Neikvæðni og sundurlyndi sameinar ekki.

 

Þau séu þrír ólíkir persónuleikar, sem hafi það eitt sameiginlegt að hafa verið óþæg innan Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, en samnefnari þeirra í pólitík sé ekki fyrir hendi; þau hafi misnotað tækifærið til þess að koma fram sem öflugra afl í þingflokki, með þeim áhrifum sem slíkt gefi þeim, t.d. með seturétti á vikulegum fundum þingflokksformanna og með áheyrnarsæti í forsætisnefnd. Þau hafi yfirhöfuð klúðrað góðu tækifæri til þess að verða að alvöru pólitísku afli.

Sundurlyndi og neikvæðni þeirra eru þeim sameiginleg. Öll eru þau einsmálsþingmenn sem skortir víðsýni og árangur af slíkri pólitík er yfirleitt skammtímaniðurstaða eða engin.

Niðurstaðan er því einfaldlega. Þau eiga ekkert sameiginlegt í pólitík annað en sundurlyndisgenin. Um það stofna menn ekki þingflokk.

Lilja er lokuð í eigin hagsmunaheimi og finnur fátt ef þá nokkuð jákvætt hjá öðrum. Mun sennilega aldrei rekast í nokkrum flokki.

Ásmundur Einar er leiksoppur hægri öfgaaflanna í Sjálfstæðisflokknum og sennilega veit hann það ekki. Drottningarviðtalið í Mogga ætti þó að opna augu hans. Þau fær enginn nema þeir séu sérstaklega liðtækir í augum Davíðs Oddssonar. Það er ekkert sem aðskilur hann frá Styrmi Gunnarssyni og málflutningi hans og fleiri í ESB umræðunni. Hann hugsar fyrst og fremst um eigið skinn og hagsmuni vegna stöðu sinnar sem bóndi.

Atli er mér meira undrunarefni. Sennilega er hann bara pólitískur vingull með þrönga sýn á framtíðina.

Þetta er afleitt efni í þingflokk og sennilega hafa þau séð það sjálf...enda nokkuð augljóst.


mbl.is Algjör óvissa ríkir um stofnun nýs þingflokks VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sennilega hefði Lilja verið meira og minna ein á þingflokksfundum hjá Vinstri förnum. Hinir tveir eru þekktustu og mestu skrópagemlingarnir á þingi.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.4.2011 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband