15.1.2010 | 20:57
Loka Leifsstöð og banna skipakomur.
Heyrst hefur að standi til að leggja fram tillögur um að loka Keflavíkurflugvelli og hafnir landsins megi aðeins nýta fyrir fiskiskip.
Einnig hefur verið uppi orðrómur um að ekki megi flytja út fisk og internetið verði bannað.
Ekki er víst að þessar tillögur nái fram að ganga frekar en þær sem snúa að ESB og AGS.
Vilja hvorki ESB né AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tillögur Samfylkingarinnar verða alltaf skrítnari og skrítnari, hins vegar eru þær alveg í samræmi við þá þránun sem afleiðingar stjórnarsamstarfsins færir okkur.
Sigurður Þorsteinsson, 15.1.2010 kl. 21:17
Jón Ingi, það er yndislegt að fylgjast með vaxandi örvæntingu ykkar Evrópusambandssinna :)
Hjörtur J. Guðmundsson, 15.1.2010 kl. 22:22
Það er undarlegt að Vinstri-Grænir skuli vera að ýta eftir svona einangrunarstefnu. Sérstaklega í ljósi þess að svona stefnur hafa alltaf kostað þjóðfélög meira en samvinnan við nágrannalöndin.
Þetta er skömm Vinstri-Grænna.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 22:45
Hjörtur, þegiðu. Ætlaru annars ekki að fara að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem gengur útá útlendingahatur og fóbíu eins og þú gerðir árið 2000, við vitum öll hvað þú kallaðir síðasta stjórnmálaflokk sem þú stofnaðir. Þú kenndir hann við framfarir, en staðreyndin er sú að þessi stjórnmálaflokkur þinn var ekkert nema argasta afturhald og útlendingahatur.
Þú ert til háborinnar skammar sem manneskja!
Jón Frímann (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 22:48
Ekki verð ég vör við neina örvæntingu hjá okkur ESB sinnum nema síður sé. Umsóknarferlið á áætlun og ICESAVE ruglið ekki að tefja það neitt. Ég horfi björtum augum fram á veginn varðandi ESB. Við skulum endilega leyfa andstæðingunum að gaspra. Þegar farið verður að kynna okkur samninginn mun afstaðan breytast hjá mörgum og þeir ganga til liðs við okkur ESB sinnana
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2010 kl. 00:12
Ekki var hér Leifsstöð fyrir EES, og ekki hingað siglingar Fyrir EFTA. Fiskur og útflutningur á honum hefur ásamt landbúnaði verið botnlaus byrði á borgurum landsins. Eða þannig
Jón Logi (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 00:24
Má ég hlæja að þér Hólmfríður þegar umsóknin að ESB verður felld í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Sigurjón, 16.1.2010 kl. 03:10
Já, þessi færzla höfundar er einnig hlægileg í hæsta máta!
Sigurjón, 16.1.2010 kl. 03:12
Wow, hverslags uppgjafar tal er þetta alltaf í samfylkingarmönnum, getiði ekki brett upp ermarnar og tekið á málunum eins og sönnum Íslendingum sæmir í stað þess að fara alltaf út í hræðsluáróður um að allt fari til helvítis ef ykkar skoðanir eru ekki samþykktar, leiðinda væl alltaf hreint!!
Óskar Ingi Gíslason, 16.1.2010 kl. 04:51
"Þegar farið verður að kynna okkur samninginn mun afstaðan breytast hjá mörgum og þeir ganga til liðs við okkur ESB sinnana"
Þessa málsgrein sá ég einhvesstaðar í athugasemdum hér að ofan og staðfestir það sem ég hef alltaf sagt, ESB eru trúarbrögð. Það virðist engu skipta hvernig samningurinn kemur til með að líta út.
Víðir Benediktsson, 16.1.2010 kl. 06:09
Landsfundarályktun vg 2009 um esb
" Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. "
Steingrímur sagði nú um daginn að hann hefði sannfærst enn betur á þessu ári um að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB -
ESB-aðild verðurr hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu - það er alveg klárt mál -
Óðinn Þórisson, 16.1.2010 kl. 10:28
Heimsyfirráð eða dauði!!!
Elín Guðjónsdóttir, 16.1.2010 kl. 17:49
Kúgunin kemur frá ESB og AGS! 1. kafli Icesavesögunnar. Hverjir gengu undir ok/skuldbingar ESB og AGS!
Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 18:58
skarfur
15.1.2010 | 21:11
Niðurstöður frá 2008 sem Bjarni Ben studdi ásamt öllum öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins!
Flokksformennirnir semja og semja hver við annan! Og segjast sumir þeirra hafa góða trú á, að Hollendingar og Bretar fáist að samningaborðinu. Stjórnarandstöðunni tókst með lýðskrumi að þvinga ríkisstjórnina í viðræður við sig. Að þeim takist hið sama með Breta og Hollendinga má með réttu efast um. Hollendingar og Bretar hafa enga þörf fyrir að semja við Íslendinga uppá nýtt. En Íslendingar verða í mikilli klemmu verði enginn samningur um málið gildur!
„...en ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að Evrópusambandið hefði átt að standa miklu nær viðræðuferlinu," sagði Bjarni. Bjarna má benda á samning sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde gerði 16. nóvember 2008 við ESB. Þar voru lagðar línurnar um samningana, hin umsömdu viðmið. Ríkjunum var svo látið eftir að semja um smáatriðin. Í Viljayfirlýsingu Íslands og AGS 9. grein kemur einnig fram sama afstað. Bjarni Ben hefur endurtekið í sífellu, að samningurinn frá í haust sé ósanngjarn og að engin ríkisábyrgð gildi um innistæðutryggingar. Samt greiddi Bjarni einmitt atkvæði sitt tillögu um ríkisábyrg á innistæðum í íslenskum bönkum á Evrópska efnahagssvæðinu haustið 2008.
AGS hefur verið gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók til endurskoðunar áætlunarinnar um endurreisnina eftir að ÓRG vísaði lögunum til þjóðarinnar.
Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra og Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri undirrituðu Viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Í níundu grein þeirrar yfirlýsingar stendur orðrétt:
„Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta byggist á þeim skilningi að unnt verði að forfjármagna þessar kröfur fyrir tilstyrk viðkomandi erlendra ríkja og að jafnt Ísland sem þessi ríki séu staðráðin í að efna til viðræðna á næstu dögum með það að markmiði að ná samkomulagi um nánari skilmála vegna þessarar forfjármögnunar." (15. nóvember 2008).
Hin umsömdu viðmið í samningi ríkisstjórnar Geirs H. Haarde við ESB.
Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.