Færsluflokkur: Bloggar

Skemmda eplið í Straumsvík.

„Við telj­um að það sé klárt brot að þarna sé stór hóp­ur manna að ganga í störf hafn­ar­verka­manna. Ég mætti á staðinn í morg­un til að styðja fé­laga mína. Það er klár afstaða ASÍ að þetta sé brot á því fyr­ir­komu­lagi sem er á vinnu­markaði.

_________________

Það hefur náðst góð sátt á vinnumarkaði og vinnuveitendur og verkalýðshreyfingin hafa gert samkomulag í nokkur ár.

En Rio Tinto, álverið í Straumsvík heldur úti styrjöld við starfsmenn sína og neitar að semja á þeim nótum sem allir hafa gert nú þegar.

Nýjasta stórvirkið þeirra er að reyna að brjóta á bak aftur löglega boðaða vinnustöðvun.

Það getur varla verið að íslenskir stjórnendur í álverun séu stoltir af framkomu sinni í garð verkamanna sinna.

En hvað geta þeir gert, hlýddu og vertu góður.


mbl.is Verkallsverðir stöðvuðu útskipunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmaður Pírata staðfestir stjórnleysi hópsins.

„Við höf­um verið að segja okk­ur að við séum ekki með leiðtoga, en það er ein­fald­lega ekki rétt. Við erum með leiðtoga, án aðhalds og án þess að hann hafi verið kos­inn. Kannski er ekki lausn­in að vera með for­mann­sembætti, en við verðum að horf­ast í augu við að þessi til­raun að út­rýma leiðtoga­vald­inu í okk­ar röðum hef­ur mistek­ist.“

_______________

Hugmyndafræði Pírata um hið fullkomna stjórnleysi gengur ekki upp.

Þó þá langi til að vera með hið fullkomna lýðræði að þeirra mati, engan leiðtoga og taka engar ákvarðanir nema bera það undir stóra hópa er voða falleg sýn.

En sagan segir okkur að slíkt fyrirkomulag er ekki að virka.

Hvernig ætlar hópur manna og kvenna að stjórna heilu samfélagi með stjórnleysi að leiðarljósi.

Það sýnir sig hjá Pírötum að slíkt gengur ekki einu sinni í samfélagi nokkurra tuga eða hundruða karla og kvenna.

Þar er samstaðan engin þegar á reynir, meira að segja í smærri málum.

Það sem Ísland þarf síst á að halda er hópur sem ræður ekki við að stjórna sjálfum sér hvað þá einhverju stærra.

En þeir mælast flott í könnunum.


mbl.is Píratar með leiðtoga án aðhalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fer að reyna á Pírata.

Nokkur hiti virðist hlaupinn í Pírata samkvæmt frétt Eyjunnar. Erna Ýr Öldudóttir formaður framkvæmdaráðs Pírata segir á Pírata-spjallinu að óþolandi sé að þingmaður láti endurtekið titla sig sem leiðtoga, formann, eða kaptein flokksins þegar hann er það ekki og það án þess að fá umboð frá félagsmönnum. Á Erna Ýr við Birgittu Jónsdóttir og segir þessa framsetningu vera óheiðarlega gagnvart kjósendum. Erna Ýr segir:

http://www.dv.is/frettir/2016/2/23/birgitta-sar-thetta-eilifa-nidur-byrjad-ad-hafa-djupstaed-ahrif/

_______________

Það fer ekki framhjá nokkrum manni að það er farið að reyna á þann hóp sem stendur að Pírötum.

Fram að þessu hefur þessi hópur ekki þurft að gera neitt annað en hafa skemmtilegar og ábyrgðarlitlar skoðanir á nokkrum málum.

En nú er farið að reyna á samstöðuna og auðvitað má strax sjá að þetta er sundurleitur hópur með margar skoðanir.

Mótuð stefna er ekki til og hver og einn hefur sínar meiningar.

Píratar eru stjórnleysishópur sem ögrar samfélaginu og þetta er ekki nýtt í sögunni. Þeir ætla ekki að hafa skoðun fyrir sig en sækja álit og leiðir til fólksins í landinu. Hætt við að þau álit og leiðir verði margar og ólíkar.

Á næstunni kemur í ljós hvort  þessi hópur hefur  samstöðu og þrek til að stjórna þjóðfélagi með árangri.

Nú er farið að krauma undir niðri og kannski ekki undarlegt, þarna eru innanborðs margir sem eru þekktir að því að fara eigin leiðir og hafa rekist illa í flokkum og hópum.

Næstu mánuði fer að reyna á það hvort Píratar geti sýnt það að þeir ráði við að vinna sem heildstæður hópur með ákveðnar og mótaðar skoðanir.

Það örlar þegar á að það verði erfitt.

Nú fer fyrir alvöru að reyna á það hvort Píratar eru vænlegt stjórnmálaafl eða bara slatti af einstaklingum hver með sína skoðun.


Framsóknarflokkurinn kostar meira en Icesave.

Það er búið að und­ir­rita þessa samn­inga og málið er frá,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra. Nýir bú­vöru­samn­ing­ar milli rík­is­ins og full­trúa bænda voru und­ir­ritaðir síðastliðinn föstu­dag og kveðst ráðherr­ann ánægður með niður­stöðuna.

_____________

Framsóknarflokkurinn kostar landsmenn meira en sem nemur allir hugsanlegri Icesave skuld samkvæmt dýrasta og óhagkvæmasta samningum sem kenndur var við Svavar Gestsson.

Framsóknarmenn hafa því upp á einsdæmi samkvæmt því sem forsætisráðherra segir, ákveðið að færa milljarða frá neytendum til valinna hópa skjólstæðinga sinna.

Þetta þarf víst ekki að ræða, búið að ákveða þetta og ganga frá segir Simmi.

Framsóknarflokkurinn er því dýrari fyrir skattgreiðendur en Icesave hefði nokkru sinni geta orðið jafna þótt dýrasti og óhagvæmasti samingurinn sé notaður til viðmiðs.

Einhversstaðar væri svona gjörningur litinn alvarlegum augum en í augum Framsóknarmanna er þetta eðlilegt og sjálfsagt.

Dýr verður Hafliði ( Sigmundur Davíð ) allur.


mbl.is Þetta er frágengið mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að styðja einokunartilburði Framsóknar ?

Nýr búvörusamningur er dauðadómur yfir rekstri sjálfstæðra afurðastöðva í mjólkuriðnaði og alvarleg aðför að hagsmunum íslenskra neytenda að mati Ólafs M. Magnússonar forstjóra Mjólkurbússins KÚ.

__________

Framsóknarflokkurinn er að smíða nýtt landbúnaðarumverfi sem byggir að neytendur borgi brúsann með sköttunum sínum.

Þetta eru risavaxnar upphæðir sem settar eru í valdar atvinnugreinar í landbúnaði og er ætlað að tryggja einokun á þeim vettvangi eins og verið hefur.

Ég á eftir að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn með allt sitt raus um frjálsa samkeppni og skattleysi samþykkja að skattfé landsmanna sé varið til að byggja undir valdar atvinnugreinar sem eru velþóknanlegar Framsóknarflokknum.

Í þeirra huga er enn 1950 og samkeppni tískuorð sem á ekki við þegar þeir eru að hygla skjólstæðingum sínum.

Hugmyndafræði Framsóknarmanna er nítjándu aldar fyrirbæri og með ólíkindum að það skuli enn viðgangast að skattfé sem varið til að halda uppi völdum greinum í landbúnaði.

Það er andskoti dýrt hvert kjötkíló og hver mjólkurlíter sem við neytendur eru að greiða, fyrst hundruð milljarða með skattfé og síðan rándýrt kjöt og mjólkurafurðir úr búð.

Það eru sennilega engir neytendur í Evrópu sem fá annan eins bagga að bera með beinum kostaði fyrir heimilin í landinu.

Kannski er það þetta sem Framsókn meinar með nýjustu áróðursfyrirsögninni sinni.

" Framsókn fyrir heimilin í landinu "

Frekar fyndið í ljósi þessa búvörusamnings sem saminn er á flokksskrifstofu Framsóknarflokksins.


mbl.is Mjólkursamsölunni ekki treystandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsætisráðherra á flótta undan loforðum.

Þingmenn vöktu athygli á því í umræðunni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók ekki þátt, og var raunar ekki einu sinni í þingsal, þegar umræðan fór fram. Hann hefur í tvígang neitað að ræða málið í sérstakri umræðu á þingi, og vísað á Bjarna Benediktsson. Þó hefur hann rætt um verðtrygginguna oft og víða annars staðar, líkt og aðrir framsóknarmenn.

Framsóknarmenn lofðuð feitt fyrir síðstu kosningar.

Margir kjósendur tóku þann pól í hæðina að trúa flokknum þrátt fyrir söguna.

Framsóknarflokkurinn hefur alltaf lofað feitt og sjaldan staðið við það.

Núna er pínlegt að fylgast með flótta Sigmundar Davíðs undan að ræða eigin loforð.

Verðtryggingin og afnám hennar var eitt stærsta kosningamál og kosningaloforð Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar. Þremur árum síðar bólar ekkert á þessu afnámi, sem þó var sagt einfalt og auðvelt í kosningabaráttunni.

En eitthvað stendur þetta í Sigmundi og hann sýnir þann vesaldóm að vísa á BB og láta sig hverfa.

Það er erfitt að horfast í augu við eigin svik.


Olíufélögin eru grínklúbbar.

2016 olía

 

 Frábært.

 Happdagur í dag.

 13 króna afláttur af olíu dag.

 Óvænt upphæð og sama hjá öllum.

 Eitt býður að vísu 14 krónur.

 Svona hefur þetta verið lengi.

 Öll olíufélögin með sama tilboð. sama dag, á sömu mínútu.

 Ef þetta er ekki eitrað samráð, hvað er þá samráð ?

 Ég bíð eftir deginum þegar olíufélagið mitt sendir mér óvænt tíðindi.

 40 krónu afsláttur í dag, vertu velkominn.

Ég er með dælulykil og fæ 4 krónur venjulega.

Á þessum frábæru tilboðsdögum fæ ég 9 krónur í viðbót.

Það eru 540 krónur ef ég er með galtóman tankinn.

Þessi ofursamráðstilboð olíufélaganna eru kannski 7% tilboð, minna fyrir okkur sem fáum bara 9 krónur.

En í alvöru talað, af hverju er þetta augljósa samráð kallað samkeppni ?

Olíufélögin eru svolítið fyndnir klúbbar og við neytendur spilum með.

Ætli neytendur flykktust í fatabúðina ef kaupmaðurinn auglýsti 5-7% afslátt af fatnaði í dag ?

Held ekki, þetta er óttalega nískulegt og sennilega verðum við neytendur að bíða efsta dags að tilboðið verði annað og meira en 13 krónur.

  


Hálkuvarnir á Akureyri - hvað er best ?

Nokkur umræða hefur skapast um hálkuvarnir á Akureyri.

Óneitanlega hefur ástandið verið slæmt í bænum undanfarna tvo mánuði, bæði vegna hálku og sérstaklega snjóþyngsla.

Bærinn hefur verið gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu í snjómokstri, hvort sem það er sanngjarnt eða ekki.

Svo er það hálkan.

Núverandi aðferð hefur verið gangrýnd og sérstaklega horft til þess að verið sé að nota salt.  Salt er hvergi notað eitt og ómengað en sannarlega er það notað til íblöndunar í hálkuvarnarefni.

Það eru nokkir kostir í stöðunni og þarf að velja þar á milli.

1. Nota fínan sand, hundruð tonna eins og gert var hér áður.

( Var að valda svifryksmengun langt upp fyrir heilsuverndarmörk allt of marga daga á ári, auk þess sem það kostaði milljónatugi að hreinsa bæinn að vori )

( Fínn sandur festist ekki við svellin og bílar gátu runnið á sandpúða eins og engar væru hálkuvarnirnar.

2. Nota grófan, saltborinn sand á valda staði, núna er um 6% gatankerfis meðhöndlað þannig.

( Veldur ekki svifryksmengun, kostar lítið að hreinsa bæinn að vori, sandurinn festist við svellin, en gallinn er að salt skemmir málma og fleira )

3. Engar hálkuvarnir. 

( Því fylgir aukin slysahætta )

4. Semja við máttarvöldin að hætta hálkumyndun í bænum.

( sennilega það erfiðasta )

 

Svo er það bara okkar bæjarbúa og bæjaryfirvalda að velja leiðir sem farnar eru í þessum málum.

Með þessari aðferð sem nú er notuð er verið að velja að forgangraða lýðheilsu framar efnishyggju.


Hvert verður ólöglegri innheimtu skilað ?

Hæstiréttur hefur staðfest lögbann á gjaldtöku Landeigenda Reykjahlíðar ehf. og staðfestir þar með dóm héraðsdóms frá í apríl 2015 en meirihluti eigenda landsins vildi rukka gjald við hverasvæðin austan Námafjalls og við Leirhnjúk.

 

Nú liggur fyrir að innheimta landeiganda í Mývatnssveit var ólögleg.

Sannarlega niðurstaða sem maður reiknaði með.

Þarna voru innheimtar milljónir af saklausum ferðamönnum - ólöglega.

Því hljóta menn að spyrja, hvert verður þýfinu skilað og hvernig á að standa að því að koma því til réttra eigenda ?

Væri fróðlegt að fá svör við því.


Haltu kjafti í Vestmannaeyjum.

Mikill hiti er í Vestmannaeyjum vegna meints eineltismáls í Eyjum. Snýst málið ekki síst um að fjölmargir málsmetandi Eyjamenn telja verst að málið hafi verið gert opinbert.

________________

Merkilegt með lögreglustjórann í Vestmannaeyjum.

Hún vill viðhalda hreinni þöggunarstefnu í eyjunum og öllum ber að halda kjafti um mál.

Fjölmiðlar, opin umræða og frjáls skoðanaskipti eru eitur í beinum þessa lögreglustjóra.

Ætli hún hafi lært þetta í lögregluskólanum eða lögfræðinni ?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 820359

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband