Vilhjálmur og SA að stórskaða Ísland.

 

Samningafundur stendur nú yfir á milli Samtaka atvinnulífsins og samninganefnda iðnaðarmanna, Samiðnar og RSÍ. Iðnaðarmenn leggja á fundinum tilboð fyrir SA um eins árs samning.

Það var dapurlegt að hlusta á Vilhjálm framkvæmdastjóra SA í Kastljósi í gærkvöldi. Það var ljóst að hann var undir hælnum á L.Í.Ú og stundum fannst mér hann varla trúa á þann málstað sem hann var að reyna að túlka. Hagsmunagæslan fyrir sægreifana var greinilega myllusteinn um háls hans...

Nú stefnir í að með ótrúlega dómgreindarlausri nálgun SA að samningamálum verði Ísland fyrir hrikalegu tjóni og jafnvel tal um verkföll gæti leitt til hruns í ferðaþjónustunni. Það mun kosta þjóðina milljarðatugi..

Finnst öðrum greinum innan SA þess virði að láta LÍÚ keyra þá inn í stóráföll og jafnvel hrun í þeim sumum, sérstaklega í verslun og þjónustu.

Ég held að væri ráð að menn hugsi sinn gang og rjúfi þetta ólukkubandalag sem LÍÚ hefur keyrt SA inn á í samningamálum.


mbl.is Ræða tilboð um árs samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Daníelsson

Óttalega dapurlegt að sjá hvað Sf fólk er algjörlega blint á skemmdarverk ríkistjórnarinnar. Þessi auma ríkisstjórn segist vilja breyta grundvelli sjávarútvegs á Íslandi. Ok, hvernig væri þá að vinda sér í málið þannig að þeir sem starfa við sjávarútveg og fiskvinnslu viti eitthvað um sína framtíð. Nei það má ekki. Samt eiga fyrirtæki í þessari grein og afleidd þjónusta að semja um kostnaðarauka. Þetta gengur bara ekki upp. Þessi ríkistjórn undir stjórn vanhæfasta forsætisráðherra allra tíma á Íslandi sækir minnkandi fylgi sitt í deilur um nánast allt til að fela ráðleysi sitt.

Kristinn Daníelsson, 28.4.2011 kl. 13:27

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi ríkisstjórn hefur náð betri árangri út úr erfiðleikum óstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Hefði sá flokkur verið í ríkisstjórn nú, væri rannsókn hrunsmálsins sennilegast í skötulíki. Þar hefði hver aðilinn á fætur öðrum verið með puttann á stjórnvelinum: láta þennan í friði, ekki þarf að rannsaka þennan, ekki ákæra eða dæma Baldur né Geir, þetta eru traustir innvígðir flokkshollir menn sem hafa unnið vel fyrir Flokkinn! Aldrei hefði verið kosið til stjórnlagaþings, endurskoðun stjórnarskrárinnar var jú einkamál Sjálfstæðisflokksins lengi vel. Þasnnig má lengi telja.

Sennilega var vinstri stjórn lang skásti kosturinn við endurreisnina. Við erum þó komin þessa leið, fyrirsjáanlegt er að „Æseif“málið hafi verið þrefaldur fellibylur í vatnsglasi. Nú er að bíða eftir því hver verður næstur á bekk ákærðu. Ýmsir eins og Davíð, Halldór, Guðlaugur, Bjarni, Kjartan, Hannes, Finnur og fleiri verði fyrr eða síðar ákærðir enda hafa þeir allir verið bendlaðir við annaðhvort markaðsmisnotkun eða hlutdeild í þeim verknaði.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.4.2011 kl. 18:45

3 Smámynd: Kristinn Daníelsson

Mosi, þetta eru dæmigerður orðaflaumur um meinta óstjórn og spillingu frá stuðningsmönnum þessarar stjórnar þegar reynt er að ræða um einangruð mál. Pistillinn fjallaði um sjávarútveg og kjarasamninga. Hvað kemur þessi vaðall þinn því máli við?

Kristinn Daníelsson, 28.4.2011 kl. 19:14

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Var ekki kvótabraskið stór áfangi í þróun aukinnar spillingar?

Kvótagreifarnir hugsa vel um sig og eru ekki til umræðu um annað en sem þeir kæra sig um. Útgerð var lengi vel rekin á núlli og jafnvel með tapi í áratugi, alla vega gagnvart skattinum. En ekki er að sjá að umsvif hafi minnkað.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.4.2011 kl. 06:50

5 Smámynd: Kristinn Daníelsson

Mosi, hafir þú ekkert fram að færa varðandi málefni ofangreinds pistils annað en gamlar slagorðaklisjur sem lýsa hatri og vanþekkingu á sjávarúvegi og atvinnurekstri almennt, þá votta ég þér samúð mína.

Kristinn Daníelsson, 29.4.2011 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband