Ekki sjálfgefin framkvæmd ... greinilega.

 

"Framkvæmdirnar munu skerða 17.000 ha af ósnortnum víðernum, sem eru mikilvægt aðdráttarafl í ferðaþjónustu og útivist. Í heildina munu framkvæmdirnar valda röskun á 438 ha lands, skerða 130 ha eldhrauna sem njóta verndar skv. náttúruverndarlögum, skerða 370 ha af grónu landi og þar af rúmlega 38 ha af votlendi sem nýtur verndar skv. náttúruverndarlögum auk þess sem hátt í 100 fornminjar verða í mikilli hættu vegna framkvæmdanna og stór hluti þeirra raskast varanlega."

Auk þessa eykur þetta losun á gróðurhúsalofttegundum verulega og sprengir líklega kvótann sem Ísland hefur til umráða.

Nú má reikna með að hefjist miklar deilur um þetta mál og nú reynir sannarlega á hversu langt Ísland vill ganga í umhverfismálum.

Svona niðurstaða mundi líklega stöðva framkvæmdir af þessum toga á öllum öðrum Norðurlöndum og flestum löndum Vestur Evrópu. 

 


mbl.is Umtalsverð umhverfisáhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er náttúrulega bara bull og þú veist það. Auðséð að þetta mat er gegnumsýrt af þröngsýnum skoðunum Vinstri Grænna.
Það skilur það hver heilvita maður að svona mat er hægt að setja fram á ótal misvísandi vegu og auðvelt að túlka þær upplýsingar sem fengnar eru á hvern þann veg sem hver helst kýs. Ég er sjálfur fæddur og uppalinn á umræddu svæði, og það er nú bara staðreynd að þessart "ósnortu víðerni" eru ósnortin af mjög góðri ástæðu.

Ég er þó sammála þér í einu, Jón Ingi. Nú mun svo sannarlega reyna á það hversu langt ríkisstjórn Íslands vill ganga í umhverfismálum, hvort hún muni fela sig á bakvið "náttúruverndarsjónarmið" í viðleytni sinni til að drepa niður landsbyggðina eða hvort hún fer að hugsa um fólkið, svona einu sinni og í fyrsta skipti. Það þýðir lítið að ætla að varðveita náttúruna fyrir komandi kynslóðir, því ef fer sem horfir eiga komandi kynslóðir ekkert eftir að hafa tækifæri til að búa á mínu heimasvæði...

... en það er auðvelt fyrir ykkur að setja upp sorgarsvip yfir því, þú býrð á Akureyri, ert jafn öruggur og Reykvíkingaþingið fyrir sunnan...

Jón Heiðar (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 12:47

2 identicon

Sammála Jóni Heiðari. Þessi niðurstaða kemur í sjálfu sér ekki á óvart. VG eru búnir að planta sínu fólki inní allar þær stofnanir sem um málið fjallar og það vinnur samkvæmt forskrift forystunnar í þessum ,,nýstaliníska'' flokki. Bara svo að fólk átti sig á því, þá er megin markmið Steingríms og náhirðarinnar í kringum hann að knésetja borgarastéttina á Íslandi. Þeirra draumur er svipaður martröðinni sem þvingað var uppá Rúmena í tíð Causescu.

Samfylkingin hefur látið sér þetta gott lynda eins og margt annað sem VG hefur náð fram í samstarfinu, til þess eins að geta varðveitt stöðu sína í ríkisstjórn, sem mun fá í grafskrift ,,lélegasta ríkisstjórn Íslands á lýðveldistíma'' ! Skaði lands og þjóðar þegar upp verður staðið verður umtalsvert meiri eftir að þessi ,,óstjórn'' fer frá, en allt það sem hrun bankanna hefur valdið.

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 13:52

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég þori ekki að segja mitt álit og ummælum JH og EB.. vegna klásúlu á blogginu.. 

Óskar Þorkelsson, 25.11.2010 kl. 14:06

4 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Er ekki bara möguleiki að þessi hugmynd að atvinnuuppbyggingu sé bara einfaldlega of galin til að hægt sé að ráðast í hana?

Alltént sýnist mér niðurstaða Skipulagsstofnunar vera á þá leið.

Páll Jakob Líndal, 25.11.2010 kl. 14:19

5 identicon

Gott og blessað að byggja upp atvinnu en það verður að taka ýmislegt inn í jöfnuna eins og til dæmis umhverfisáhrif. Þessar skerðingar á landi verður að vega og meta. Nú þarf að velta því fyrir sér hvort að þessar fórnir séu réttlætanlegar.

Ég skil vel að fólk vilji álver, góð laun, öruggur vinnustaður en heildarmyndin er nú samt að verða þannig að það verða álver á hverju horni nema vestur horni landsins ef Bakkaálver rís. Er það framtíð sem fólk virkilega vill? Ég er líka nokkuð viss um það að við brjótum blessaðan Kyoto samninginn ef við reisum fleiri mengunarhús.

Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 15:44

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég vil nú ekki skrifa upp á að skoðanir umhverfi í hag séu einkaskoðanir VG. Að halda því fram lýsir dálítið hugarfari íslendinga í þessum málaflokki. Síðast í gær kom fram að íslenskir unglingar eru minnst upplýstir og hafa minnt skynbragð á mikilvægi umhverfismála til lengri tíma.  Comment Jón  Heiðar og Elíasar eru eimitt dálítil staðfesting á því.

Ísland stendur á tímamótum.. valið er áframhaldandi uppbygging stóriðju og virkjana í risafasa eða leita annara leiða sem virka betur til lengri tíma. Álver og virkjanir per se eru skammtímaákvörðun..svona eins og að pissa í skó sinn eins og við höfum nálgast þau mál.

Murmansk og umhverfi eru gott dæmi um hvert við gætum lent ef skammtímasjónarmið ráða för.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.11.2010 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 818128

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband