Innan við 30% kjörsókn er náttúrulega flopp.

 

Kjörsókn er mun minni í Reykjavík í kosningunum til stjórnlagaþings en í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin. Kl. 17 voru um 21% kjósenda búin að kjósa, en á sama tíma voru um 38% búnir að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Þetta á við um allt landið... kjörsókn á Akureyri var 17% sem er skelfilega lélegt. Ég var ekki bjartsýnn á góða kjörsókn...kannski rúmlega 40% en sá ekki fyrir svona flopp.

En kannski er þetta skiljanlegt. 522 frambjóðendur í boði. Áherslur þeirra líkar og áhugi almennings á stjórnarskránni takmarkaður.

Enn til viðbótar vita allir að Alþingi þarf ekkert að fara eftir þeim niðurstöðum sem koma frá stjórnlagaþingi.

Þegar maður hugsar þetta nánar út frá þessum staðreyndum er kannski ekkert undarlegt að kjörsókn sé afar dræm. T.d. virðist sem fólk á aldrinum frá 18 - 40 ára láti ekki sjá sig en síðan aukist þátttaka eftir aldri og ef til vill best hjá fólki á aldrinum 50 - 70 ára.

Þeir sem landið skulu erfa láta ekki sjá sig. Ef fer sem horfir er stjórnlagaþing nánast umboðslaust og það rýrir enn og dregur úr líkum á að nokkuð verði með niðurstöður þess unnið. Dæmt til að verða að möppugagni til geymslu í Þjóðarbókhlöðunni.

Fyrsta tilraun til persónukosninga í einu kjördæmi virðast því vera að mistakast fullkomlega.


mbl.is 21% höfðu kosið kl. 17
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýnir nauðsyn þess að hækka kosningaaldur í sirka 30 ár og sjálfræðisaldur í svona 25. Litlu börnin þurfa fyrst að læra að meta tilveruna í lýðræðisríki áður en þau taka fullan þátt í því...!

En svona án gríns: Þetta sýnir kannski best hversu gjörsamlega ófullburða landsmenn eru sem þjóð. Þegar fólk hefur ekki flokkslínuna til að söngla með í höfðinu, reynist það upp til hópa vera hauslaust fiðurfé. Engin furða þótt aðalatriði í söngli pólitíkusanna sé fjölgun láglaunaðra atvinnutækifæra fyrir líttmenntaða kjósendasauði sína.

Þetta land þarf að skipta um þjóð.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 19:34

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég fór að sjálfsögðu á kjörstað og vonaðist til þess að kjörsókn yrði góð en viðrist stefna í að þetta verði algjört flopp og þetta fólk umboðslaust - og er það mjög slæmt.

Óðinn Þórisson, 27.11.2010 kl. 19:42

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

íslendingar eru safn sauða sem hefur ekki sjálfstæða hugsun névilja til þess að kalla á breytingar á högum sínum.. ybbar gogg segir þetta vel.

Óskar Þorkelsson, 27.11.2010 kl. 21:35

4 identicon

Líkast til er þetta sama talan og fjöldi þeirra er bera traust til núverandi ríkisstjórnar ....

Ágúst J. (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818054

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband