Siðapostulinn Atli í lið með Sjálfstæðis og Framsóknarmönnum.

Ekki reyndist vera meirihluti innan þingmannanefndar, sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, fyrir tillögu um að skipa rannsóknarnefnd til að fjalla um einkavæðingu ríkisbankanna upp úr aldamótunum.

Atli Gíslason VG liði og sjálfskipaður siðapostuli í mörgum málum sá ekki ástæðu til að styðja að sérstök rannsókn verði gerð á einkavæðingu bankanna. Þar gekk hann í lið með sökudólgum í því máli því að sjálfsögðu vildu Framsóknar og Sjálfstæðismenn alls ekki að rannsókn færi fram eins og flestir reikuðu með. Flestir vita að þar gerðist ýmislegt sem þolir illa dagsljósið.

En að Atli Gíslason af öllum mönnum skuli bregðast með þessum hætti er umhugsunarefni og gefur tilefni til að efast um heilindi hans og trúverðugleika í öðrum málum.


mbl.is Ekki meirihluti fyrir rannsókn á einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er ég þér algerlega ósammála. Afstaða Atla gefur þvert á móti tilefni til að efast um að slík rannsókn muni skila nokkru umfram það sem þegar er komið fram.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818095

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband