Lilja Mósesdóttir hugsar og hugsar en þorir ekki.

 

Lilja Mósesdóttir alþingismaður kveðst vera mjög hugsandi um sína stöðu eftir flokksráðsfund VG.

Lilja Mósesdóttir hefur verið hugsi yfir stöðu sinni frá því hún settist á þing. Svona er hún búin að tala allar götur síðan og fjölmiðlar mæta og taka við hana viðtöl og síðan gerist ekki neitt.

Ég held að þetta sé fyrst og fremst athyglissýki en í reynd muni hún ekki gera neitt og þori ekki að gera neitt. Það væri útlegð dauðans að ganga til liðs við rugludallana í Hreyfingunni því þar væri hún endanlega áhrifalaus og úti í kuldanum.

Það væri þá að skipta á sléttu í stað Þráins Bertelssonar sem gekk til liðs við VG ...örmagna úr Hreyfingardellunni.

En sannarlega passar hún betur þar en í hópi þeirra sem vilja stunda alvöru stjórnmál.

 

 


mbl.is Líkjast kommúnistaflokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alvöru stjórnmál?

Svona eins og hafa verið stunduð undanfarið ?

hækka skatta og fara í ESB eru lausnir ríkisstjórnarinnar ..... á meðan bíða þúsundir fjölskyldna í röð eftir matarbita.

alvöru stjórnmál... góður þessi.

Einar (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 15:46

2 identicon

Jón, þetta er góð lýsing hjá þér.

Lilja hefur mikla þörf fyrir sviðsljós fjölmiðla.  En hún gerir ekkert núna, frekar en svo oft áður. 

Enn ein sýningin hjá Lilju...

gulli (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 15:50

3 identicon

Alvöru stjórnmál!! Þú lítur nú út fyrir að vera hálfaldardrættingur... Komin tími til að taka hausinn út úr rassgatinu á þér og fara að lykta af drullunni sem vellur útúr stjórnmálaflokkum.. "Alvöru stjórnmál" Kræst..

Sverrir (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 16:22

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er þessar andstæður milli höfuðborgar og landsbyggðar. Lilja fyrir sunnan og þú fyrir norðan. Gagnrýnin hugsun hjá Lilju og engin hjá þér. Það er þetta sem kjósendur eru að átta sig á, auðn flokkseppanna í fjórflokknum sem eru að eyðileggja íslenska pólitík. Lilja hefur virðinguna, þið eruð fulltrúar andlegar auðnar. Þar sem öll hugsun er óþörf, hundseðlið er ofar öllu.

Sigurður Þorsteinsson, 21.11.2010 kl. 16:23

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Lija ætti að stofna nýan flokk svo hún geti stundað alvörustjórnmál, og dregið sig út úr liga .forarpittinum.  

Eyjólfur G Svavarsson, 21.11.2010 kl. 16:57

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Alvöru stjórnmál er að koma tillögur og framkvæma en stökkva ekki látlaust til og gangrýna það sem fram er sett án þess að koma með lausnir og tillögur sem duga þá í staðinn....það gerir Lilja ekki.

Það þurfa ekki endilega að vera flokkar eins og þeir einsýnu hér að ofan virðast sjá stjórnmál..

Jón Ingi Cæsarsson, 21.11.2010 kl. 17:05

7 identicon

Það er alltaf verið að segja að Lilja Mós segi þetta og þetta og geri ekkert í því, sem mér finnst furðulegt, þar sem hún nær því aldrei fram!  Það hlustar enginn í flokknum á hana, nánast hvað sem hún segir, nema örfáir aðrir "kettir" innan þingflokksins!  Hvernig væri svona einu sinni að hætta að ergja sig út í konu sem reynir að vinna vinnuna sína en fær aldrei frið og er sífellt kölluð athyglissjúkur lýðskrumari sem sé alltaf bara með einhverjar sýningar?  Það virðist sama hvað hún segir, alltaf er stór hópur sem rakkar hana niður um leið og gerir lítið úr því sem hún segir.  Það er mjög dapurlegt.  Sjálfur held ég að VG sé ekki rétti staðurinn fyrir Lilju því það er aldrei hlustað á hana.  Kemur Lilja aldrei fram með neinar tillögur?? Hvar hefur þú verið?

Skúli (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 17:48

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er nú ósköp eðlilegt að enginn hlusti á hana.  (Nema hugsanlega og etv. hr. Saari)   Ástæðan er ósköp einfaldlega sú að það sem hún hefur fram að færa er bæði óskynsamlegt og óraunhæft.  Eigi flókið. 

þar að auki væri bara það allrabesta ef hún færi yfir til hreifinarinnar.  Og reyndar bónus ef Heimssýnarþingmaðurinn færi líka yfir í sinn eigin flokk.  þ.e. Heimsýnarflokkinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.11.2010 kl. 18:30

9 identicon

Ég er innilega sammála þér Jón Ingi.

Björn Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 18:48

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Leiksýningar fjórflokksins eru orðnar aumlegar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2010 kl. 18:50

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Sammála Jón Ingi með Lilju. Athyglissýki hennar er komin gjaldþrot...

hilmar jónsson, 21.11.2010 kl. 22:48

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lilja er einn mesti lýðskrumarinn sem nú er í stjórnmálum. Ef orð væri að marka hana, myndi hún byrja á að segja sig úr flokknum sem hún er svona óánægð með og bera síðan fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina sem hún er algerlega á móti, að því er hún sjálf segir.

Axel Jóhann Axelsson, 21.11.2010 kl. 23:48

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þar fóruð þið með það hvað hefur Lilja gert ykkur við hvað eruð þið hræddir breytingar frá fjórflokksmafíunni kannski? Einar, Sverrir, Sigurður, Jakobína og Eyjólfur heyr heyr!

Sigurður Haraldsson, 22.11.2010 kl. 01:15

14 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Jæja er þá herferðin gegn Lilju hafin.

Guðmundur St Ragnarsson, 22.11.2010 kl. 15:02

15 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Sigurður Haraldsson. Þú hittir naglann á höfuðið. Lilja hefur nefnilega ekki gert nokkurn skapaðan hlut annan en að verða hugsi eða verða fyrir vonbrigðum. Mál til komið að hún hætti þessu kjaftæði og láti verki tala. Hún gæti t.d. byrjað á því að segja sig úr þessum stjórnmálaflokki sem hú er svona óskaplega ósammála.

Tómas H Sveinsson, 22.11.2010 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband