Færsluflokkur: Bloggar

Viðreisn er varadekk Sjálfstæðisflokksins.

Í grein eftir Óttar Guðjónsson, hagfræðing og framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga, í Morgunblaðinu í dag rifjar hann upp það sem hann kallar ærandi þögn um innherjaviðskipti formanns Viðreisnar.

____________

Viðskiptablaðið birtir grein þar sem rifjuð eru upp viðskipti formanns Viðreisnar.

Auðvitað nota Sjálfstæðismenn blaðið sitt til árása á keppinautinn Viðreisn.

En í sjálfu sér er Viðreisn enginn ógn við Sjálfstæðisflokkinn, allir helstu ráðamenn og allir helstu frambjóðendur flokksins eru innherjar úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins.

Greinin í Viðskiptablaðinu sýnir okkar að formaðurinn er með sama gildismat og sömu persónulegu hagnaðarsjónarmiðin og frændur hans og vinir í Sjálfstæðisflokknum.

Umræddur formaður er Engeyingur og hefur lengi reynt að ná árangri innan móðurflokksins án árangurs.

Auðvitað er lítill hugmyndafræðilegur ágreiningur milli Viðreisnar og móðurflokksins. Helst nokkur áberandi mál eins og td ESB málin.

En þegar kemur að stjórnarmyndun eru slík gælumál Viðreisnar engin fyrirstaða, auðvitað taka þeir tilboði Sjálfstæðisflokksins um að verða hluti af ríkisstjórn Íslands, ríkisstjórn sem byggist á hægri gildum og afturhaldi. Hvað gerir maður ekki fyrir völdin, svo ekki sé talað um að þeir sem bjóða manni upp í dans eru gömlu frændurnir og félagarnir.

Viðreisn er hægri flokkur með fullt af fýlu-sjöllum í framboði. Nánast enga aðra.

Viðreisn mun því verða varadekk Bjarna Ben og félaga, frændur eru frændum hollastir.

Atkvæði greidd Viðreisn er því atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum, hvað annað.


Óvissan er í boði Framsóknar.

Karl Garðars­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins boðaði 24. sept­em­ber að hann myndi út­skýra stuðning sinn við Sig­urð Inga í for­manns­kjöri dag­inn eft­ir. Það hef­ur hann ekki gert en er með færslu í dag þar sem hann tal­ar um óvissu­ferð í boði vinstri flokk­anna.

Stefna félagshyggjuflokkanna er skýr, ef menn nenna að lesa hana. Það hefur Karl greinilega ekki gert.

En sannarlega eru óvissutíma og óvissuástand.

Það hefur að mestu verið í boði Framsóknarflokksins sem veit ekki hvort hann er að koma eða fara.

Karl er einn þeirra þingmanna sem hefur lagt sig fram um að bæta í þá óvissu og tekst vel til

Innanmein Framsóknar eru mikil og ekkert lát á.


mbl.is Ekki útskýring heldur óvissuferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt upp í loft hjá Pírötum - eins og vanalega.

Jó­hann Kristjáns­son, kosn­inga­stjóri Pírata, lét í gær af störf­um. Sig­ríður Bylgja Sig­ur­jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Pírata, seg­ir að ástæðan sé sú að ágrein­ing­ur hafi verið um fram­kvæmd kosn­inga­bar­átt­unn­ar. Frétta­blaðið grein­ir frá þessu í dag.

_____________________

Sérkennileg samtök Píratar.

Renna saman reglulega og rífast eins og hundur og köttur, aðallega í fjölmiðlum.

Jóhanna talaði um að smala köttum.

Nokkuð ljóst að ef Píratar stjórna landinu verður það mikil smalamennska aðalega innbyrðis.

Þeir hafa margar og sjálfstæðar skoðanir og vonandi tekst þeim að ná meiri samstöðu í eigin röðum.

Annars verður þetta mikið stríð já þeim ,fái þeir ábyrgð, þar bíða miklu flóknari verkefni en koma sér saman um kosningastefnu. 


mbl.is Kosningastjóri Pírata rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráherrarnir eru að hlaupast undan ábyrgð.

Skól­ar eru sum­ir ábyggi­lega komn­ir í van­skil varðandi raf­magn og hita,“ seg­ir Hjalti Jón Sveins­son, skóla­meist­ari Kvenna­skól­ans, en hann vill meina að mjög þröngt sé í búi hjá fram­halds­skól­um lands­ins./

_______________

Það var ekki hátt á þeim risið, menntamálaráðherra og fjármálaráðherra í gær.

Gerðu sitt besta að hlaupast undan ábyrgð og kenna VMA um þær ógöngur sem skólinn er í.

Létu báðir sem þetta væri eini framhaldsskólinn í landinu sem væri í vanda og það væri af því hann hefði ekki staðið við sitt.

Eins og kemur fram í máli Hjalta Jóns er fjöldi skóla í vanda og eiga ekki fyrir rekstri.

Að mati Illuga og Bjarna er það vafalaust þeim sjálfum að kenna.

Þeir reyna þar með að hlaupast frá þeirri ábyrgð sem hvílir á fjármála og menntamálaráðherra að menntun í landinu gangi eðlilega fyrir sig.

En það er ekki hægt því þeir kumpánar sjá til þess að fjárframlög til skólanna duga ekki fyrir rekstri.

Það er þeim einum að kenna og ábyrð þeirra er mikil.

En þeir eru svo agnar smáir kallar að reyna að kenna öðrum um.

Lágt á þeim risið og menntun í landinu líður fyrir dugleysi þeirra.

 


mbl.is Margir skólar í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábærlega tímasett fjölmiðlaflétta hjá Sigmundararmi Framsóknar.

Formaður Framsóknarflokksins segist finna fyrir miklum stuðningi innan flokks sem utan og er bjartsýnn á gengi sitt í formannskjöri og flokksins fyrir næstu kosningar. Hann var kosinn til forystu í kjördæmi sínu í dag með yfirburðar fylgi. En Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir sætinu hefur ekki trú á framhaldinu og yfirgaf kjördæmisþing eftir að hafa tapað fyrir formanninum.

______________

Það var mikill gauragangur í Framsókn í NA kjördæmi um helgina.

Skjólbrekka nötraði og andstæðingar SDG voru teknir af lífi pólitískt í beinni.

SDG hafði tekist að véla með sér dreifbýlisframsókn og þar virðist enginn sjálfsskoðun eða gagnrýni komast að.

Leiðtoginn er óumdeildur þrátt fyrir allt og allt.

Þetta var frábærlega undirbúinn gjörningur hjá Sigmundararminum.

Gunnar Bragi helsti vikapiltur SDG fékk við sig viðtal í helgarblaði Fréttablaðsins, hreint drottningarviðtal.

Ekki nóg með það heldur fékk umræddur vikapiltur úr Skagafirðinum tveggja tíma þátt á Bylgjunni bara með sér einum, tíminn 8.00 - 10.00 góður tími rétt fyrir kjördæmisþingið.

Eintal án gagnrýni í 120 mínútur, stjórnandinn bara jánkaði og spurði fyrirfram auðveldra og leiðandi spurninga, sennilega samdar vel fyrirfram og í samráði við hönnuð þáttarins.

Þetta er í reynd merkilegt.

Þekkt er að 365 miðlar gera fátt ókeypis og svona einhliða val á þátttakanda og án aðkomu þeirra sem við hann kepptu á þinginu í NA kjördæmi vekur athygli.

Höskuldur og allir hinir sem voru að keppa við SDG áttu enga aðkomu og voru hvergi í þessari furðuuppákomu 365 miðla um síðustu helgi.

Sumir hafa verið að velta því fyrir sér, hver var bakhjarl og hönnuður þessara tveggja þátta í Fréttablaðinu eða Bylgjunni.

Í það minnsta var þetta einhliða og keppinautum var haldi fjarri.

Ekki undarlegt þó einhverjir spyrji, hvaða kom áhugi þessara miðla á vikapiltinum úr Skagafirði, akkúrat á þessum viðkvæma tímapunkti ?

Spyr sá sem ekki veit.


Óstjórn í menntamálum. Ráðherra ábyrgur.

Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, ræddi það á fundinum í morgun að búið sé að loka á fjárframlög til skólans. „Þetta kom upp fyrir helgi. Ég hef verið í sambandi við aðila í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem eru að vinna í þessu máli, en Fjársýslan virðist ekki hafa samþykkt þá ráðstöfun sem samið var um í ráðuneytinu í vor um að fá að dreifa okkar skuld á næstu tvö til þrjú árin þannig að við værum að fá framlög.“

_______________

Enn aukast vandræðin í menntamálum.

Stór hluti framhaldsskóla á Íslandi eru stöðvast vegna óstjórnar ráðuneyta.

Ráðherra er ábyrgur en hann hreyfir hvorki legg né lið.

Farið var í einhverjar málamyndareddingar í síðasta skólaári en ekkert leyst, bara sópað undir teppið.

Fórnarlömbin eru síðan framhaldsskólanemar þessa lands sem sjá menntun sína og framtíðarmöguleika í uppnámi vegna þess að skólanir eru óstarfhæfir vegna fjársveltis.

Svona er Ísland í dag - í boði stjórnarflokkanna fráfarandi.

Aldrei aftur Framsókn og Sjálfstæðisflokk í menntamálin.


Formaður fjárlaganefndar með varaformanninn á asnaeyrunum ?

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar gagn­rýndu harðlega nýja skýrslu sem Vig­dís Hauks­dótt­ir, formaður og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, vara­formaður fjár­laga­nefnd­ar, kynntu í gær um einka­væðingu bank­anna hinna síðari. Þá voru skýrslu­höf­und­ar sakaðir um að mis­nota nefnd­ina í póli­tísk­um til­gangi. „Þetta er ekki skrípa­sa­koma“ sagði þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

_______________

Skýrslumál Vigdísar og Guðlaugs Þórs er orðinn fáránlegur farsi.

Þau boða blaðamenn á sinn fund og skrökva því að þau séu að kynna skýrslu meirihluta fjárlaganefndar.

Það hefur síðan komið í ljós að þessi svokallaða skýrsla er bara heimasmíðað og ósamþykkt plagg.

Hefur ekkert formlegt gildi, bara svona miðskólastíll Vigdísar.

En að Guðlaugur Þór reyndur stjórnmálamaður láti Vigdísi Hauksdóttur draga sig á asnaeyrum í þetta dýki er furðulegt.

Sennilega er hann farinn að átta sig á því.

En þessir þingmenn eiga væntalega von á áminningu frá þinginu, þeir sannarlega misnotuðu nafn fjárlaganefndar í perónulegu stríði við andstæðinga sína.

Slíkt er örugglega fordæmalaust í þeirri mynd sem nú blasir við í stóra Vigdísarskýrslumálinu.


mbl.is „Þetta er ekki skrípasamkoma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fölsun formanns og varaformanns fjárlaganefndar.

Verið er að nota fjár­laga­nefnd í póli­tísk­um til­gangi og það er í hæsta máta óeðli­legt að nefnd­in taki upp mál sem stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hafði áður af­greitt þar sem for­mönn­um fjár­laga­nefnd­ar lík­ar ekki fyrri niðurstaða. Þetta seg­ir Odd­ný Harðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og 2. formaður fjár­laga­nefnd­ar, í sam­tali við mbl.is.

______________

Það er hrein fölsun hjá formanni og varaformanni fjárlaganefndar að leggja skýrslu fyrir fjölmiðla í nafni nefndarinnar.

Þessi skýrsla hefur aldrei verið tekin fyrir í nefndinni.

Þessi skýrsla sem virðist vera hrákasmíð sem formaður fjárlaganefndar hefur verið að dunda við að búa til í eldhúsinu heima.

Að varaformaður nefndarinnar skuli síðan leggja nafn sitt við fúskið er umhugsunarefni.

Stundum hefur maður haldið að varaformaðurinn væri stjórnmálamaður með metnað og ábyrgð.

Að hann skuli stökkva á þennan fúla vagn með formanninum sýnir að ekki er endilega allt sem sýnist.

Þessi uppákoma lýsir vel stjórnmálaferli formannsins, vönduð vinnubrögð eru ekki nauðsynleg, fúsk er í lagi ef á að reyna að koma höggi á pólítíska andstæðinga.

Sorgleg uppákoma og leiðinlegur punktur aftan við stjórnmálaferil sem nú er að enda.


mbl.is Nefndin notuð í pólitískum tilgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 820349

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband