Færsluflokkur: Bloggar
22.5.2016 | 17:00
Hvað er til ráða þegar æðstu menn fara á taugum ? - báðir í einu.
Hvað er til ráða þegar forseti og forsætisráðherra fara á taugum, báðir í einu.
Hvar eru varnaglar lýðveldisins þá.
Forsetinn segir að forsætisráðherra hafi mætt í miklu uppnámi án þess að hafa rætt nokkuð við samstarfsflokk sinn eða eigin þingflokk.
Það er rétt og hefur verið staðfest.
Nú segir fyrrum forsætisráðherra að forsetinn hafi farið á taugum og verið í miklu uppnámi.
Ekki veit ég hvort er réttara en þó er ljóst að hér voru mál langt frá því að vera í eðlilegum farvegi.
Kannski fóru þeir báðir á taugum samkvæmt þeirra eigin lýsingum.
Ljótt er ef satt er, þá er líklega ekkert annað í spilunum en vanda sig næst við val á þessum ráðamönnum.
Allavegnana mega þeir ekki vera jafn viðkvæmir og taugaslappir eins og þeir félagar Ólafur og Sigmundur lýsa hvor öðrum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2016 | 16:01
Menntamálaráðherra er horfinn - eða hvað ?
_________________
Ríkisstjórn Íslands, menntamálaráðherra og fjármálaráðuneyti reka skemmdaverkastarfssemi í skólakerfinu.
Menntamálaráðherra er greinilega á flótta og ef til vill ástæða til að lýsa eftir honum sérstaklega.
Fjármálaráðuneytið virðist vera til skammar í þessu máli.
Allt er þetta ferli í gangi án þess að stjórnarþingmenn kjördæmisins sýni nokkur viðbrögð.
Það er að verða hreint undrunarefni hvað er hér í gangi.
Til þess að það upplýsist þarf að króa menntamálaráðherra af og láta hann standa fyrir máli sínu og ráðuneytanna.
En Illugi er laginn við að láta sig hverfa þegar óþægileg mál skjóta upp kollinum.
![]() |
Verkmenntaskólanum mætt með þögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2016 | 20:52
Ruglstefna menntamálaráðherra.
_____________
Hvað gengur menntamálaráðherra til ?
Og ríkisstjórninn virðist styðja niðurrifsstefnu Illuga.
Það er stórmerkilegt að sjá stjórnarþingmenn NA kjördæmsis sem virðast styðja niðursrifsstefnum menntamálaráðherra.
Frá þeim heyrist ekki múkk þó augljóslega sé verið að drepa VMA vísvitandi.
En af hverju vill menntamálaráðherra drepa öflugasta framhaldsskóla á landinu með stuðningi stjórnarþingmanna kjördæmisins ?
Það er stóra spurningin sem kannski einhver getur svarað.
Það er alveg öruggt að stjórnarþingmenn NA kjördæmis verða dregnir til ábyrgðar í kosningum í haust.
![]() |
Segja skólann nánast gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2016 | 13:33
Lítur forsetaframbjóðandi niður á kassafólk í Bónus ?
( tilvitnun í Ástþór Magnússon )
Hvað meinar frambjóðandinn ?
Er hann að hrósa spyrjandanum ?
Eða lítur hann niður á kassafólk í Bónus og telur spyrilinn ekki hæfan til annars ?
Það væri fróðlegt að vita hvort forsetaframbjóðandinn flokki landsmenn eftir störfum sínum, hæfur, minna hæfur, minnst hæfur ?
Mikið hæfur, meira hæfur, mest hæfur.
En sannarlega vakti þessi samlíking athygli mína.
Óneitalega skynjar maður fordóma í þessari athugsemd en það er kannski misskilningur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2016 | 16:57
Svindlað á neytendum í boði Bjarna Ben.
___________
Þegar það lá fyrir að tollalækkanir voru í spilunum, þá gengu ýmsir á fjármálaráðherra og kröfðu hann svara um hvernig ríkisvaldið ætlaði að tryggja að neytendur fengju afrakstur þeirra í eigin vasa.
Flestir gerðu ráð fyrir að í ljósi sögunnar kæmi lítið af slíkri breytingu til neytenda.
Og fjármálaráðherra skilaði auðu í því máli, pass var sögnin, hann ætlaði bara að treysta því að verslunin stæði við sitt.
Flestum fannst fjármálaráðherra heldur bláeygur í afstöðu sinni og sumir efuðust um að hann væri að segja sannfæringu sína.
Kannski vildi hann að verslunin fengi þetta í vasann, það eru sterkari strengir milli Sjálfstæðisflokks og verslunaráðs en til neytenda.
Og auðvitað gekk það eftir sem spáð var, neytendur fengu nánast ekki neitt af þessum lækkunum, og ekki má gleyma að þetta spilaði rullu í kjarasamningum.
Það breytist fátt á hinu spillta Íslandi, því miður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2016 | 17:34
Því ekki að nota rétt nafn.
Sérkennilegt að tala um að endurbyggja Nasa þar sem þessi salur hýsti skemmtistaðinn NASA í blálokin.
Hér væri rétt að tala um að endurbyggja sal Sjálfstæðishússins í upprunalegri mynd. Það er ekkert upprunalegt við NASA.
Síðan gekk þessi skemmtistaður undir nafninu BLÁA STJARNAN OG SIGTÚN Í framhaldi af því varð þetta mötuneyti Póst og símamálastofnunar og þá gekk þessi staður áfram undir nafninu Sigtún.
Maður fór í hádegismat í Sigtún sem starfsmaður og fékk þar ýsu í floti á mánudögum og steik á fimmtudögum.
NASA var síðan opnað síðla árs 2001.
![]() |
Endurbyggja Nasa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2016 | 15:05
Sérlegur hagsmunavörður sægreifanna.
____________
Sjávarúvegsráðherra er sérlegur hagsmunagæslumaður sægreifa og landbúnðarmilliliða.
Hann lítur á það sem hlutverk sitt að gæta hagsmuna þeirra gagnvart fólkinu í landinu.
Hann er settur í það að sjá til þess að þeir sleppi með sem minnst til samneyslunnar og hafi nokkuð frían aðagang að þjóðarverðmætum.
Þrautþjálfaður hagmunagæslumaður úr heimi kaupfélaganna.
![]() |
Veiðigjöld ekki sanngjörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2016 | 17:14
Tilboð ársins - ókeypis forseti.
Þá liggur það fyrir.
Þjóðin getur valið sér forseta sem kostar ekki neitt.
Vill selja Bessastaði og vinna frítt.
Enda hefur hann það rífleg eftirlaun sem borgarstjóri, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og ritstjóri.
Þetta er það fjandi mikið að hann þarf ekki meira.
Á vinnumarkaði heitir þetta sennilega ólöglegt undirboð.
Svona undirboðsvindl eins og þekkist hjá óprúttnum starfsmannaleigum.
Tilboð sem þjóðin getur ekki látið framhjá sér fara.
Ókeypis forseta í stólinn strax.
![]() |
Kosningabaráttan rétt að byrja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.5.2016 | 18:05
Gott upphaf að nýju Íslandi. Hrunkóngi hafnað.
Kjósendur horfa til Guðna Th. á Bessastaði.
Það er gott að sjá að kjósendur hafna gamla forsætisráðherranum með afgerandi hætti.
Gönuhlaup Davíðs er sérkennilegt og hefði nú einhver trúað að hann væri betur læs á strauma þjóðfélagins.
Fólkið í landinu vill ekki gamla hrunverja og pólíkusa, þegar þeir hverfa úr áhrifastöðum er það gott innlegg í nýtt Ísland.
En einhvernvegin hefði maður reiknað með að Davíð fengi meira fylgi en 15%.
Það segir okkur að góður hluti Sjálfstæðismanna ætla ekki að styðja fyrrum formann sinn.
Aðrir frambjóðendur eru ekki með í baráttunni og undarlegt að einhver sé tilbúinn að eyða miklum fjármunum í vonlaus framboð, en svona er lýðræðið.
![]() |
Tveir þriðju ætla að kjósa Guðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2016 | 17:22
Vandræðagangurinn á iðnaðarráðherra.
____________
Ragnheiði Elínu ráðherra iðnaðarmála gengur illa að ljúka málum.
Leið hennnar í embætti er vörðuð klúðri og árangursleysi.
Nú hefur Hæstiréttur ógilt ákvörðun hennar um eignarnám.
Ástæðan - klúðurleg og óvönduð vinnubrögð.
Landnet hefur fram að þessu fundið sér allt til að hafna jarðstrengjum en nú eru þeir stöðvaðir.
Ráðherrann hefur ekki haft neina forgöngu um að láta þá vinna betur og nú er þetta mál í uppnámi eins og margt í þessu ráðuneyti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 820353
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar