Færsluflokkur: Bloggar
4.7.2016 | 16:23
Skynsemi að aukast í umhverfismálum á Íslandi.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur stöðvað lagningu 220 kV háspennulínu í lofti um Leirhnjúkshraun. Landvernd og Fjöregg kærðu í maí sl. framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps til lagningar loftlínunnar Kröflulínu 4 frá Kröflu að Þreistareykjum.
Mjög áhugaverð staða. Úrskurðarnefnd stöðvar framkvæmdir meðan kæran er til umfjöllunar.
Ef til vill er líðinn sá tími þegar orkufyrirtækin gátu haft sína hentisemi og öll mál voru úrskurðuð þeim í hag.
Það er ekki útséð með hvaða afgreiðslu þessa máls fær, en vonandi er kominn sá tími að náttúran fái notið vafans.
Svona línulögn óneitanlega eyðileggur ásýnd svæðis eins og þarna er.
Ósnortin náttúra og ómenguð víðátta.
Svona línuskógur á ekkert erindi inn á slíkt svæði að mínu mati og vonandi verða lagðar þær skyldur á Landsnet að leita annarra leiða.
Því miður höfðu bæjaryfirvöld á Akureyri ekki þá sýn þegar ákveðið var að eyðileggja ásýnd Glerárgils og skessukatla þar með því að taka Glerána í rör og veita smáfyrirtæki veiðileyfi á dalinn.
Sennilega hefur þó tekist að koma í veg fyrir svona línulögn yfir mynni Glerárdals og yfir Eyjafjarðardal sunnan flugvallar.
Nákvæmlega sambærilegt mál er í vinnslu við Svartá og þar á að gera sambærilega hluti við Svartána eins og bæjaryfirvöld á Akureyri ákváðu með Norðurorku að skemma fólkvanginn á Glerárdal.
Sem betur fer þá er farið að örla á nýrri hugsun í umverfismálum og betur að fyrr hefði verið.
Vonandi hafa menn bein í nefinu til að stíga inn í 21 öldina, það er ekki of seint.
![]() |
Stöðva lagningu Kröflulínu 4 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2016 | 13:20
240 ár á þingi.
Vigdís Hauksdóttir ætlar að hætta á þingi.
Einhvervegnin finnst mér hún hafa verið mjög lengi á þingi, kannski ekki 240 ár, en mjög lengi.
En þegar skoðað er nánar er hún víst búin að vera frekar stutt, ekki nema nokkur ár.
Af einhverjum orsökum hefur mér fundist það langar tími, en tíminn er afstæður, sennilega eins og maður upplifir hann.
Hvað sem öðru líður er þetta skynsamleg ákvörðun hjá Vigdísi, ég held að flestir séu sammála um að nú sé nóg komið og skynsamlegt að hætta sjálf áður en henni verður hafnað af kjósendum.
Sennilega hefur enginn þingmaður átt jafn margar misheppnaðar uppákomur nema ef vera skyldi hennar ástsæli formaður.
Takk Vigdís.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2016 | 17:08
Enn einn Pírati á flótta ?
__________________
Merkileg tíðindi berast þessa dagana úr herbúðum Pírata sem hafa farið með himinskautum í könnunum.
Fyrst hætti Jón, það er langt síðan og ekki tíðindi.
Svo ætlar Helgi að hætta, það eru tíðindi.
Nýjast er svo að Birgitta, reyndasti þingmaður Pírata, ætlar ekki að axla ábyrgð sem ráðherra þótt kjósendur veitu henni brautargengi.
Áður hefur verið minnst á prófkjörsfloppið í NA-kjördæmi.
Einhvernvegin finnst mér og fleirum að þessi starfssemi sé í hálfgerðu uppnámi og þeir alls ekki tilbúnir til að taka þátt í að stjórna þjóðríki.
En það er kjósenda að ákveða hvort þeir reyna.
![]() |
Telur sig nýtast betur sem forseti Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.7.2016 | 09:43
Píratar sundurleitur hópur án forustu.
_____________
Píratar eru sundurleitur hópur án forustu og þannig vilja þeir vera.
Tveir af þremur þingmönnum þeirra sem kosnir voru fyrir þremur árum eru hættir eða ætla að hætta.
Það eiga ekki að vera neinir sérstakir forustumenn á oddinum, þetta á að vera grasrótarstarf á netinu.
Þetta kannski svínvirkar og gerir það gott, það á eftir að koma í ljós.
En sama hvert litið er í hinu æðra lífríki er alltaf einhver forustusauður eða sauðir, þannig gengur þetta fyrir sig hjá náttúrunni og mannfólkinu.
En kannski gengur það vel hjá Pírötum að vera forustulausir með óreynt fólk á oddinum, því stefnan er að menn hætti þegar þeir eru að komast inn í málin
- nema Birgitta, sem er eini Píratinn með framhaldslíf.
![]() |
Helgi Hrafn ekki fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2016 | 07:51
Ráðherra utanríkismála á þunnum ís.
_________________
Maður spyr sig, er það eðlilegt að ráðherra gangi á fund hernaðarveldis og bæti við varnarsamninga bara rétt si svona ?
Minnir óneitalega á það þegar Davíð Oddsson og flokkbróðir núverandi ráðherra, Halldór Ásgrímsson gerðu samning um að setja Ísland á lista hinna viljugu ríkja bara si svona.
Veit ekki hvort hinn sakleysislegi utanríksráðherra geri sér grein fyrir samlíkingunni.
Leitt að sjá hvernig að þessu er staðið.
Núverandi ráðherra sem í sjálfu sér er dálítið græn í starfi er að mínu mati kominn út á þunnan ís.
Það á að ræða svona mál og komast að því hvernig samfélagið svo ekki sé nú talað um Alþingi er jákvætt fyrir frekari hernaðarskuldbindingar fyrir hönd Íslands.
Ráðherra er komin út fyrir valdsvið sitt við að skuldbinda Ísland enn frekar í hernaðarbandalagi.
Er of seint að koma vitinu fyrir ráðherra ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2016 | 16:22
Flokkseigendafélag Pírata í NA kjördæmi.
Stjórnin gerði allt til að tryggja eigin hag, það liggur alveg fyrir, segir Björn Þorláksson blaðamaður sem hafnaði í sjöunda sæti í prófkjöri Pírata í Norðaustur-kjördæmi. Það hafi alls ekki legið á að halda prófkjörið, sem hafi einvörðungu verið auglýst meðal Pírata.
________________
Píratar í NA kjördæmi eru að " lenda " í því sama og flestir flokkar reyna og fá að heyra.
Það verður til svokallað flokkseigendafélag þar sem ákveðnir einstaklingar telja sig réttbornari til valda og áhrifa en aðra.
Viðmiðin eru oft, ég er búinn að vera lengur en þú, ég á meiri rétt en þú, ég er miklu reyndari en þú o.s.frv.
Örfáir einstaklingar tóku þátt í þesssu prófkjöri í Norðaustur kjördæmi.
Góður fjöldi frambjóðenda, 14 stykki en færra um kjósendur, 64 stykki utan frambjóðenda.
Mörgum leikur forvitni á að vita hvernig atkvæði dreifðust á frambjóðendur, hvað fengu t.d. þrír efstu ?
En það sem uppúr stendur og sést á umræðunni að þeir sem voru að skipuleggja þetta, leshópurinn sem var að vinna að þessum málum töldu sig fremsta meðal jafningja og aðrir sem minna hefðu lagt til ættu enga aðkomu.
Þetta er gamalkunnugt eins og áður sagði.
Flokkseigendafélag er orðið staðreynd hjá Pírötum í NA kjördæmi.
Ekkert að því, þekkt í pólitík, þá verður lýðræðið hættulegra og þarf að takmarka það til að þeir útvöldu fái sitt.
Þá væri bara heiðarlegra að stilla upp.
Mest er maður undrandi á hvað fáir tóku þátt, 30 % flokkurinn fær 78 manns í prófkjör.
Merkileg staðreynd og sýnir aðra mynd af þessu en skoðanakannanir.
![]() |
Höfuðábyrgð að tryggja jafnræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2016 | 13:40
Landkynning í boði Innaríkisráðuneytis og lögreglu.
_____________________
Landkynning af þessari gerð er ekki það sem við þurfum á að halda.
Þessi aðgerð var mannfjandsamleg, ófagleg og óskynsamleg.
Það er fróðlegt að vita hver gefur svona fyrirmæli, hreinlega glórulaust og það nánast í beinni útsendingu.
Það var líka leitt að sjá hvað lögreglumennirnir voru í miklu ójafnvægi og beittu mikilli hörku, örugglega óþarfi að koma sér í þá stöðu.
En ný fær allur heimurinn að sjá þetta á internetinu því deilingar eru orðnar mörg þúsund.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2016 | 20:44
Lygar Heimssýnar. Jón og svarti bletturinn á tungunni.
Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar, sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, hélt því fram í fréttum Ríkisútvarpsins um helgina að misskipting auðs væri hvergi meiri en í Evrópusambandinu. Fullyrðingin stenst ekki skoðun, þar sem opinberar tölur sýna að ójöfnuður er einna minnstur í heimi í ríkjum Evrópusambandsins.
____________________
Bretar samþykktu úrsögn úr ESB með minnsta mun.
Að þeim loknum hefur komið ljós að andstæðingar aðildar beittu óheiðarlegum aðferðum og lygin var þeirra helsta vopn.
Meirihluti kjósenda gleypti lygina í þoku þjóðernisofstækis.
Sama er uppi á teningnum hér á landi.
Lygin er löggilt vopn í vopnabúri Heimsksýnar.
Formaður fer þar fremstur í flokki og hikstar ekki einu sinni þó lyginn velli fram eins og fljót á vordegi.
Leitt að hafa svona umræðu í því sem á að vera heiðarlegt Ísland.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2016 | 14:33
Löggan í skítverkum fyrir Útlendingastofnun ?
Voru þeir fluttir úr landi í morgun eftir að lögregla sótti þá í Laugarneskirkju í Reykjavík. Hópur fólks hafði safnast saman í kirkjunni í nótt en hún var opnuð í von um að mennirnir yrðu ekki fjarlægðir á grundvelli kirkjugriða.
_____________
Það er ekki annað hægt en vorkenna lögreglumönnum sem sendir eru inn í kirkju til að draga þar út unglinga með valdi, handjárnaða.
Þetta hlýtur að taka á fyrir lögreglumennina sem einstaklinga.
Að þessu var staðið með smekklausum og lítilsvirðandi hætti.
Hvernig er eiginlega með mannlega þáttinn i þessari stofnun ?
![]() |
Ekki undir lögaldri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2016 | 18:02
Íhaldsamir eftirlaunaþegar eins og Ólafur Ragnar Grímsson
Fyrir það fyrsta er þessi niðurstaða alvarlegasta áfall sem forystusveit Evrópusambandsins hefur orðið fyrir um langa hríð, segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við mbl.is um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi í gær þar sem meirihluti breskra kjósenda greiddu atkvæði með því að segja skilið við Evrópusambandið.
_________________
Það var gamla fólki í Bretlandi, gamla íhaldssama fólkið, sem kaus æsku Bretlands frá Evrópu.
Jafnaldrar forsetans, tóku sér það vald að senda yngri kynslóðir Breta út í óvissuna.
Auðvitað verður maður þröngsýnn og afturhaldssamur þegar kemur að því að maður kemst á seinni hluta ævinnar.
Það sést auðvitað vel á ÓRG sem hefur ekki náð að þróast neitt síðustu áratugi, enn gamli þröngsýni komminn.
Það var fólkið frá fimmtugu og uppúr sem vildi út, yngra fólkið situr síðan uppi með þessar afleiðingar næstu áratugi í verri lífskjörum og áhrifaleysi.
En ÓRG fær tækifæri til að reifa afturhaldsamar skoðanir sínar í tengslum við þetta áfall Bresku þjóðarinnar, sem eldri borgarar þess lands gáfu ófæddum Bretum í vöggugjöf.
![]() |
Mjög góð tíðindi fyrir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 820351
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar