27.4.2011 | 18:09
Átök og verkföll í boði L.Í.Ú og S.A.
Ég lít svo á að tækifæri atvinnurekenda til þess að fara þessa atvinnuleið sem þeir hafa lagt mikla áherslu á, hafi þeir glutrað úr höndum sér með framferði sínu fyrir páska og í raun og veru verðum við ekki vör við annað en að það sé bara það sama upp á teningnum núna. Það er búið að gera menn andhverfa því að fara þessa leið, segir Gylfi.
Þjónkun SA við LÍÚ stefnir ástandinu í þjóðfélaginu í átök og voða. Í upphafi ferðamannavertíðar stefnir í verkföll með skelfilegum afleiðingum.
S.A. ákvað að víkja til hliðar heilbrigðri skynsemi og ætlaði að nýta sér ástandið í þjóðfélaginu til að tryggja stórútgerðarmönnum forréttindi sín og eignarhald á þjóðarauðlindinni.
Auðvitað hafa þeir gengið of langt og nú stefnir í átök. Einnig virðist allt traust brostið og verkalýðshreyfingin hefur nú afskrifað svokallaða atvinnuleið SA sem í sjálfu sér hefði verið skynsamleg lausn.
Að mínu mati hafa Samtök atvinnulífsins gert mikil mistök og sárgrætilegt að horfa á menn ganga í björg fámennrar forréttindastéttar og fórna samkomulagi og friði á vinnumarkaði.
Það er ekki nokkur vafi í mínum huga. Villi og Vilmundur hafa leitt samtök sín í ógöngur og fórnað tækifæri sem ef til vill býðst ekki aftur.
![]() |
Verkföll upp úr 20. maí? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Landsamband smábátaeigenda eru samtök þeirra útgerðarfélaga sem ekki eru í LÍÚ.Landsamband smábátaeigenda hafnar alfarið þjóðnýtingarleið Samfylkingarinnar á sjávarútvegum.Þetta getur þú allt séð með því að skoða landsfundarsamþykktir LS.Öll félög sjómanna hafna líka ríkisvæðingu sjávarútvegsins eins og kom fram í endurskoðunarnefdinni.En lygar ykkar Samfylkingarfólks á sér engin takmörk.Og stanslausar hótanir ykkar hafa nú leitt til allsherjarverkfalls.Rafvirkjaskoffíin Samfylkingarinnar var borubrattur í Kastljósinu.Hans menn eiga kannski að fara í verkfall í Noregi þangað sem þeir eru flestir flúnir undan Samfylkingunni,Eða þeir eiga kannski að fara í verkfall á atvinnuleysisbótum.Maðurinn er---, eins og forsætisráðherran.
Sigurgeir Jónsson, 27.4.2011 kl. 20:28
Jón Ingi þú hlítur að vera sammála mér að ríkisstjórnin á stóran hluta í því að svona er komið.
Það verður engin friður á vinnumarkaði fyrr en ríkisstjórnin fer frá enda hefur hún fátt gert annað en að efna til ófriðar og sundrungar þann tíma sem hún hefur setið.
Óðinn Þórisson, 27.4.2011 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.