Færsluflokkur: Bloggar

Menntamálaráðherra enn einu sinni í ruglinu ?

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, er efins um að þær breytingar sem boðaðar eru á námslánakerfinu í nýju frumvarpi, séu til þess fallnar að auka jafnrétti til náms. Þær geti komið ákveðnum nemendahópum illa; þeim sem ekki fara í hálaunastörf að námi loknu, doktorsnemum, þeim sem nema við dýra háskóla erlendis og nemendum sem glími við veikindi eða þurfi að hægja á námi sínu vegna barneigna.

_____________

Enn einu sinni er menntamálaráðherra á villigötum.

Hann virðist vera helsti vandi skólakerfisins á Íslandi.

Sama hvað hann tekur sér fyrir hendur, falleinkunn er niðurstaðan.

Nú er það námslánakerfið.

Hver þungaviktarmaðurinn af öðrum mætir og lýsir áhyggjum sínum.

Og enn einu sinni er það jafnrétti til náms sem Illugi Gunnarsson ræðst á.

Menntamálaráðherra er orðinn sérmerktur vandi sem ríkisstjórnin þarf að huga að.

Svona stjórnmálamenn eru hreinlega hættulegir fólkinu í landinu.

Væri ekki ráð að skipta honum út fyrir kosningar, bara fyrir öryggi og samstöðu þó það væri ekki annað.


Kosningabarátta til fyrirmyndar - nema.

Nítj­án pró­sent myndu kjósa Davíð Odds­son og 11% myndu kjósa Andra Snæ Magna­son. Sex pró­sent ætla að kjósa Höllu Tóm­as­dótt­ur og um tvö pró­sent Sturlu Jóns­son. Aðrir eru með minna fylgi, sam­kvæmt frétt Vís­is.

_______________

Það er annar bragur á kosningabaráttunni núna en síðast, að mestu leiti.

Allir frambjóðendur eru til fyrirmyndar nema einn að mínu mati.

Næstum allir ræða framboð sitt og framtíð forsetaembættisins af yfirvegun og skynsemi.

Skiptar skoðanir auðvitað að einhverju leiti.

Einn frambjóðandinn er samt sem áður að reyna að breyta þessari kosningabaráttu í leðjuslag í anda gamaldags flokkastjórnmála.

En það er ekkert að ganga hjá honum, Guðni heldur 60% fylgi en viðkomandi frambjóðandi dalar heldur.

Kannski áttar hann sig að að hann er með kolvitlaust upplegg sem virkar nákvæmlega ekki neitt.

Hver veit.


mbl.is Guðni með rúmlega 60% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það skiptir máli hvernig forseta við fáum.

 

2016 Davíð  

 

 

  Þessi mynd gengur á netinu.

  Sýnir okkur staðreyndir málsins.

  Nú þegar er kosningabaráttan utan þess sem mér finnst ásættanlegt, skrifast á einn ákveðinn frambjóðanda.

  Að forsetaefni framtíðarinnar séu að karpa um fortíðina er hallærislegt og móðgun við kjósendur.

Nú þarf að hugleiða vel hvar meður setur atkvæðið sitt.

Ég ætla að kjósa taktiskt til að gera mitt til að koma í veg fyrir alvarlegt óhapp.

Það skiptir máli hver er forseti og fyrir hvað hann stendur.

Ég vil ekki að bitrir fyrrum stjórnmálamenn séu fulltrúar fólksins á Íslandi í framtíðinni.

Ég vil forseta sem er fulltrúi framtíðarinnar og tali þátt í að móta Ísland fyrir afkomendur mína.  

Annað væri alvarlegt óhapp og við höfum fengið nóg af slíkum " óhöppum "

 


Norðurorka verður að fjarlægja spennistöðvar af lóðum heimahúsa.

2016 spennistöð2016 spennilstöð 2

   Norðurorka er með fjölda spennistöðva um allan bæ. Allar nýrri spennistöðvar eru á stöðum sem halda þeim fjarri heimalóðum bæjarbúa.

 

Víða eru enn gamlar spennistöðvar sem eru staðsettar á fráleitum stöðum miðað við þekkingu og nútímahugsun.

Ein af þessum gömlu spennistöðvum er staðsett á lóðinni hjá mér í Ránargötunni.  Það erum örfáir metrar frá þessar stöð að herbergisgluggum húsanna í kring.

Ef Norðurorka væri að vinna í takt við nútíma kröfur þá lægi þegar fyrir áætlun um að þessar stöðvar verði fjarlægðar og komið fyrir á stöðum fjær íbúunum.

En mér vitanlega er engin slík áætlun í vinnslu hjá Norðurorku og meðan íbúar þegja þunnu hljóði gerist ekki neitt.

Það er því orðið tímabært að íbúar í hverfunum vekji stjórn Norðurorku og taki upp viðræður um framtíðarskipan þessara mála í framtíðinni.

Ég vil leggja mitt af mörkum með að fara formlega fram á við stjórn Norðurorku að spennistöðin við Ránargötu - Ægisgötuhúsin hverfi á næstu mieserum.

Bréfið er þegar í smíðum.

 

 


Mesta umhverfisslys í sögu landsins.

Kárahnjúkavirkjun var hafnað en þá voru ofbeldismenn við völd á Íslandi. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Þeir fylgdu engum leikreglum og sniðgengu bæði vísindalegar og lýðræðislegar leikreglur. Siv Friðleifsdóttir sneri úrskurðinum við. Virkjunar og framkvæmdamenn, ASÍ og aðrir voru full sáttir við að þannig væri landinu stjórnað. Lagarfljótið var ekki eyðilagt óvart, það var eyðilagt vísvitandi af spilltum stjórnmálamönnum sem virtu ekki leikreglur samfélagsins, virtu ekki faglega ferla og þoldu ekki upplýsta umræðu. Við skulum ekki gleyma því að mönnum var hótað, menn voru beittir þrýstingi. Þetta eru sömu menn og settu Ísland á hausinn svo það þarf ekki neitt að koma á óvart,

( Pressan 2013 )

Árið 2013 var þessi frétt í Pressunni.

Þar rifjar Andri Snær upp gerð Kárahnjúkavirkjunar og það risavaxna umhverfisslys sem gerð hennar hefur valdið á Héraði og nágrenni.

Um þetta umhverfisslys, ef slys ætti að kalla, hefur ríkt sannkölluð grafarþögn.

Auðvitað var þetta ekki slys, þetta var vísvitandi gjörningur, framkvæmdur af skammsýnum og gráðugum stjórnmálamönnum sem tók engu tali, þótt þeim væri sannarlega bent á áhættuna.

Lagarfljót er dautt, Fjótsdalur og Hérað eru ekki söm og atburðarás við ströndina liggur í þangargildi.

Nú er einn þessara stjórnmálamanna í framboði til forseta og skemmtilegt að þar skuli þeir hittast, greinarhöfundur og stjórnmálamaðurinn fyrrverandi, einn af helstu ábyrgðarmönnum græðgisvæðingar Íslands..

Það gæti gefið tilefni til fjörugra umræðna.

En ætli við höfum lært eitthvað af þessum ábyrgðarlausa gjörningi ?

Vonandi.

En öruggglega ekki stjórnmálamaðurinn fyrrverandi.


Framsóknarmenn svíkja ?

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sagði rétt í þessu í ræðu á Alþingi að mistök hafi verið að boða til kosninga í haust. Hún bætist því í hóp Framsóknarmanna sem telja enga þörf á að kjósa í haust eins og almenningi hefur verið lofað. Í það minnsta blekktur til að halda að því hafi verið lofað.

______________

Fólkið í landinu hrakti SDG úr embætti en því hafa Framsóknarmenn gleymt.

Búið er að boða til kosninga í haust, héldu allir.

Sjálfstæðismenn eru áveðnir í að standa við þær yfirlýsingar enda staða þeirra að lagast í skoðanakönnunum.

En Framsóknarmenn eru tvístígandi þrátt fyrir að núverandi forsætisráðherra fullyrði að svo verði.

Formaður Framsóknar og margir þingmenn eru ekki í sama gír og forsætisráðherra og tala alveg þvert á það sem hann er að fullyrða.

Hugur Framsóknarþingmanna stendur til að svíkja yfirlýsingar um kosningar í haust og kemur kannski ekki á óvart þegar þeir eiga í hlut.

En hvað það þýðir fyrir flokkinn að formaður hans og þingmenn hafa allt aðra stefnu og skoðanir en varaformaður og forsætisráðherra hafa.

Formaður virðist því leiða andstöðu við stefnu varaformannsins.


Gjaldþrotastefna menntamálaráðherra.

Það geng­ur ekki til lengd­ar að hafa Rík­is­út­varpið á aug­lýs­inga­markaði og það verður ekki kom­ist hjá því að Alþingi taki af­stöðu til þessa máls. Þetta sagði Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, á Alþingi í dag.

________________

Menntamálaráðherra Illugi Gunnarsson rekur harðsvíraða gjaldþrotastefnu.

Framhaldsskólar landsins ramba á barmi gjaldþrots, þökk sé Illuga og fjármálaráðueneytinu.

Nú vill ráðherrann svipta RÚV stórum hluta tekna sinna.

Svona ráðherrar eru á við hraustlega engisprettufaraldra.

Hvar sem þeir fara skilja þeir eftir sviðna jörð og stofnanir í sárum.

Illugi Gunnarsson er búinn að valda ómældu tjóni í ráðherratíð sinni.

Merkileg staðreynd að Framsóknarflokkurinn styður ráðherrann í þessari skógarferð.

Væntalega brosir helsti andstæðingur þessara stofnana, Vigdís Hauksdóttir hringinn.

Þetta fellur alveg að hennar sýn og stefnu.

Nú er kominn tími til að tengja Illugi.

Hætta þessu eða hætta sjálfur.

 


mbl.is Vill RÚV af auglýsingamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðkur í mysunni ?

Helgi nefndi að marg­ir hefðu haft ástæðu til þess að ætla að þýski bank­inn hafi ekki verið raun­veru­leg­ur kaup­andi Búnaðarbank­ans, held­ur hefði hann verið lepp­ur fyr­ir ís­lenska aðila. Þessi er­lenda fjár­fest­ing, sem svo var kölluð, hefði ekki verið er­lend fjár­fest­ing, held­ur ís­lensk­ir pen­ing­ar og jafn­vel fengn­ir að láni úr sömu rík­is­bönk­um og verið var að selja.

_________________

Maðkur í mysunni ?

Sennilega, og marga hefur grunað það frá upphafi.

S-hópurinn hefur löngum verið tengdur við Framsóknarflokkinn og ÓÓ ekki síður.

Lykilárið 2003 gaf sami ÓÓ Framsóknarflokknum húsnæðið við Hverfisgötu.

Það var rausnarlegt að viðskiptajöfrinum.

Það er gott að eiga góða að.

þessi mál þarf að kryfja til mergjar og vonandi verður Vigdís Hauksdóttir jafn áhugasöm um það og einkavæðinguna hina seinni eins og hún er mjög áhugaöm um að verði skoðuð vandlega.


mbl.is „Upp komast svik um síðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gengur Sigmundi til - er hann ekki formaður Framsóknar ?

Kjör­dag­ur í haust er ekki einka­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það er með öllu óþolandi að starfs­stjórn Sig­urður Inga Jó­hann­es­son­ar hafi ekki tekið af all­an vafa og sett niður dag­setn­ingu fyr­ir þing­kosn­ing­ar líkt og boðað var 5. apríl. Síðan eru liðnar sjö vik­ur.

_________________

Ekkert hefur heyrst af kjördegi enn sem komið er og undarlegt að það skuli ekki vera afgreitt.

Nú sprettur formaður Framóknarflokksins upp og kemur með enn eina furðuyfirlýsinguna einmitt í sínum gamla anda.

Ekkert nýtt að hann tali á skjön við flesta, líka eigin flokksmenn.

Hann gefur þá yfirlýsingu að ekkert liggi á kosningum og það er á honum að skilja að hann vilji ekki kjósa í haust.

Það voru dálítið vandræðaleg svör stjórnarherranna þegar þeir voru spurðir um þessa yfirlýsingu, sérstaklega var Sigurður Ingi lúpulegur.

Auðvitað á að kjósa í haust, og auðvitað styður hann SDG sem formann flokksins.   Reyndar er það furðulegt hvað þingmenn Framsóknar eru undirgefnir formanni sem hefur stórskaðað Framsóknarflokkinn og ríkisstjórnina en hvað með það.

Skrítnar yfirlýsingar í sömu setningunni nánast SIJ.

Auðvitað vill SDG ekki kosningar í haust. Fyrirséð er fylgishrun Framsóknar og hætt við að valdatíð SDG sé lokið því varla þorir flokkurinn í kosningar með SDG sem formann.  Væntalega halda þeir þing í haust og skipta um formann því það er þeirra eina von um þokkalega niðurstöðu úr kosningum.

SDG vill kjósa í vor því þá hangir hann lengur á formannsembættinu og kannski gæti landið risið eitthvað hjá flokknum.

En BB er einarður, Sjálfstæðisflokkurinn hefur heldur verið að rísa þrátt fyrir aflandhneyksli og aðrar uppákomur.

Þeir formenn eru sannarlega ósammála núna og kannski sprengir SDG ríkisstjórnina til að fá athygli og von um aukið fylgi.

Hann er í það minnsta farinn að tala út og suður á ný eftir gott hlé.

 


mbl.is Kjördagur ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannúðin sigraði - en naumlega þó.

Al­ex­and­er Van der Bell­en, fyrr­ver­andi leiðtogi Græn­ingja, vann naum­an sig­ur á Nor­bert Hofer í for­seta­kosn­ing­un­um í Aust­ur­ríki. Nor­bert Hofer var for­seta­efni Frels­is­flokks­ins, sem er langt til hægri og hef­ur tekið ein­arða af­stöðu gegn inn­flytj­end­um.

Flest benti til að í fyrsta sinn í áratugi kæmist hægri öfgamaður til valda í Vestur Evrópu.

Að lokinni talningu atkvæða á kjörstað hafði Hofer, sem er hægri öfgamaður af verri gerðinni forskot.

Það forskot hvarf við talningu atkvæða utan kjörfundar sem verður líklega að teljast ánægjuleg úrslit fyrir mannúð og skynsemi.

En naumt var það 50,2% - 49,8%

Van Bellen græningi vann þar með kosningar í Austurríki.

Gömlu valdaflokkarnir studdu Van Bellen og hvöttu kjósendur sína til að mæta á kjörstað og kjósa hann.

Það tókst og hægri öfgamaður náði ekki kjöri í Vestur Evrópu, í bili.

Þróun mála er sannarlega uggvænleg, jafnaðarmenn og hófsamir hægri menn eiga undir högg að sækja víða og öfgaöflin sækja í sig veðrið.

Hvert sú þróun leiðir okkur er stóra spurningin, en ljóst að ef þeir ná fótfestu mun sú Evrópa sem við höfum þekkt síðustu áratugi líða undir lok og ástandið verða eins og það var fyrir seinna stríð.

Stöðugleikinn mun hverfa og hætta á styrjöldum aukast.

Hluti af þessari þróun er að tala niður ESB og sjá þeim samtökum allt til foráttu.

Þó þessi úrslit hafi orðið núna í Austurríki gæti það aðeins verið tímaspursmál hvenær það gerist að skoðanbræður Hitlers, Mussolínis, Frankós og fleiri komast til valda á ný.

Það eru sannarlega vond tíðindi fyrir börnin okkar.

 


mbl.is Hofer játar sig sigraðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 820353

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband