum og verðtryggingu.  

Stefán (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 17:22

20 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

En þetta sama vandamál hrjáir alla gjaldmiðla í heimi, þ.e.a.s. FIAT gjaldmiðla. Á meðan stjórnvöld geta prentað seðla minnkar verðgildið og lausafjárbóla myndast. Lausnin væri einfaldlega sú að hætta með FIAT gjaldmiðla og binda þess í stað gjaldmiðilinn við hrávörur eins og til dæmis gull.

Kristinn Ingi Jónsson, 2.11.2011 kl. 22:04

21 identicon

Jú Eyjólfur, það má færa svo sem rök fyrir því að landinu hafi ekki verið vel stjórnað, en þá er hér ein spurning: hverjir hafa oftast verið við stjórnvölin á lýðveldistímabilinu...???....svar: Sjálfstæðisflokkurinn

Lausn: Passa vel og vandlega að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki til valda, þá farnast okkur vel.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 08:54

22 identicon

Er ekki betra að flóta sem korktappi en sökkva eins og steinn? 

Eigum við að hætta að velja þá stjórnmálastefnu sem oftast hefur ríkt hér og komið okkur út úr rafmagnslausum torfbæjunum yfir í eitt af betri samfélögum heimsins? 

Jóhannes (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 14:41

23 Smámynd: Mofi

Væri mjög gott ef að umræðan um Evru og krónu væri byggð á smá þekkingu á sögu gjaldmiðla, hérna er ágæt byrjun: The Money Masters

Mofi, 3.11.2011 kl. 18:09

24 Smámynd: Hafþór Rósmundsson

Hefurðu búið í einhverju Evrulandi ????? Ef ekki , þá held ég að þú ættir að þegja !!!!

Hafþór Rósmundsson, 3.11.2011 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband