Færsluflokkur: Bloggar

Er Vigdís Hauksdóttir á undanþágu frá almennu siðferði ?

Vigdís hefur undanfarið ítrekað sakað starfsmenn ráðuneytisins um að hafa falsað skjöl í tíð síðustu ríkisstjórnar. Í viðtali við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun sýndi Vigdís þáttastjórnendum eintak sitt af samningi frá árinu 2009 sem tengist endurreisn Landsbankans og sagðist telja að ákvæði hefði verið útmáð þaðan.

________________

Almennt gilda siðferðisreglur á Íslandi.

Það er t.d. ekki hægt að ásaka fólk um lögbrot og aðra ljóta siði án þess að þurfa að standa fyrir svörum með slíkt.

En Vigdís Hauksdóttir virðist á undanþágu.

Hún mætir ítrekað í fjölmiðla og dreifir drullunni í kringum sig.

Hún hikar ekki við að ásaka fólk um lögbrot og annað ámóta án nokkurra raka.

Og kemst upp með það.

Fólk horfir þreytulega hvert á annað og hugsar og segir, æ, æ , þetta er bara Vigdís Hauks.

En á það að vera þannig að þingmenn geti í skjóli stöðu sinnar ráðist að saklausu fólki með ýmiskonar ásökunum.

Að mínu mati ekki...en Vigdís Hauksdóttir virðist á undanþágu frá almennum leikreglum og siðferði í þjóðfélaginu.

Væri ekki ráð að forustumenn Framsókarflokksins axli ábyrgð á þessum þingmanni og komi á hann siðferðirböndum ?

Ég held það bara.


Vigdís Hauksdóttir er líka almennur borgari.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, brást við orðum hennar í fréttum RÚV í gær og sagði að ef einhvern grunaði skjalafals ætti sá hinn sami að leita til lögreglu. Vigdís segir það ekki hlutverk þingmanna: „En ég bendi á að ríkissaksóknari getur tekið upp mál af sínu frumkvæði þannig að það er ákæruvaldsins fyrst og fremst að taka frumkvæði í þessu máli.“

_____________

Vigdís Hauksdóttir virðist ekki vera íslendingur lengur.

Hún er bara alþingsmaður og það er ekki þeirra hlutverk að kæra meint brot á lögum.

Er það kannski þannig að alþingsmenn hafi tapað rétti sínum og skyldu að kæra meint lögbrot.

Vigdís Hauksdóttir er víst bara " aþingismaður " en ekki almennur borgari þessa lands.

Það verður að benda henni á þennan misskilning þannig að hún geti uppfyllt skyldu sína og kært lögbrot.


Dómgreindarskertur ráðherra ?

Gauti skipaði 15. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Gunnars Braga, í þingkosningunum árið 2013 og var kosningastjóri flokksins á Ísafirði í sveitastjórnarkosningunum árið eftir

____________________

Ráðherrar ráða auðvitað hverja þeir ráða aðstoðarmenn sína.

Þeir mega auðvitað borga greiðann þegar viðkomandi hefur unnið vel fyrir flokkinn.

Það er gott fyrir ungan mann að fá smá aur í vasann með námi.

En hvort ráðherrann er að gera þessum unga manni nokkurn greiða er vafamál.

Þetta er auðvitað verri gerðin af pólitískri spillingu og vont fyrir ungan manna að lenda í því að vera settur í svona stöðu.

Vondur stimpill.

Auðvitað er hann ekki með reynslu eða getu til að vinna að utanríkismálum með utanríkisráðherra, reyndar má margefast um að ráðherrann sjálfur ráði við starfið.

En mergurinn málsins er, þetta er góður mælikvarði að pólitíska dómgreind ráðherrans.


Birgitta pírati orðin ómissandi.

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata ætlar að bjóða sig aftur fram til Alþingis. Hún segir að sér finnist óábyrgt að stökkva frá borði í miðri aðgerð og vísar hún þar til stjórnarskrársmálsins. Hún hafði áður sagt að hún ætlaði aðeins að sitja tvö kjörtímabil á Alþingi.

______________________

Birgitta Pírati, áður þingmaður tveggja annarra flokka er orðin ómissandi.

Þetta er þekkt, fjöldi manna fer á þing með þær háleitu skoðanir að þeir ætli ekki að verða sísetuþingmenn heldur láta af störfum eftir skikkanlegan tíma.

En hversu margir hafa ekki orðið því að bráð að telja sig ómissandi.

Nú er Birgitta orðin ómissandi, hætt við að hætta og stefnir á að vera lágmark 12 ár á þingi.

Nú er hún lang klárasti Píratinn og þess vegna verður hún endilega að halda áfram, sem er reyndar hennar eigið mat.

Það er nokkuð vel borguð innivinna að vera á þingi og margir hafa reynt að hanga á því allt of lengi.

Nú er Birgitta komin í þann hóp, þrátt fyrir að hafa verið á allt, allt annarri skoðun þegar kom að því að dæma aðra fyrir sísetu og tréna á þingi.

Eftir þessi 12 ár verður hún með þeim sem lengst hafa þraukað, að vísu fyrir nokkra flokka.

Ómissandi er málið.

 


Ætlum við að eyðileggja Wathnehúsið ?

2016 wathne

 

 Nú eru bráðum liðin 14 ár frá því Wathnehúsinu var bjargað frá niðurrifi.

 Því var komið fyrir til bráðabirgða á Krókeyri og þar hefur það verið síðan.

 2006 skrifað ég pistil fyrir kosingarnar 2006 þar sem ég velti upp hugmyndum um framtíð hússins.

 ( klikkið á slóðina )

 

 Það var í framhaldi af deiliskipulagsvinnu þar sem mörkuð var sú stefna að á Krókeyri yrði byggt upp safnasvæði. Samkvæmt þessu skipulagi reis þarna Mótorhjólasafnið sem er til sóma þarna. Fyrir er Iðnaðarsafnið sem býr við þröngt húsnæði og þyrfti enn meira til að geta þróað sig áfram.

 

Það var gert ráð fyrir í þeim hugmyndum sem þá láu fyrir að Wathnehúsið og Gæruhúsið sem þá var geymt á Naustum yrðu hluti af þessu safnasvæði.

Deiliskipulag.

Nú er Gæruhúsið risið á Siglufiði og ekkert verður því að því að þetta merkilega hús verði hluti af Innbænum og safnasvæðinu.

 

Sagt var frá því í Mogganum 2002 að stofnuð hefðu verið samtök til bjargar húsinu. Það tókst en síðan hefur ekkert gerst. Tómlæti hefur oft einkennt okkur Akureyringa þegar kemur að uppbyggingu og að koma hugmyndum í framkvæmd. Sveitarfélagið sýnir ofast tómlæti þegar hugmyndasmiðir mæta til leiks. Akureyrarbær kom þó að stofnun Mótorhjólasafnsins að litlu leiti en það var samt sem áður afrakstur duglegra og áhugsamra manna.

Húsið var reist árið 1895 af Otto Wathne og er svonefnt síldartökuhús, eitt þeirra sem reist voru á Oddeyrartanga í lok 19. aldar á uppgangstíma síldveiða á Norðurlandi. Húsið er samofið sögu sjávarútvegs og skipasmíða á Akureyri og að líkindum eina húsið sem enn stendur af þeim útgerðarhúsum sem áður stóðu meðfram austurströnd Oddeyrartanga. Það hefur því mikið minjagildi, bæði vegna sögu þess og byggingagerðar, segir í frétt um stofnfundinn og eru áhugamenn um varðveislu gamalla húsa því hvattir til að mæta.

( klikkið á slóðina )

Fleiri hugmyndir hafa verið settar fram um staðsetningu hússins.

( klikkið á slóðina )

Og ennþá stendur Wathehúsið á planinu norðan við Iðnaðarsafnið og ekkert gerist. Með þessu áframhaldi fer húsið annað eins og Gæruhúsið eða einhver vaknar og heldur áfram með uppbyggingu safnasvæðisins. Auðvitað ætti Akureyrarbær að koma að því með reisn því hvað er dýrmætara fyrir bæ í uppbyggingu að þar sé eitthvað áhugavert fyrir ferðamenn til að skoða.

 

Við verðum að stuðla að því að þetta merkilega hús eyðileggist ekki.

Ræs Akureyringar, við töpuðum Gæruhúsinu vegna tómlætis, við gerum okkur ekki sek um að láta eins fara með Wathnehúsið.

16.11.2013 Snjór í hófi-1901


Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að sparka Framsókn. Píratar inn.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins segir að endastöðin sé í augsýn í stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þá segist hún jafnramt vonast til þess að næst þegar Sjálfstæðisflokkurinn taki sæti í ríkisstjórn verði það með frjálslyndari samstarfsaðila.

______________

Sjálfstæðisflokkurinn er forpokaður og afturhaldssamur.

Samt er ljóst að hann er búinn að fá upp í kok af Framsóknarafturhaldinu.

Ritari flokksins boðar að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að henda Framsókn og finna sér aðra hækju.

Píratar lofa góðu og augu Sjálfstæðisforustunnar beinist nú að Birgittu og Pírötum enda hafa þeir gefið upp að frjálshyggja sé þeim að skapi.

En það er ljóst að Framsóknarflokkurinn er út úr myndinni, Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að nýta hann eins og þurfti.

Píratar geta nú farið að stilla sér upp fyrir væntalegt stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum  - gangi kannanir eftir.


Ekkert að marka íslenska stjórnmálamenn ?

„Rétt­ur þjóðar til þess að standa vörð um lýðheilsu og heil­brigði búfjár hlýt­ur að vera mik­ill, en EFTA-dóm­stóll­inn tel­ur sig hafa stöðu til að leyfa óheft­an inn­flutn­ing á hráu ófrosnu kjöti sem geng­ur þvert á ís­lensk lög.“

_________________

Alþingi samþykkti EES samninginn fyrir nokkuð löngu.

Þá gerði Ísland samkomulag  við ESB um ýmsa þætti.

Flestir eru sammála um að þessi samningur hafi gert Íslandi gríðarlega gott.

En svo eru þarna ákvæði sem okkur líkar ekki, þ.e. stjórnmálamönnunum sem ganga erinda hagsmunahópanna.

Þá ætlum við bera að sleppa því að fara eftir samkomulaginu þ.e. þegar okkur hentar.

Auðvitað ætlar svo allt að fara á límingunum ef á okkur er hallað að eigin mati.

En satt að segja er þetta okkur til lítils sóma svona á alþjóðavettvangi.


mbl.is EES framar íslenskum lögum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einangrun og einkokun að enda ?

Tæp 100 kíló af fersku og líf­rænt ræktuðu nauta­kjöti voru upp­hafið að mögu­leg­um enda­lok­um inn­flutn­ings­banns­ins á fersku kjöti. EFTA-dóm­stóll­inn tel­ur bannið ganga gegn EES-samn­ingn­um.

______________

Einokun og einangrun hefur viðgengist á Íslandi í áratugi.

Framsóknar og Sjálfstæðisflokkur hafa séð til þess að Íslenskir neytendur blæði fyrir hagsmuni valinna hópa.

Ekki nóg með að milljörðum af skattfé sé varið til að greiða bændum og milliliðum fyrir óarðbæra framleiðslu heldur hefur verið lokað vandlega á að nokkur samkeppni nái að neytendum.

Margir bundu vonir við EES samninginn en valdastéttirnar á Íslandi bjuggu þá til sínar eigin reglur.

Þeir ætluðu að sjálfsögðu að nýta tækifærið og flytja út kjöt og landbúnaðaðarvörur með gróða í huga en eftir sem áður var lokað í allan innflutning.

Samingurinn átti bara virka í aðra áttina, sérlega íslenskt.

En nú gæti verið að þessu óréttlæti verði troðið ofan í kokið á hagsmunagæslunni en við skulum ekki velkast í vafa, þeir mun halda áfram að reyna að láta neytendur blæða eins og hingað til.


mbl.is Nautakjöt upphafið að endalokunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupfélag Skagfirðinga stjórnar Framsóknarflokknum.

Simmi sauðurÓlga er meðal bænda vegna afskipta Kaupfélags Skagfirðinga af gerð nýrra búvörusamninga. Fulltrúi Kaupfélags Skagfirðinga í stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði skrifaði undir yfirlýsingu þar sem varað er við slíkum afskiptum.

Allir, ( nema kannski bændur ) vita hvaða áhrif stjórnarmenn Kaupfélags Skagfirðinga hafa í Framsóknarflokknum.

Sumir hafa gengið það langt að segja að þeir í reynd stjórni flokknum.

En auðvitað er þetta í reykfylltum bakherbergjum og á ekki að vera opinbert.

En núna gleymdu þeir sér og mæta til leiks eins og þeir sem valdið hafa.

Hvern andsk. eruð þið að gera eru skilaboðin til Framsóknarforustunnar.

Ef það hefur einhverntíman vafist fyrir einhverjum að skilja áhrif Þórólfs og Kaupfélagins á Framsókn ættu nú að átta sig á staðreyndum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband