Færsluflokkur: Bloggar
13.8.2015 | 11:24
Guðni Ágústsson - Steinblinda hinna myrku miðalda ?
____________________
Guðni Ágústsson var einu sinni stjórnmálamaður. Hann var íhaldssamur og undir hans stjórn urðu engar breytingar í t.d. landbúnaðarmálum þar sem hann réð ríkjum.
Bændur voru nákvæmlega jafn illa staddir fjárhagslega fyrir og eftir Guðna.
Guðni Ágústsson var líka skemmtikraftur.
Hann var fyndinn á þorrablótum og kyssti nautgripi í beinni.
Mörgum fannst Guðni rosalega skemmtilegur náungi.
Nú hefur hann enn skoppað fram á ritvöllinn og erindi hans við okkur óbreyttan pöpulinn er að segja okkur hvað Sigmundur Davíð, Bjarni Ben og Framsóknarflokkurinn er frábært team.
Þeir eru hreinlega að bjarga landi og þjóð og líka kjósendunum sem hafa horfið frá Framsókn.
Þeir munu að vísu ná sér að mati skemmtikraftsins.
En Guðni Ágústsson er ekkert fyndinn, hann er bara ótrúlega óupplýstur, sambandslaus og gamaldags.
Kannski er hann bara að plata okkur því til að vera jafn blindur og hann virðist vera þarf eiginlega að vera ólæs, hafa ekki aðgang að fjölmiðlum og jafnvel vera eins og Bakkabræður, fá sjaldan eða aldrei gesti.
Það er örugglega skýringin á að ýmislegt hefur farið framhjá Guðna þegar hann talar um bjargvættina Bjarna og Sigmund.
Hann veit kannski ekkert um stöðu heilbrigðiskerfisins.
Hann veit sennilega ekkert um fjárframlög til vegamála.
Sennilega hefur hann ekkert tekið eftir auðmannadekri þeirra félaga, eða kannski bara sammála því.
Hann hefur ekki heyrt að því að Ísland er með hæstu vexti í Evrópu og launamenn á Íslandi bera hvað mínnst úr býtum fyrir hverja unna vinnustund þegar horft er til V-Evrópu.
Nýjustu upplýsingar eru að Ísland er dýrasta land á flestum sviðum hvað varðar verð á vörum og þjónustu. Í þeirri könnun voru skoðuð 37 ríki og Ísland var dýrast í flestum vöruflokkum.
Guðni, Bjarni og Sigmundur vilja halda í staðnað og ónýtt landbúnaðarkerfi, ónýta og verðlausa krónu og einangra landið í utanríkismálum.
Neytendur eru til fyrir þá og skjólstæðinga þeirra.
Það kallast víst seint að vinna að framförum.
Fólk á Íslandi hefur það heldur meira skítt en fólk í öllum löndum sem við berum okkar saman við.
Niðurstaðan er að þegar fullyrðingar Guðna eru skoðaðar þýðir það bara annað af tvennu.
Hann er þjáður af fáfræði og steinblindu hinna myrku miðalda eða....
þetta er bara skemmtiatriði í anda nautgripakossa og þorrablóta.
Ég hallast að því síðarnefnda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.8.2015 | 18:10
Miðbærinn á Akureyri - nauðsyn uppbyggingar.
Miðbærinn á Akureyri hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu.
Það hefur verið mikið skrafað og skeggrætt um uppbyggingu þar í nokkra áratugi, en minna verið um framkvæmdir.
Einu og einu húsi hefur verið riggað upp á auðum lóðum.
Miðbærinn er í sjálfu sér ákaflega þröngt og erfitt svæði undir háum húsum og brekkum sem þrengja að.
Upphaflega var miðbærinn ein gata, Hafnarstræti frá Grófargili að þeim stað sem nú er Ráðhústorg.
Meginhluti þess sem við köllum miðbæ Akureyrar er á uppfyllingum sem gerðar hafa verðið á árunum frá 1927 til 1987.
Langflest þau hús sem í upphafi mynduðu miðbæinn eru horfin og í þeirra stað hefur risið heldur ósamstætt safn mishárra húsa.
Það er því enginn heildstæð mynd á núverandi miðbæ Akureyrar.
Eins og sjá má á loftmyndinni hér til vinstri er ásýnd þessa svæðis lítið spennandi, risatór bílastæði þekja bróðurpart svæðisins og húsin eru ósamstæð og víða strjál. Þó eru fáeinar gleðilegar undantekningar, þar sem gamalt hefur sloppið og verið gert upp.
Því miður er það aðeins lítið brot af þessu svæði þar sem svo háttar til.
Það geta sennilega allir verið sammála um að miðbær Akureyrar hefur ekki lengur þá stöðu og styrk sem áður. Stærstur hluti verslunar og viðskipta hefur farið annað enda er svæðið ekki hentugt til slíkar starfssemi eins og það er í dag.
Nú liggur fyrir skipulag sem nokkuð góð sátt náðist um og miðar það að því að þétta byggðina, breyta meginstefnum og auka mannlíf með mikilli fjölgun íbúða.
Það liggur fyrir að áhugi er á að byggja á reitum á uppfyllingunni við gömlu Umferðarmiðstöðina. Það er gleðilegt og það er lífsspursmál fyrir þetta svæði að þar fari fram uppbygging og auknu lífi verði sköpuð skilyrði á svæðinu.
Því miður hefur höfum við eytt of mikilli orku í ósamstöðu, deilur, sem hafa slegið uppbyggingu á frest.
Á einhverjum tímapunkti verðum við að segja, nú er nóg komið, hættum að tala og förum að framkvæma.
Einhverntíman sá ég þessu svæði líkt við svæði sem hefði orðið fyrir loftárás.
Þegar horft er á loftmyndina má taka undir það að ekki er laust við að hægt sé að láta sér detta það í hug.
Næstu mánuði er nokkurskonar tímamót í málum miðbæjarins.
Ætlum við að ná sátt og fara að hreyfa málum eða ætlum við að halda áfram að halda málum í pattstöðu þarna enn einn áratuginn eða ekki ?
Sannarlega vona ég að okkur takist að byggja nýjan og betri miðbæ, miðbæ sem kallast á við það sem eftir er af þeim gamla miðbæ sem einu sinni var.
Það er vandi að byggja upp nýtt með gömlu og ná árangri.
Við getum það ef samstaða og samvinna verða næstu árin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2015 | 17:06
Verklausa letigrísaríkisstjórnin.
Þá er orðinn meira en mánuður síðan okkar ágæta ríkisstjórn fundaði.
Margir eru sennilega bara ánægðir með það.
En þegar verklag og athafnaleysi þessar ríkisstjórnar er skoðað í samanburði við fyrri stjórn er munurinn sláandi.
Athafnastjórn og stjórn letigrísa.
Svoleiðis er það nú bara og sennilega á forsætisráðherra þarna stóran hlut, hann er ekki þekktur af vinnusemi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2015 | 11:00
Styður Ísland morðárásir á Kúrda ?
Kúrdar hafa staðið einir í varnarbaráttu gegn hryðjuverkum ISIS og mörgum sögum fer að hörku þeirra og báráttuvilja.
Nú virðist sem Nató og Bandaríkin hafi keypt Tyrki til fylgilags við Nató og þar með hefur Tyrkland skaffað aðstöðu fyrir Bandaríkin og Nató á Tyrkneskum herflugvöllum.
Gjaldið er að Tyrklandi er veitt ótakmarkað leyfi til lofárása á Kúrda sem hafa fram að þessu að mestu staðið einir að vörnum gegn ISIS.
Það verður því að spyrja.
Styður íslenski utanríkisráðherrann morðárásir Natóríkisins Tyrklands á Kúrda ?
Allt bendir til að það sé gjaldið sem Natóríkin greiða fyrir aðstöðu sína í Tyrklandi.
![]() |
390 Kúrdar féllu á tveimur vikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2015 | 15:45
Stefna Íslands er til. Tækifærissinnar og eiginhagsmunaseggir.
Ísland á sér sannarlega stefnu í þessum málum og væntalega þarf ekki að móta hana.
Annað mál er ef landið ætlar að breyta um kúrs og hætta eiginhagsmunadýrkun og tækifærismennsku.
Það var fróðleg yfirferð yfir sögu landins í utanríkisviðskiptum og utanríkismálum á RÚV í gær.
Í stuttu máli, stefnan hefur alltaf verið þjónkun við eigin hagsmuni og hagmuni viðskiptajöfra á Íslandi, en minna hefur farið fyrir prinsipum og stefnufestu.
Dæmi var tekið af því þegar Eystrasaltslöndin voru að stíga sín skref til sjálfstæðis og Ísland lýsti yfir stuðingi við þau áform risu upp aðilar sem ekki vildu styggja Sovétríkin vegna eigin viðskiptahagsmuna.
Skítt með Eystrasaltslöndin, við þurfum að hafa okkar bissness í friði.
Vildu að stuðningi við ríkin yrði hætt.
Jón Baldvin stóð fastur á stuðningi Íslands við lýðræðið.
Þetta mál er af sama meiði, lýðræðisríki í Vestur Evrópu setja viðskiptahömlur á Rússland vegna yfirgangs og brota á alþjóðarétti.
Í hugum bissnessmanna á Íslandi eru þeira hagsmunir mikilvægari en að standa með lýðræðiríkjum í tilraun þeirra til að hefta yfirgang rússa.
Er þetta ekki svolítið sorglegt ?
Öll kaldastríðárin sigldi Ísland milli skers og báru og komst upp með það.
Sennilega er liðinn sá tími að okkur takist að bera kápuna á báðum öxlum, og þurfum að taka alvöru afstöðu.
![]() |
Ísland móti sína eigin stefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.8.2015 | 15:21
Jónas Kristjáns hefur sennilega ekki komið til Akureyrar.
Alltaf gaman að lesa Jónas Kristjánsson.
Skemmtilega dómharður og stuðandi.
Nú var hann eitthvað að agnúast út í Akureyri sem er bara fínt.
Hann telur Oddeyrina, syðst besta part Akureyrar, annað var eitthvað svo ómögulegt
En sennilega hefur hann aldrei komið í Innbæinn eða Fjöruna eins og við köllum svæðið.
Oddeyrin er skemmtileg og nokkuð gott safn gamalla húsa en þar er mikið starf óunnið til að hún fái þá reisn sem er henni samboðin.
Innbærinn - Fjaran hefur aftur á móti fengið gríðalega yfirhalningu og vandfundið er jafn glæsileg safn gamalla húsa í heildstæðu hverfi.
Kallinn hefi nú gott að því að skoða bæinn í heild sinni áður en hann legst í skotgrafirnar og það eru örugglega margir sem mundu leiðsegja honum með glöðu geði.
Eyðimörkin Akureyri, Jónas Kristjánsson í ham.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2015 | 17:28
"Mér er meinilla við kynferðisbrot"
Mér er meinilla við þessi kynferðisbrot
Segir lögreglustjórinn í Vestamannaeyjum.
Það er gott að það upplýsist.
Henni er svo illa við þau að hún vill þegja þau í hel.
Annars fór þessi hátíð vel fram samkvæmt því sem mátti upplýsa.
Það segja lögreglustjórinn og stjórnendur hátíðarinnar.
Rúmlega 70 fíknefnabrot.
Allar fangageymslur fullar.
Mikið fyllerý.
Líkamsárásir og pústrar.
Og nú uppýsist sólarhring síðar að þrír hafi mætt á bráðamóttöku vegna kynferðisbrota.
Fáránleiki þess að halda því leyndu opinberast.
Halló Akureyri var blásin af í þeirri mynd sem sú hátíð var, ekki ósvipaðar lýsingar og við sjáum núna frá Eyjum.
Eru bara allir sáttir við þetta eins og það er ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2015 | 22:29
Guði sé lof fyrir fátækrahjálpina.
______________
Guði sé lof fyrir fátækrahjálpina við Austurvöll.
Gott að geta ráðið sköttunum sínum sjálfur og hagrætt sér í hag.
Húrra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2015 | 18:44
Samkeppni ? eru olíufélögin að svindla á okkur ?
Í fréttum RÚV kom fram að olíufélögin séu að taka meira til sín en áður.
Í skjóli verðlækkana hafa olíufélögin hér á landi notað tækifærið og ekki skilað þessum lækkunum til neytanda.
Hækkað álagningu
FÍB heldur því fram að olíufélögin séu nánast að svindla á viðskiptavinum sínum.
Ekki ætla ég að dæma um það en margt er sérkennilegt í þesari, svokölluðu samkeppni á Íslandi.
Það er fastur liður svona af og til að sum félög lækka um 13 krónur einn dag og eitt félag lækkar þá um 14 krónur.
Þessar upphæðir hafa verið fastar mjög lengi
Þetta er ekki merkilegt viðskiptatilboð, 13 krónur er ekki há prósenta af 200 krónum.
Af hverju ætli félögunum detti ekki í hug að gera eitthvað óvænt, ofurdagur, tilboð, 25 krónu afsláttur í dag.
Nei...samkeppnin á Íslandi gengur útá að eitt félag er lægst, 10 aurum lægra en næstu.
10 aurar eru hversu há prósenta í stóra samhenginu ?
Auðvitað er engin samkeppni á Íslandi í eldsneytisgeiranum.
Kerfið er frosið i fyrirkomulagi sem olíufélögin virðast fullkomlega sammála um að halda.
Hvað segir samkeppniseftirlitið um að svona samkomulag haldist árum saman ?
Líkist þetta ekki samráði á markaði ?
Tilboð af og til....
alltaf alveg eins og munar einni krónu á því lægsta og næst lægsta.
Lægsta félagið er 10 aurum lægra en næsta aðra daga.
Þetta er samkeppnin á Íslandi.
![]() |
1250 krónum ódýrara að fara norður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.7.2015 | 17:28
Lögreglustjóri í kröppum dansi.
______________
Kannski er lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum búinn að átta sig á að hún datt niður um ísinn og buslar nú um í köldu vatninu.
Þetta er sannarlega heitasta málið í fjölmiðlum í dag og hvar á fætur öðrum mætir og gangrýnir þessa ákvörðun.
Það er afar skiljanlegt.
Hún er ófagleg, hún er fullkomlega úr takti við allt sem er að gerast í þjóðfélaginu.
Að mæta með fyrirmæli um þöggun í viðkvæmum málum er algjörlega út úr korti.
Enginn annar lögreglustjóri hefur boðað þetta, þetta er hvergi í fyrirmælalistum lögregluembætta og aldrei hefur komið fram nokkuð svipað.
Þetta er því hreinræktuð geðþóttaákvörðun og maður trúir því varla að lögreglustjórinn í Vestamannaeyjum hafi " fattað upp á þessu " einn og óstuddur við eldhúsborðið.
Ráðuneyti og ráðherra þvo hendur sínar og tjá sig ekki.
Enda hefur komið fram að þetta hefur verið rætt í Vestmannaeyjaærumhverfinu.
Eina sem er vitrænt í stöðunni er að lögreglustjórinn dragi til baka þessa fráleitu fyrirmæli og biðjist afsökunar.
Þöggun er ekki það sem Ísland þarf í dag þó marga langi til þess að svo sé.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar