Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að styðja einokunartilburði Framsóknar ?

Nýr búvörusamningur er dauðadómur yfir rekstri sjálfstæðra afurðastöðva í mjólkuriðnaði og alvarleg aðför að hagsmunum íslenskra neytenda að mati Ólafs M. Magnússonar forstjóra Mjólkurbússins KÚ.

__________

Framsóknarflokkurinn er að smíða nýtt landbúnaðarumverfi sem byggir að neytendur borgi brúsann með sköttunum sínum.

Þetta eru risavaxnar upphæðir sem settar eru í valdar atvinnugreinar í landbúnaði og er ætlað að tryggja einokun á þeim vettvangi eins og verið hefur.

Ég á eftir að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn með allt sitt raus um frjálsa samkeppni og skattleysi samþykkja að skattfé landsmanna sé varið til að byggja undir valdar atvinnugreinar sem eru velþóknanlegar Framsóknarflokknum.

Í þeirra huga er enn 1950 og samkeppni tískuorð sem á ekki við þegar þeir eru að hygla skjólstæðingum sínum.

Hugmyndafræði Framsóknarmanna er nítjándu aldar fyrirbæri og með ólíkindum að það skuli enn viðgangast að skattfé sem varið til að halda uppi völdum greinum í landbúnaði.

Það er andskoti dýrt hvert kjötkíló og hver mjólkurlíter sem við neytendur eru að greiða, fyrst hundruð milljarða með skattfé og síðan rándýrt kjöt og mjólkurafurðir úr búð.

Það eru sennilega engir neytendur í Evrópu sem fá annan eins bagga að bera með beinum kostaði fyrir heimilin í landinu.

Kannski er það þetta sem Framsókn meinar með nýjustu áróðursfyrirsögninni sinni.

" Framsókn fyrir heimilin í landinu "

Frekar fyndið í ljósi þessa búvörusamnings sem saminn er á flokksskrifstofu Framsóknarflokksins.


mbl.is Mjólkursamsölunni ekki treystandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Auðvitar styður sjálfstæðisflokkurinn þetta óbermi!

Jónas Ómar Snorrason, 21.2.2016 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818071

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband