Leifsstöð - fyrir hverja ?

Nýlokið er mikilli auglýsingaherferð Leifsstöðvar þar sem stöðin dásamaði sjálfa sig út í eitt og lofaði aldeilis frábærum nýjungum fyrir ferðalanga sem þar þurfa að bíða eftir flugi og dreymir um að versla.

_______________

Mikil umræða hefur skapast um Leifsstöð og ástandið þar eftir breytingar.

Ég kom þarna í fyrsta sinn eftir breytingar í júní. Ég verð að viðurkenna að mér var nokkuð brugðið.

Ástandið þarna var hreinlega ekki boðlegt og til að geta farið í flug til útlanda er eiginlega nauðsynlegt að vera í mjög góðu standi líkamlega og ekki sakar að vera jafnlyndur og rólegur að eðlisfari.

Það er gríðarlegt verkefni að komast inn í stöðina og í fríhöfnina.

Fyrst stendur maður í röð innritunarkassa og innritar sig og merkir töskur. Aðstaðan engin og aðbúnaður til skammar. Það bjargaði að alúðlegur starfsmaður hljóp á milli kassa og leiðbeindi.

Næst tók við klukkustundar staða upp á endann við að losna við töskur við innritunarborðin. Af hverju maður þurfti að standa í fyrstu röðinni var eiginlega óskiljanlegt.

Þar næst fór maður sveittur og þreyttur í næstu röð til að fá öryggistékk. Það tók hálftíma sem er víst vel sloppið. Þá voru komnar 2 og hálf frá því mætt var á svæðið.

Það var voða fallegt þarna uppi, nýr arkitektúr, ný fyrirtæki, fullt af samlokustöðum.

En það voru nánast engin sæti fyrir þá sem ekki vildu fara og kaupa sér eitthvað í gogginn eða eitthvað að drekka. Tveir steinbekkir ( sennilega flottur arkitektúr) fann ég í almenningnum. Þar komast fyrir fáeinar hræður, restin verður að standa.

Ég hélt nú satt að segja að nú væri þetta komið og þægilegt flug framundan.

Ekki aldeilis, þegar kallið kom og gengið var að brottfararhliði hófst enn ein biðin, 50 metra löng röð eftir ganginum miðjum.  Í þessari röð þurfu hundruð farþega að bíða ( þrjár raðir hlið við hlið ) í 40 mínútur, standandi upp á endann í hitasvækju og loftleysi.

Það var hreinlega dásamlegt að fara síðan til landsins eftir 10 daga veru í útlöndum og fara í huggulegu og notalegu flugstöðina í Munchen.

Fullt af sætum fyrir brottfararfarþega, enginn íburður, bara það sem þurfti til að farþegar hefðu það sem best og nóg af sætum.

Flott þýðir ekki endilega gott og það á svo sannarlega við Leifsstöð.

Það er ekki verra að vera þjálfaður íþróttamaður hyggist maður fara til útlanda um háannatímann.

Maður spyr sig bara  - Leifsstöð fyrir hverja ?

Biðtími, standandi upp á endan í þrjár og hálfa klukkustund er ekki fyrir alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818221

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband