Færsluflokkur: Bloggar

Dularfullir ævintýrafjárfestar horfa til Íslands.

Læknisfræðitúrismi hefur aldrei gengið,“ segir Kári Stefánsson. „Eina stofnunin í heiminum sem hefur grætt á læknisfræðitúrisma er Mayo Clinic í Bandaríkjunum og það byggir á ótrúlegum competence í læknisfræði. En þar sem menn hafa reynt þetta annars staðar hefur það aldrei gengið.“

__________________

Allir muna Núbó, kínverja sem ætlaði að byggja ævintrýralega ferðamannaparadís í 300 metra hæð yfir sjávarmáli á Grímsstöðum á Fjöllum.

Mörgum þótti þetta ævintýramennska á hæsta stigi og málið dó.

Nú er nýr ævintýramaður mættur til leiks og eins og í Núbómálinu eru ævintýraþyrstir sveitastjórnarmenn til í tuskið.

Mosfellsbær afgreiddi lóð til málsins á methraða.

Engin hugsun, bara peningalöngun að mínu mati.

Ráðherra heilbrigðismála hefur ekkert heyrt af málinu þrátt fyrir fallega mynd af honum með hagsmunaaðilum. Ekki ósvipað og þegar þáverandi forsætisráðherra, SDG lét mynda sig með fjárfestum sem ætluðu að byggja álver og taka orku á NV landi.

Merkilegt hvað sumir stjórnmálamenn eru tilbúnir að stökkva á vafasama fjárfesta og enn vafasamari fjárfestingar.

En satt að segja eru þessi umræddu áform um hundruð milljarða fjárfestingar og innflutning á ríkum útlendingum til lækninga á Mosfelssheiðum í besta falli fráleitar, ef ekki fullkomlega óábyrgar og hættulegar.

Satt að segja held ég að þetta verði skotið niður snarlega eins og Núbó forðum.

Hans áform virka gáfuleg miðað við þessi ósköp.

Hanna Lára hefur tekið þessi mál til skoðunar og ekki lítur þetta gæfulega út miðað við fyrstu skoðun.

Hlekkur á grein Láru Hönnu á Stundinni.

 


Óheiðarlegur kattarþvottur félagsmálaráðherra.

Ummæli félags- og húsnæðismálaráðherra um að Framsókarmenn hafi staðið í slagsmálum við samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn um framlög til velferðarmála, eru billeg segir þingmaður Sjálfstæðisflokks

__________________

Framsóknarflokkurinn hefur staðið dyggilega að baki Sjálfstæðisflokkins frá 2013.

Framsókn hefur stutt án athugasemda skattalækkanir á auðmmenn, peningaflutninga frá þjóðinni til stórútgerða og fleira í þessum dúr.

Nú skyndilega, korter í kosningar, ætla þeir að láta sem svo að þeim hafi ekki hugnast þessi atburðarás og hafi í reynd aldrei stutt þennan " ljóta " leik.

Skinhelgi Framsóknar er sláandi og að ætla sér að kaupa velvilja kjósenda rétt fyrir kosningar með að stinga samstarfsflokkinn í bakið er dálítið framsóknarlegt.

Satt að segja er þetta afar óheiðarlegt af félagsmálaráðherra þó hún hafi sannarlega rétt fyrir sér hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar.

En hún hefur bara stutt þetta með þögninni fram að þessu og getur ekki þvegið það af sér með jafn ómerkilegum hætti og hún sýnir með þessu upphlaupi.


Lögreglustjórinn í Eyjum styður Sjálfstæðisflokkinn opinberlega.

„Þarna er hún búin að taka af­stöðu með ein­hverj­um ákveðnum stjórn­mála­manni; hún sem á ekki að vera að taka póli­tísk­ar ákv­arðanir held­ur ákv­arðanir byggðar á fag­leg­um og laga­leg­um grund­velli,“ seg­ir Eva Marín. Al­menn­ing­ur eigi að geta treyst því að emb­ætt­is­menn séu hlut­laus­ir. „Að ég tali nú ekki um emb­ætt­is­menn inn­an lög­gæsl­unn­ar, þeir eiga að vera full­kom­lega hlut­laus­ir og fag­leg­ir og ákv­arðanir þeirra byggðar á þeim grund­velli.“

_________________

Er það virkilega þannig.

Sjálfstæðisflokkurinn á Vestmannaeyjar - kannski lögguna líka ?

Flokkurinn hefur þarna 75% fylgi meðan það er 20-25% á landsvísu.

Svolítið eins og þegar Alþýðubandalagið átti Neskaupstað með húð og hári.

Lögreglustjórinn er kominn á grátt svæði að mati fagmanna og trúverðugleiki lögreglunnar þar með minni en áður.

Það er t.d. flokkspólitísk lykt af því að vilja beita þöggun í tengslum við þjóðhátíð.

Þar eru bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins og lögreglustjórinn sammála.

Það er skoðun sem gengur þvert á skoðun fagaðila í þessum málum, og því verður að gera ráð fyrir að hún gangi út frá pólitískri sýn þessara embættismanna.

Sjálfstæðisflokkurinn átti Reykjavík með öllu hérna einu sinni, nú eru fáir staðir sem þannig er komið fyrir í dag, Vestmannaeyjar eru víst þar á meðal.

En stöðunum fækkar, lengi vel átti flokkurinn Reykjanesbæ með öllu en sennilega er það liðin tíð.

Slíkur er minnisvarðinn

 


Nýtt met hjá Gunnari Braga ?

Fé­lag­ar í Smá­báta­fé­lag­inu Hrol­laugi hafa lýst yfir van­trausti á Gunn­ar Braga Sveins­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, og krefjast þess að hann láti af embætti eða að hann verði lát­inn víkja úr embætti.

________

Gunnar Bragi er ráðherra klúðurs og vandræða.

Sennilega hefur hann nú náð að slá persónlegt met, á nokkrum vikum hefur honum tekist að fá flesta smábátasjómenn upp á móti sér.

Ekki margar vikur að baki í embætti sjávarútvegsráðherra.

Þeir hvetja hann til afsagnar og ekki undarlegt.

Merkilegt hvernig þessum ráðherra tekst að fá alla á móti sé með hrokafullri framkomu og ósiðlegum ummælum.

Öllum nema Framsóknarmönnum er það ljóst að þessi ágæti fulltrúi Kaupfélags Skagfirðinga í ríkisstjórininni er ekki starfi sínu vaxinn.


mbl.is Krefjast afsagnar Gunnars Braga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seilst í vasa skattgreiðenda.

Uppnám ríkir um búvörusamningana sem skrifað var undir milli ríkis og bænda í vetur. Ekki er meirihluti um samningana í núverandi mynd á Alþingi en bændur segja að verði of miklar breytingar gerðar þurfi að semja upp á nýtt. Samkvæmt landbúnaðarráðherra er málið hinsvegar stormur í vatnsglasi, hann hefur fulla trú á því að eftir meðför atvinnuveganefndar muni sást ná um samninginn.

___________

Hvaða samningur er þetta eiginlega spyrja sumir.

Þetta er samningur sem hagsmunaaðilar í landbúnaði gera við Framsóknarflokkinn sem ætlast til þess að Sjálfstæðisflokkurinn kvitti fyrir með þeim.

Þetta er samningur um sjálftöku þessara hagsmunaaðila úr ríkissjóði á kostnað okkar skattgreiðenda.

Milljarðar undir.

Milljarðar sem væru betur komnir t.d. í heilbrigðiskerfinu.

Þetta er samningur sem á að gilda í þrjú kjörtímabil.

Þetta er samningur sem tryggir beingreiðslur úr ríkissjóði til valinna greina í landbúnaði.

Sumir þeir sem kvitta undir fyrir hönd bændasamtakanna eiga sjálfir persónulegra hagsmuna að gæta.

Nú æpa þessir sömu hagsmunaaðilar á torgum og krefjast þess að samningurinn sem Framsóknarflokkurinn gerði við þá standi.

6% Framsókn engist þó landbúnaðarráðherra sé borubrattur.

Það er svolítið falskur tónn í brattleikanum, Framsókn dinglar í þessu máli.

Þeir sem vit hafa á þessum málum hafa lýst því yfir að þetta sé 12 ára framlenging á óbreyttu landbúnaðarkerfi.

Kerfi sem flestir eru sammála um að sé úrelt og Ísland endalaust undir smásjá erlendra eftirlitsstofnana vegna EES samnings.

Alþingi á eftir að samþykkja þennan óskapnað.

Þar er ekki meirihluti, Sjálfstæðisflokkurinn þorir ekki að ögra kjósendum svona rétt fyrir kosningar.

Að mínu mati þarf að fara fram rannsókn á efnisinnhaldi þessara samninga og skoða hvort ekki sé búið að framlengja sjálfvirkan straum skattfjár í vasa bænda og ef til vill milliliða.

Alþingi getur ekki samþykkt þennan samning, fyrr en búið er að velta við öllum steinum.

 

 


Framsóknarflokkurinn með allt niður um sig ?

Forsvarsmenn Framsóknarflokks hafa ekki viljað tjá sig um fyrirhugaðar breytingar á búvörusamningunum, sem undirritaðir voru í febrúar. Samningarnir eru komnir í uppnám nú eftir að ljóst er að þingið mun ekki samþykkja þá óbreytta.

____________

Framsóknarflokkurinn er í vanda, ekki bara fylgisvanda þar sem hann er að mælast með rúmlega 6% fylgi.

Búvörusamningar Framsóknarflokksins opinbera þá pólitísku spillingu sem þessi flokkur hefur stundað áratugum saman.

Gerðir eru samningar þar sem þjóðin greiðir fyrir óarðbæra framleiðslu, milljarða á milljarða ofan. Samt kostar kíló af lambakjöti augun úr á Íslandi.

Sennilega 10.000 kall kílóið er tekið er með það sem bændur og milliliðir fá af milljörðum úr ríkissjóði.

MS er skilgetið afkvæmi þessarar stefnu, allir vita hvernig þau mál standa.

Framsókn ætlaði að festa þetta í sessi í 12 ár, þrjú kjörtímabil.

Ef þetta er ekki spilling þá er hún ekki til.

Nú er sjávarútvegsráðherra, þessi sem klúðraði utanríkismálunum byrjaður að klúðra í sjávarútveginum og búinn að gera allt vitlaust.

Líka hjá samstarfsflokknum.

Að færa kvóta strandveiða frá Suðurlandi í eigið kjördæmi er ekki að skora hátt hjá sjómönnum og fleirum, nema kannski í NV kjördæmi.

Staða mála hjá Framsókn núna er.

Þeir tjá sig ekki um málin.


6% forsætisráðherra. Magurt er það.

Er ekki kominn tími til að skila lyklunum?“ Sennilega er þetta frægasta setning Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þau ár sem hann hefur verið í stjórnmálum. Þá fann hann að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Nú má Bjarni beina orðum sínum til þess sem situr við enda ríkisstjórnarborðsins, til Sigurðar Inga Jóhannssonar.

( Sigurjón M Egilsson Hringbraut )

Sigurjón á Hringbraut bendir réttilega á stöðu núverandi forsætisráðherra.

Sennilega hefur flokkur sitjandi forsætisráðherra aldrei mælst neðar í skoðanakönnunum en Framsóknarflokkur með núverandi æðsta strump.

BB benti fjálglega á umboðsleysi fyrri ríkisstjórnar þegar hún var að mælast lágt á síðasta kjörtímabili.

Nú heldur hann umboðslausum Framsóknarflokki við völd, þrátt fyrir að hann sé að mælast með rúm 6%.

En það er víst ekki sama Jón og séra Jón í þessum bransa.

Það hentar honum að bakka upp ónýtan Framsóknarflokk til að geta framlengt eigin setu.

Það væri gaman ef stjórnmálamenn á Íslandi væru dálítið prinsipfastari og heiðarlegri þegar kemur að siðlegum atriðum.

En það er víst ekki þannig, hér sitja Tortólaráðherra sem fastast og rífa sig við kjósendur vogi einhver að minnast á það.

Ísland í dag.

 


Skelfilegar áherslur ríkisstjórnarflokkanna.

Barnabætur hafa lækkað um 200 milljónir að raunvirði á þessu ári og vaxtabætur hafa lækkað um tæplega 3,3 milljarða króna.

_____________

Ríkisstjórn Íslands er vond ríkisstjórn.

Milljarðar hafa verið fluttir úr vaxtabóta og barnabótakerfum til ríka fólksins.

Áherslur í málum öryrkja og aldraðra er skelfilegar.

Fjármagn er markvisst tekið úr bótakerfum og sett til fyrirtækja og þeirra sem mestar hafa tekjur og stærstar eiga eignir.

Þetta er auðvitað til skammar og vonandi átta kjósendur sig á hvað þeir eru að kjósa yfir sig með að velja þessa flokka sem nú setja til valda.

Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart með Sjálfstæðisflokkinn en eftir að ríkisbubbar stálu Framsóknarflokknum með SDG í broddi fylkingar þá hafa þeir smellpassað í ránsherferð Sjálfstæðisflokksins gegn þeim sem minna mega sín.

Það er lífnauðsyn fyrir þessa þjóð að losna við þessar áherslur og láta ekki blekkjast til að kjósa þessa flokka til valda.

Það er ávísun á stefnu eins og við höfum séð frá 2013.


Fylgið komið á hreyfingu.

2016 könnun mmrSjálfstæðisflokkurinn mælist með 25,3 prósent fylgi í nýrri könnun MMR en Píratar 24,3%. Sturla Jónsson mælist með 2% og hækkar mikið frá síðustu könnun. Hann andar ofan í hálsmálið á Bjatri framtíð og er nú aðeins tæpu prósentustigi á eftir þeim flokki. Framsókn lækkar um heil fimm prósentustig.

 Nokkur hreyfing er á fylgi flokka í nýrri könnun MMR.

Stóru tíðindin eru að Framsóknarflokkurinn hrynur úr rúmlega 11 % í rúmlega   6 %

Hin stóru tíðindin eru að það er farið að sjá verulega á því fylgi, sem Píratar voru að mælast með, hæst komust þeir í 35% +. Nú hefur það lækkað um 11% og kannski tengist það vandræðagangi þeirra við hin praktísku atriði.

Listinn í NA kjördæmi er ekki sérlega kjörvænn með eina konu í átta efstu og afar litla þátttöku og áhuga á því sem þeir voru að gera. Kannski eru kannanir að ofmeta raunverulega stöðu flokksins ? Hver veit.

Hver er ástæðan að Framsókn hrynur, ekki gott að segja en hægt að tengja það að SDG birtist á ný og ætlar sér að vera formaður áfram. Ekki verra gisk en hvað annað.

Björt framtíð virðist vera dæmd til að hverfa af þingi, lítið fylgi rýrnar enn.

Sjálfstæðisflokkurinn er að skrölta við sín 25% og haggast lítið þaðan.

Eftir gott stökk Viðreisnar virðist sú þróun hafa stöðvast samstundis og þeir eru að mælast með 6% rétt slefa mönnum á þing samkvæmt því.

VG og Samfó síga rólega uppávið, en rólegt er það hjá Samfylkingunni,þó breyting frá því sem áður var að falla í hverri könnuninni á fætur annarri.

Hvernig ríkisstjórn væri svo hægt að mynda með þessa stöðu eru svo skemmtilegar pælingar ? Kannski lægi beinast við að Sjálfstæðisflokkur og Píratar mynduðu stjórn. Þeir eru stærstir núna.

Það yrði þó að verða á breyting með Píratana sem virðast stefna að því að setja eingöngu óreynt fólk í ráðherrastöður og láta síðan kjósa aftur eftir skamma setu.

Ekki alveg víst að valdaflokkurinn væri tilbúinn í svoleiðis kokkerí.

Fjörugir tímar framundan.

 


Heimssýn fylgist ekki með fréttum.

Heims­sýn, hreyf­ing sjálf­stæðissinna í Evr­ópu­mál­um,seg­ir niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar um út­göngu Breta úr ESB sýna í hnot­skurn hinn mikla vanda sem ESB á við að etja. Mik­il óánægja sé um alla Evr­ópu með ým­is­legt í þróun Evr­ópu­sam­bands­ins, ekki síst vegna þess samruna sem hafi átt sér stað og þess að völd hafi í æ rík­ara mæli verið flutt frá þjóðríkj­un­um til stofn­ana ESB í Brus­sel.

_______________

Jón Bjarnason og afturhaldfélagar hans í Heimsksýn fylgjast ekki með fréttum.

Öllum er ljóst að vandinn er ekki ESB og að Bretland skaut sig í fótinn.

Stærstu málsvarar útgöngu Bretlands eru nú flúnir af hólmi og þora ekki og geta ekki tekist á við afleiðingar mistaka sinna.

Reyndar halda margir því fram að Bretar leiti nú logandi ljósi eftir að sleppa úr þessari prísund og hunsa þjóðaratkvæðið.

Það er staðreynd að á Bretlandi beittu andstæðingar ESB lygi og ómerkilegum málflutningi til að blekkja kjósendur til fylgilags við afturhald og þjóðrembustefnu sína.

Það tókst með naumum meirihluta og vandinn er Bretlands.

Heimskýn beitir sömu meðölum, hræðsluáróður, hálfsannleikur, lygi.

Allt er réttlætanlegt í þeirra augum.

Samt er svolítið skemmtilegt að sjá að þeir kalla eftir að umsókn verði dregin til baka .

Var ekki búið að því Jón Bjarnason og félagar cool

Auðvitað var ekki búið að því þó ráðherra aulaðist til að senda bréf.

Það er Alþingi sem þarf að ákveða þetta með meirihluta atkvæða.

Sá meirihluti er ekki til staðar þó svo Framsókn og Sjöllum langaði mest til að svíkja kosningaloforð sín um að þjóðin réði.

ESB umsókn Íslands er í fullu gildi og bíður þess að gefið verði grænt ljós á áframhaldið.

 

 

 


mbl.is Umsókn Íslands verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 820350

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband