Íslendingar eru öflugir og hjálpsamir.

 

Íslendingar hafa komist í gegnum aldirnar á styrk sínum og einbeitni. Þó svo oft hafi syrt að hefur þjóðin náð sér á strik og þar spilar inn sérstakt geðslag og einbeittur vilji. Oft hafði þjóðin bognað en aldrei brotnað.

Þegar við svo náðum vopnum okkar og fórum að standa saman upp úr 1850, fórum við smátt og smátt að rétta úr kútnum og það var vegna samstöðu og einbeitni.

Það var þetta karaktereinkenni sem gerði það að verkum að Ísland varð fyrst allra landa að senda fullbúna, þjálfaða björgunarsveit á hamfarasvæði og það var gert hik og fumlaust þrátt fyrir mikinn kostnað og erfiðleika hér heimafyrir.

Ef okkur bæri gæfa til að nýta okkur þennan kraft sem býr í þjóðinni og gætum lagt til hliðar deilur og innbyrðis átök næðum við langt á undraskömmum tíma.

En þegar þessi kraftur sem býr með okkur leitar út úr farvegi og við eyðum honum í að níða hvert annað, láta eiginhagsmuni og vafasaman tilgang ráða för fer samstundis í óefni..

Þetta dásamlega dæmi um viðbrögð og styrk í hamförum hinumegin á Jörðinni, sýnir okkur hvað hægt er að gera þegar liggur að baki einbeittur vilji og jákvætt hugarfar.

Þegar maður sér það, langar mann ekki til að horfa á hvað hægt er að eyðileggja fyrir sjálfum sér hér heima með sundurþykkju og einbeitingarleysi..

Nýtum þennan kraft til góðra verka hér heima líka og hættum að rífast og slást um keisarans skegg..


mbl.is Fátæka Ísland fyrst til Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818141

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband