Færsluflokkur: Bloggar
2.1.2017 | 20:07
Hugsjónir til sölu fyrir ráðherrastóla - útsala.
__________________
Eitt aðal hugsjóna og stefnumál Viðreisnar og BF voru Evrópumálin.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú slegið þau út af borðinu og litlu flokkarnir, hækjur íhaldsins láta sér vel líka.
Sjálfstæðismennirnir í Viðreisn eru þar fyrst og fremst vegna afstöðu móðurflokksins í ESB málum.
Nú er það úr sögunni, þeir búnir að selja málið fyrir ráðherrastóla og geta nú snúið heim í Valhöll reynslunni ríkari. Þeir fara með öngulinn í rassinum til baka.
Tilberinn fylgir með, ESB málin, þeirra hjartans mál úr sögunni og einn ráðherrastóll fyrir formanni í staðinn.
Ekki dýrt seldir þegar upp var staðið.
Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar því í reynd einn hvaða mál eru samþykkt og hver stjórnarstefnan verður.
Útsölurnar eru greinilega hafnar.
![]() |
Þjóðaratkvæði ekki stefna flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2016 | 09:20
Björt framtíð - vörusvik ársins.
___________________
Þá er ný ríkisstjórn í burðarliðnum.
Ríkisstjórn hægri aflanna á Íslandi.
Kjósendur púuðu niður slíka stjórn á Austurvelli í vor en mættu síðan í kjörklefana og kusu aðra slíka.
Sjálfstæðisflokknum virðist vera að takast að landa tveimur smáflokkum og ætlar þeim hækjuhlutverk í samræmi við þingstyrk, en Sjálfstæðisflokkurinn á að hafa tögl og hagldir í þeirri ríkisstjórn.
Framundan eru því dagar þar sem hægri áherslur verða í forgangi og þetta kjörtímabil því í reynd bein framlenging á því sem lauk í haust, forréttindahópar í öndvegi, samfélagskerfi í fjársvelti og dulbúinni einkavæðingu komið á í heilbrigðiskerfinu.
Hvað breyttist þá með 20.000 manna fundi á Austurvelli ?
Nákvæmlega ekki neitt annað en Sjálfstæðisflokkurinn losnaði við Framsókn og fékk tvo nytsama sakleysingja með sér til heimabrúks.
Hvað Viðreisn varðar var þetta algjörlega fyrirséð, afleggjari Sjálfstæðisflokkisins fór vitaskuld beint heim, enda passaði frjálshyggjuhugarfar þeirra ekki við miðju og vinstri flokka á Íslandi.
Björt framtíð er aftur á móti furðuflokkur þessara kosninga.
Buðu sig fram í nafni frjálslyndis og miðjustjórnmála.
Runnu síðan inn í hægri flokkinn Viðreisn og máttleysislegur formaðurinn hefur fært Benedikt í Viðreisn fullt forræði yfir stefnumálum og áherslum flokksins. Furðulegt í beinu framhaldi af kosningum og vond svik við kjósendur flokksins.
Björt framtíð var því undir fölsku flaggi í kosningabaráttunni og fjöldi jafnaðarsinnaðra kjósenda kusu flokkinn og björguðu honum frá að hverfa af þingi.
Uppskera þessara kjósenda eru aukinn völd Sjálfstæðisflokksins á Íslandi næstu misseri og mér er stórlega til efs að það hafi verið hugsun þessara sömu kjósenda.
Björt framtíð er því öruggur sigurvegari í keppni um vörusvik ársins.
Ekki annað hægt en vorkenna kjósendum BF fyrir að falla fyrir blekkingunni.
Nytsöm hækja hægri aflanna á Íslandi búin að kasta dulargerfinu og opinberað sig til framtíðar.
![]() |
Þarf að ríkja gott traust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2016 | 18:49
Skrópagemlingur á Alþingi.
Samvæmt fréttum hefur fyrrum forsætisráðherra verið að mestu fjarverandi frá Alþingi síðan í apríl og alveg síðan í október.
Líklega hefur hann fengið á milli 7 og 8 milljónir í laun fyrir þann tíma.
Vinnuveitandi hans, íslenska þjóðin þarf að fá upplýsingar af hverju fyrrum ráðherra stundar skipulögð vinnusvik mánuðum saman.
Það væri búið að reka starfsmann sem svona hagaði sér á vinnumarkaði en ekki þingmann.
Þeir virðast hafa leyfi til vinnusvika án afleiðinga.
Það væri rétt að þessi þingmaður segi af sér þingmennsku og hleypi einverjum að sem vill stunda vinnu með eðlilegum hætti.
Það verður fróðlegt að fylgast með hversu lengi þessi framsóknarfýla mun standa hjá SDG.
Og enn ræðst óvinurinn að honum úr launsátri, fréttamenn skilja ekki að SDG vill bara fá spurningar sem hann velur sjálfur.
Er þetta alveg í lagi ?
Kannski bara.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2016 | 18:41
Algjörlega galið kerfi.
Er hægt að hugsa sér meira ofbeldi gegn neytendum ?
Það eru teknar tugir milljóna af skattfé og notað til að koma í veg fyrir að neytendur og skattgreiðendur gætu notið ódýrara lambakjöts.
Hér er Framsóknarmafían í öllu sínu veldi.
Flott gjöf þessa hundrað ára afturhalds til þjóðarinnar.
Þetta er algjörlega galið kerfi og þarf meiriháttar frost í efri byggðum til að sjá það ekki.
Þessu verður að breyta og svona flokkar og hugsun mega ekki vera til staðar á Alþingi.
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur ríghalda í gamla klíku - Ísland og það væri stórslys ef þessir flokkar komast í ríkisstjórn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2016 | 08:41
Sjálfstæðisflokkurinn ekki klárað kjörtímabil í áratug.
_________________
Þegar maður les þessa grein veltir maður því fyrir sér hvort Sjálfstæðisflokkurinn líti aldrei í eigin barm og nálgist mistök sín af auðmýkt.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki klárað heilt kjörtímabil frá því 2003 - 2007. Það er áratugur síðan flokknum hefur tekist það.
Þessi flokkur ber meginábyrgð á bankahruninu og það er kátbroslegt að fyrrum ráðherra skuli hafa þá sýn að ef hann hefði bara verið með einhverjum öðrum í ríkisstjórn 2008 þá hefði allt farið vel. Þvílík blinda og afneitun, en þetta er bara Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur ekki gert upp sín fortíðarmál.
En af hverju er tregða á því að fara í stjórn með þessum gamalgróna valdaflokki ?
Það þarf bara að skoða þá mannfjandsamlegu ríkisstjórnarstefnu sem fráfarandi ríkisstjórn rak og rekur enn eins og sjá má á fjárlagafrumvarpinu.
Síðasta ríkisstjórn hefur spilað flestar sameiginlegar stofnanir okkar í fjármálalegt þrot, skólar, Landhelgisgæsla, Vegagerð, sjúkrahús, svo mætti lengi telja.
Samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins blæða vanalega fyrir stamstarf við hann varðandi fylgi og eins og sjá má hrundi Framsóknarflokkurinn og mörg slík dæmi eru um útreið flokka sem stíga inn í björg Valhallar.
Gæti huganlega verið að Sjálfstæðisflokkurinn sé verri kostur til samstarfs en þeir halda sjálfir ?
Það skyldi þó aldrei vera.
![]() |
Katrín og Bjarni stjórni landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2016 | 17:06
Fjármálaráðherra í ruglinu.
____________
Betur á flestum sviðum segir fjármálaráðherra.
Landhelgisgæslan þarf að segja upp áhöfn varðskips og losa sig við eina þyrlu.
Atlaga fjármálaráðherra að öryggi landsmanna.
Vantar 11 milljarða í rekstur heilbrigðiskerfisins. Minnir að sami fjármálaráðherra hafi talað um að gefa í þar.
Framlög til háskóla hækka " lítilega "
Skólakerfi landsins á heljarþröm í boði fjármálaráðherra og fallinnar ríkisstjórnar.
Ríkið svíkur sveitarfélög um milljarða á hverju ári, standa ekki við skuldbindingar og samninga. Allt í boði fjármálaráðherra.
Svikin varðandi fjárframlög til Vestfjarðaganga fara ekki framhjá neinum. Allt í boði fjármálaráðherra.
Fjárframlög til aldraðra og öryrkja líillega bætt þannig að þeir sem búa einir fá lítilsháttar lagfæringu, aðrir ekkert. Allt í boði fjármálaráðherra.
Svona mætti lengi halda áfram.
Eitt ætlar BB þó að standa við.
Skattalækkanir, á rétta fólkið.
Það á líka að auka álögur á sjúklinga umfram áætlun samkvæmt fréttum.
Það er hreint forgangsmál að stjórnmálamenn með svona sýn verði ekki við völd.
Það væri stórskandall að BB og félagar hefðu einhver áhrif næstu árin.
![]() |
Endurreisn Íslands vel á veg komin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2016 | 14:24
Engeyjarvaldið og hækjan.
Stjórnarmyndunarviðræður hafnar.
Stóra spurningin sem kjósendur spyrja sig, er Engeyjarvaldið í Sjálfstæðisflokknum búið að finna sér þægilega hækju til að styðjast við í meirihlutaviðræðum og ríkisstjórnarmyndun.
Flest bendir til að svo sé, Björt framtíð virðist reiðubúinn að ganga í björg Valhallar eins og Ólafur forðum.
Liljurós BF hefur söðlað um og er reiðubúinn að þóknast álfkonunni eins og forðum í þjóðsögunni.
Björt framtíð hefur sýnt það að hún er mjög höll undir hægri pólitík og enginn munur er á þeim og Sjálfstæðisflokknum í meirihlutum í Kópavogi og Hafnarfirði.
Þessir fjórir þingmenn BF eru því tilvalin hækja fyrir Engeyjarpeyjana sem ætluðu sér alltaf að fara þessa leið þó annað væri sagt til að blekkja kjósendur.
Það tókst og því erum við líklega að fá þá mestu hægri stjórn sem um getur frá lýðveldisstofnun.
En svona kusum við...gamla Ísland og gömlu valdhafana þrátt fyrir alla þá spillingu og óheiðarleika sem birtist okkur á síðasta kjörtímabili.
Og svo bíður Framsókn átekta því næsta víst er að þessir flokkar hafa tryggt sér stuðnings Framsóknar bak við tjöldin.
Til hamingju Ísland.
![]() |
Funda í fjármálaráðuneytinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
______________
Næstu daga mun það koma í ljós hvort það voru kjósendur B.F, Viðreisnar eða Vg sem tryggja áframhaldandi valdastöðu Sjálfstæðisflokksins á Íslandi.
Hvor það var nákvæmlega það sem kjósendur þessara flokka höfðu í huga er óvíst.
Sennilega alls ekki.
Eins og staðan er núna er það líklegast að BF og Viðreisn stökkvi á vagninn. Þá verður til mesta hægri stjórn í langan tíma enda Viðreisn ekkert annað en klofningur úr Sjálfstæðisflokkum með valdamenn þaðan í lykistöðum og væntalegir ráðherrar.
BF er hálfgert rekald sem flýtur með af því Sjálfstæðisflokkarnir þurfa hækju.
Svo er það hinn möguleikinn sem er þó fjær að mínu mati.
Mun VG stökkva til og redda þjóðinni þegar stefnir í óefni að þeirra mati.
Þetta mun koma í ljós næstu daga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2016 | 12:08
Óstöðugleiki mun einkenna næsta kjörtímabil.
Það er hátt flækjustig í því sem kom upp úr kjörkössunum.
Sjö flokkar, misjafnalega ljóst fyrir hvað þeir standa og enn óljósara hvernig þeir munu standa að málum að nýju Alþingi.
Gamli " fjórflokkurinn " er þarna enn en vægi hans minna en nokkru sinni.
Nýju flokkarnir eru óljós stærð og algjörlega óljóst hvernig þeir munu verða í virku stjórnmálaumhverfi.
Píratar eru greinilega ekki tilbúnir að fara inn í þetta af fullum þunga, tilbúnir að vera á hliðarlínunni og aðstoða til vinstri.
Björt framtíð er algjörlega óskrifað blað í samstarfi, það eina sem sést hefur til þeirra er að þeir reyna að vinna á miðjunni með misjafnlega góðum árangri. Hægri áherslur þeirra í bæjarstjórnum eru þekktar.
Viðreisn er og verður útibú úr Sjálfstæðisflokknum. Þeir eru hægri flokkur með hægri áherslur þó þeir hafi reynt að breiða yfir nafn og númer í kosningunum, með góðum árangri.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnarmyndunarumboðið. Ef Bjarna tekst að mynda hægri stjórn með Viðreisn og BF auk hlutleysis hluta Framsóknar verður sá meirihluti óstöðugur og veikur þrátt fyrir þokkalegan meirihluta.
Þarna inni eru ólíkindatól sem geta orðið erfiðir í smölun eins og kettirnir hjá Jóhönnu.
Ef VG fer með Sjálfstæðisflokknum og þriðja flokki mun það ekki endast nema VG láti það eiga sig að hafa skoðanir á ýmsum málum, td einkvæðingaráformum Sjalla og afsláttum til þeirra ríku.
Það er hægt að velta fyrir sér ýmsum stjórnarmyndunarmunstrum en niðurstaðan verður alltaf óstöðugleiki og útþynnt málefnaskrá.
Þrír til fjórir flokkar á Íslandi munu seint koma sér saman um hin ýmsu mál, sérstaklega ef Sjálfstæðisflokkur leiðir.
Þingmenn hinna flokkanna munu verða mjög uppteknir við að marka sér sérstöðu í óvinsælum málum með eigið pólitíska skinn að leiðarljósi.
Það er því allt útlit fyrir mikinn óstöðugleika á Íslandi næstu árin, sama hvernig ríkisstjórn 1 mun líta út.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2016 | 15:39
Íhaldsstjórn VG, Sjálfstæðísflokks og Framsóknar ?
Stjórnarmyndunarviðræður eru ekki hafnar, BB hefur þreifað á öllum formönnum og er á leið til forseta til að gera grein fyrir stöðu mála.
Mest hefur verið talað um stjórn D-C-A, þó svo formenn C-A slái úr og í.
Auðvitað langar Engeyjar-Bensa að vera aðal og formaður A hefur talað á allt öðrum nótum fram að þessu.
Nú er farið að tala um stjórn D-V-B sem væri hrein íhaldsstjórn.
Þessar viðræður fara marga hringi áður en kæmi að því en hugmyndin ekki eins fjarlæg og mætti ætla.
Formaður VG hefur sagt stefnu flokkanna fjarri hvor annari en er það reyndin ?
Þessir flokkar eru mjög sammála í stórum málum. Einangrun á alþjóðavettvangi, óbreytta mynt, óbreytt landbúnarkerfi, óbreytt fiskveiðikerfi.
Stóru línurnar eru samhljóða, annað mætti semja um á meðalnótum.
Framsókn er til í hvað sem er og SDG og stuðningsmenn hans settir á ís.
Það skyldi þó aldrei enda þannig að við fengjum íhaldsstjórn sem væri sammála um óbreytt ástand.
Ekkert ósennilegt í ljósi stöðunnar.
Kjósendur hrökktu burtu gömlu stjórnina og forsætisráðherrann en kusu í reynd yfir sig sömu flokka og sömu fyrirgreiðsluöflin, hver hefði trúað því í vor sem leiða þegar 20.000 manns mótmæltu á Austurvelli.
![]() |
Allir finna til ábyrgðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 820349
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar