Flokkseigendafélag Pírata í NA kjördæmi.

2016 píratar„Stjórn­in gerði allt til að tryggja eig­in hag, það ligg­ur al­veg fyr­ir,“ seg­ir Björn Þor­láks­son blaðamaður sem hafnaði í sjö­unda sæti í próf­kjöri Pírata í Norðaust­ur-kjör­dæmi. Það hafi alls ekki legið á að halda próf­kjörið, sem hafi ein­vörðungu verið aug­lýst meðal Pírata.

________________

Píratar í NA kjördæmi eru að " lenda " í því sama og flestir flokkar reyna og fá að heyra.

Það verður til svokallað flokkseigendafélag þar sem ákveðnir einstaklingar telja sig réttbornari til valda og áhrifa en aðra.

Viðmiðin eru oft, ég er búinn að vera lengur en þú, ég á meiri rétt en þú, ég er miklu reyndari en þú o.s.frv.

Örfáir einstaklingar tóku þátt í þesssu prófkjöri í Norðaustur kjördæmi.

Góður fjöldi frambjóðenda, 14 stykki en færra um kjósendur, 64 stykki utan frambjóðenda.

Mörgum leikur forvitni á að vita hvernig atkvæði dreifðust á frambjóðendur, hvað fengu t.d. þrír efstu ?

En það sem uppúr stendur og sést á umræðunni að þeir sem voru að skipuleggja þetta, leshópurinn sem var að vinna að þessum málum töldu sig fremsta meðal jafningja og aðrir sem minna hefðu lagt til ættu enga aðkomu.

Þetta er gamalkunnugt eins og áður sagði.

Flokkseigendafélag er orðið staðreynd hjá Pírötum í NA kjördæmi.

Ekkert að því, þekkt í pólitík, þá verður lýðræðið hættulegra og þarf að takmarka það til að þeir útvöldu fái sitt.

Þá væri bara heiðarlegra að stilla upp.

Mest er maður undrandi á hvað fáir tóku þátt, 30 % flokkurinn fær 78 manns í prófkjör.

Merkileg staðreynd og sýnir aðra mynd af þessu en skoðanakannanir.


mbl.is Höfuðábyrgð að tryggja jafnræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 818137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband