Nornaveiðar í anda fyrri alda.

 

"Hún sagði að þingmenn sem það styðji viti ekki hvað þeir geri og verði af ákærunum sé brotið á rétti fyrrverandi ráðherranna fjögurra, Geirs H. Haarde, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvins G. Sigurðssonar. Búast megi við því að málið endi fyrir mannréttindadómstólum. "

Ég er algjörlega sammála Margréti og hef áður bloggað um þá skoðun mína. Þessi gjörningur væri fáránlegur og alvarlegt brot á mannréttindum þessa fólks. Að kalla saman einhverja þingmannanefnd sem ákveður það á lokuðum fundum að draga fólk fyrir einhvern Landsdóm án undangenginnar rannsóknar og þeir sem málið varðar fengu engan andmælarétt og þingmannanefndin hafði ekki fyrir því að kalla þetta fólk fyrir nefndina.

Hér eru í uppsiglingu alvarleg mannréttindabrot að mínu mati og að það skuli vera þingmannanefnd sem stendur að þessu er óskiljanlegt.

Nú er það þingsins að fella þessar tillögur og málið dautt. Annars verður þingið með ljótan blett á skildi sínum um alla framtíð.


mbl.is Fráleitt að sækja ráðherrana til saka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margrét Fr.

Hver er munur á mér sem einstakling og mér sem ráðherra eða þingmaður hér á landi eða í öðrum löndum ?  Hvaða vettlingatök þarf að taka á íslenskum glæpamönnum (ráðherrum ef á þá sannast) og Lalla Jhons? og Árna Johnsen

J.þ.A. (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 19:45

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Get ekki annað en tekið undir spurningu J.Þ.A...

hilmar jónsson, 12.9.2010 kl. 20:21

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Málið er fullrannsakað og ef ákvæðin eru lesin sem þau eru talin hafa brotið þá sjá allir að ákæran er í samræmi við lög. Það sem vekur spurningar er að þau geta ekki áfrýjað. Get alveg tekið undir það. Þau nutu sem þingmenn friðhelgi og það væri líka skrítið ef þau eru eina fólkið sem ber enga ábyrgð á hruninu og eina fólkið í '' stjórnunarstöðu'' sem er sérstaklega undanskilið saksókn.Sú væri raunin ef ekki væri fyrir lög um landsdóm.

Einar Guðjónsson, 12.9.2010 kl. 20:44

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef grunur er um saknæma vanrækslu er eðlilegt að stjórnmálamenn búi við sömu lög og aðrir... mál rannsakað, sakfelling ef ástæða er til og síðan dómur... og áfrýjun til Hæstaréttar. Í þessu tilfelli er þetta Landsdómsfyrirbæri algjörlega óásættanlegt... engin rannsókn..engar yfirheyrslur... bara tillaga Alþingis um draga viðkomandi fyrir dóm sem síðan kveður upp lokaúrskurð..enginn möguleiki á áfrýjun...þetta er 17. aldar réttarfar.

Jón Ingi Cæsarsson, 12.9.2010 kl. 21:26

5 identicon

Fyrirmynd þessa dómstigs kemur frá  Danmörku þar sem hann kallast Ríkisréttur, það var rekið mál fyrir þeim retti síðast 1995 þar sem ráðherra var dæmdur í 4 mánaða, fangelsi, það mál fór fyrir Mannréttindastól Evrópu sem vísaði því frá.

Ef þetta er orðið úrelt fyrirkomulag afhverju hafa þessir stjórnmálamenn ekki breytt þessu ,er það ekki vegna þess að þeir vilja ekki að það sé hægt að sækja þá til saka.

Svo það er enginn spurning það verður að nota þessa einu leið sem er fær og ef þessir stjórnmálamenn tapa málinu fyrir dómsstólnum og þar sem þeir geta ekki áfryjað, þá geta þeir engum nema sjálfum sér um kennt þar sem þeir hafa ekki breytt þessum lögum.

Loki (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 21:56

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jón ertu ekkert farinn að sjá upp úr skotgröfinni ennþá?

"Ef grunur er um saknæma vanrækslu er eðlilegt að stjórnmálamenn búi við sömu lög og aðrir..........."

Það er þingmanna að setja löginn og hafi þeim sést yfir að "sérlög" gætu einhvertíma komið stjórnmálamönnum illa.  Ja þá eru það ekki fyrstu stórfelldu afglöpin sem má heimfæra upp á þá.

Magnús Sigurðsson, 12.9.2010 kl. 22:10

7 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Loki hittir smellhittir naglann á hausinn - pólitíkusar hafa haft allan heimsins tíma til að koma þessum lögum í eitthvert nútímahorf - og hafa ekki get það.

Sennilega hefur engum þeirra dottið í hug að þessu yrði beitt - frekar en málsskotsrétti forseta.

Síðan er það kapítuli út af fyrir sig að hóta þinginu eins og Margrét Frímanns og Geir Haarde hafa gert í dag. Aumingjaskapur þessa fólks er með endemum. 

Haraldur Rafn Ingvason, 12.9.2010 kl. 22:15

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Haraldur, Magnús, Loki, Einar og J.Þ.A algerlega samála. Jón Ingi á hvaða plánetu ert þú eiginlega?

Sigurður Haraldsson, 13.9.2010 kl. 00:28

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eimitt það sem mér datt í hug. Þingmannanefndin hefur gert ráð fyrir að eitthvað svona væri það sem pöpullinn vildi sjá. Sést á þessum commentum sumum hverjum.

En það breytir ekki þeirri staðreynd að þetta fyrirkomulag og aðferðir standast ekkert réttarréttlæti eða nútímakröfur til réttarfars. Svona í villta vesturstíl...just let them hang. Algjörlega úrelt fyrirkomulag og til skammar árið 2010.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.9.2010 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818209

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband