Farið að urga í stjórnarsamstarfinu.

Fjár­málaráðuneytið óskaði eft­ir því að Eygló Harðardótt­ir, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, drægi frum­varp sitt um stofn­fram­lög vegna stuðnings við fé­lags­legt hús­næði til baka. Þetta upp­lýsti hún í há­deg­is­frétt­um Bylgj­unn­ar. Hún sagðist hafa hafnað því að aft­ur­kalla frum­varpið.

___________

Það er farið að urga í stjórnarsamstarfinu.

Nú hreykir félagsmálaráðherra sér af því að hafa neitað að draga til baka mjög kostnaðarsamt frumvarp sitt í húsnæðismálum, frumvarp sem hún hefur verið að segja okkur landslýð í allan vetur, að væri ALVEG að verða tilbúið.

Fjármálaráðuneytið, lesist Bjarni Benediktsson, neitar að fjármagna gæluverkefni ráðherrans.

Það er ekkert gagn í neita að draga frumvarpið til baka, fjármála neitar að fjármagna þar með er þetta dautt mál hjá Eygló.

Sandkassaleikurinn á milli stjórnarflokkanna verður sýnilegri með hverri vikunni og greinilega að vera stutt í þræðinum hjá mörgum.

Staða frumvarpa Framsóknarmanna er því að formaður Sjálfstæðisflokksins er búinn að drepa þau og verður fróðlegt að fylgjast með orðræðu félagsmálaráðherra næstu vikur.

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með vandræðalegri umræðu húsnæðisráðherra í vetur og væntalega verður áframhald á því á næstunni.

Hún er greinilega í fullri afneitun en Sjálfstæðisflokkurinn segir stopp.


mbl.is Vildi að Eygló drægi frumvarpið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Klúðrið í húsnæðismálum er hjá Samfylkingunni sem stjórnar R.Vík.Húsnæðisvandinn í R.Vík er fyrst og síðast vegna þess að Samfylkingin úthlutar ekki lóðum á verði sem almenningur getur byggt á.Og Samfylkingin heimtar svo að ríkið komi með peninga til að kaupa lóðir af borginni á uppsprengdu verði, sem Landsbyggðafólk á svo að borga.Því miður fór Eygló í Bjarmalandsferð með Samfylkingunni í húsnæðismálum.Einn anginn af bulli Samfylkingarinnar er að ríkið borgi bröskurum í R.Vík fyrir að kaupa lóðir af borginni á uppsprengdu verði og ríkið borgi himinháar húsaleigubætur sem fara beint í vasa leigusalanna,vegna húsnæðisskorts vegna þess að Samfylkingin kemur í veg fyrir byggingu húsnæðis í borginni með rugli sínu um þettingu byggðar, þar sem allar lóðir eru á uppsrengdu verði.Eygló verður að slíta öll tengsl við Samfylkinguna í R.Vík.Þá fyrst er von um að eitthvað sé hægta að gera og Samfylkingin verði knúin til framkvæmda .

Sigurgeir Jónsson, 17.5.2015 kl. 22:11

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sem betur fer er allt útlit fyrir að Samfylkingarfrumvarp Eyglóar fari í vaskinn.Vonandi kemur hún ekki meira nálægt Samfylkingunni.En Dagur kemur ekki út úr skápnum,maðurinn sem sagðist ætla að byggja 3000 íbúðir á tveimur árum,þetta sagði hann fyrir kosningarnar 2014.Þetta er sami maðurinn og er að selja lóðir á okurverði,og vill að ríkið styðji braskara í að kaupa þær.Og gaf Saudi-Arabískum fálagskap lóð sem selst hefði fyrir stórfé.Trúlega hefði verið hægt að láta Saudana borga milljarð fyrir lóðina,fyrst ákveðið var að þeir fengju hana.Það er nóg af illa fengnu fé á bænum þeim.

Sigurgeir Jónsson, 17.5.2015 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818143

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband