Færsluflokkur: Bloggar
14.7.2017 | 11:28
Sjálfstæðisflokkurinn hækkar skatta í djöfulmóð.
Samgönguráðherra skoðar hvort hefja eigi gjaldtöku á öllum samgönguleiðum út frá höfuðborgasvæðinu vegna brýnna vegaframkvæmda sem kosti hundrað milljarða. Með gjaldtöku megi fara í tugmilljarða framkvæmdir í vegakerfinu árlega næstu árin. Náist samstaða á þingi verði hægt að hefja framkvæmdir strax á næsta ári.
Einu sinni barðist Sjálfstæðisflokkurinn gegn meintri ofursköttun vinstri flokkanna.
Það er löngu liðin tíð og forustumenn Sjálfstæðisflokksins leita allra leiða til að seilast ofan í vasa almennings og fyrirtækja.
Þeir eru í reynd orðnir ofurskattaflokkur Íslands og enn skal haldið áfram.
Allir muna hækkun flokksins á matarskattinum, skattlagning sem lagðist af fullum þunga á heimilin þrátt fyrir kattarþvott flokksins þar sem vístað var í lækkanir á vörum sem hver og einn kaupir tvisvar til þrisvar á lífleiðinni. Nei, þetta var brútal skattahækkun.
Hækkun á virðisaukaskatti í ferðaþjónustu er fyrirhuguð eins og öllum er kunnug.
Nú er nýjasta skattaútspil Sjálfstæðisflokksins.
Veggjöld á vegi að og frá höfuðborgarsvæðinu, þar ætlar samgönguráðherra að ná í milljarðatugum úr vösum landsmanna, sérstaklega höfuðborgarbúa til að fjármagna vegagerð næstu ára.
Flestum finnst nú nóg um skattlagningu á umferð, himinhá gjöld á eldneyti svo ekki sé talað um hið tímabundna gjald á ökutæki sem nú hefur verið í yfir 20 ár.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf þóst vera á móti sköttum og fara ekki í gegnum neina kosningabaráttu án þess að minna á það. Myndin að ofan er einmitt frá slíku frá 2013 þegar ungir Sjálfstæðismenn voru að minna á hvað flokkurinn væri frábær í skattalækkunum.
Sjálfstæðisflokkurinn siglir oftast undir fölsku flaggi.
Það á svo sannarlega við í skattamálum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2017 | 13:58
Flughlað á Akureyri í bið næstu árin.
Forstjóri Isavia, segir að ef forgangsraða þurfi fé í flugvelli landsins sé margt brýnna en nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli. Um 800 milljónir króna þurfi til að ljúka þar framkvæmdum. Búið er aka tæplega 150 þúsund rúmmetrum af efni úr Vaðlaheiðargöngum í flughlaðið
Þá vitum við það, ekki stendur til að gera nokkurn skapaðan hlut í framkvæmdum við flughlað á Akureyri.
Bæjarbúar munu því þurfa að horfa upp á óhrjálegt nærumhverfi flugvallarins næstu árin. Kannski var ekki skynsamlegt að moka þarna niður gríðarlegu magni af uppfyllingarefni ef það á standa þannig næstu árin eða kannski áratugina.
Isavía hefur talað, Akureyri er aftarlega á forgangslistanum.
Ef það verður með þeim hætti sem forsvarsmaður fyrirtækisins talaði verður flughlað á Akureyri ekki á veruleika næsta áratug, nema pólitíkin blandi sér í málið.
Reyndar hefur maður enga trú á því, það sem frá þingmönnum núverandi stjórnvalda, svo ekki sé talað um fjármálaráðherrann, er það innhaldslaust kjaftæði, hugsað til að friða augnablikið.
Tvenn slæm tíðindi fyrir Akureyri síðstu vikuna.
Engin skophreinsistöð - ekkert flughlað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2017 | 18:33
Skolpmengun og fjölmiðlar.
Mörg ár gæti tekið að laga fráveitukerfi Akureyringa svo mengun af völdum saurgerla haldist innan viðmiðunarmarka í sjó við strendur bæjarins. Nýleg sýnataka heilbrigðiseftirlitsins sýndi of háan styrk saurkólígerla og er það í þriðja sinn sem styrkurinn er yfir viðmiðunarmörkum.
Þessi frétt um fráveitumál við Eyjafjörð birtist fyrir tveimur árum á Visir.is.
Síðan þá hefur lítið gerst í þeim málum á Akureyri og við Eyjafjörð. Norðurorka tók við þessum málaflokki af sveitarfélaginu og vonir voru bundnar við að það setti málin af stað.
Í mjög stuttu máli, ekkert tilboð barst í byggingu fráveitustöðvar í Sandgerðisbót og ákveðið að slá málið af þar til þensla minkaði á byggingamarkaði og kannski von til að fá einhverja til að byggja.
Því miður eru litlar líkur til að það gerist næstu misseri eða ár. Fráveitumál á svæðinu munu því enn vera langt frá því ásættanleg.
Ég fór að hugleiða þessa stöðu þegar allt fór á annan endan í fjölmiðlum vegna bilunar í fráveitustöðinni við Faxaskjól. Slæmt mál að sjálfsögðu og mælingar sýndu allt að því 8.000 saurkóligerla í hverjum 100 ml af sjó.
Fulltrúi heilbrigðiseftirlits lét þess getið að magn þeirra í Tjörninni í Reykjavík væri enn hærra en engin fjölmiðill sýndi því áhuga.
Þeir voru fastir í Faxaskjólinu.
Enginn fjölmiðill hefur reynt að rýna þessi mál á landsbyggðinni þar sem ástandið er víðast þannig að engin hreinsun á sér stað.
Hér við Eyjafjörð hafa þessi sýni farið upp í tæplega 80.000 á hverja 100 ml af sjó sem er 100 x það sem mældist við höfðuðborgina. Slæmt en enn verra er ástandið hjá okkur sem þurfum að þola þessa stöðu allan ársins hring, misjafnlega mikið eftir árstíðum. Í Reykjavík er þetta tímabundið ástand á afmörkuðu svæði en við Eyjafjörð er þetta viðvarandi ástand. Sama má segja um flesta aðra staði, sem dæmi mætti nefna Selfoss.
Stundum furðar maður sig á áherslum og þröngsýni fjölmiðla þegar þeir komast í HASAR mál, væri frábært ef þeir víkkuðu út þessa umræðu og tækju landið fyrir.
En það er ekki HASARMÁL, þess vegna hafa þeir engan áhuga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2017 | 10:44
Stjórnarþingmenn NA kjördæmis ónýtir ?
Áætlað er að það þurfi 175 þúsund rúmmetra af efni í flughlaðið. Á síðasta bæjarráðsfundi Akureyrarbæjar var rætt um stöðuna á framkvæmd við flughlað á Akureyrarflugvelli. Bæjarráð Akureyrar skorar á fjármálaráðherra og og ríkisstjórn að úthluta fjármagni í fjárlögum til þess að klára flughlaðið við Akureyrarflugvöll.
Flughlaðið á Akureyrarflugvelli er að verða sorgarsaga í boði stjórnarflokkanna.
Engu fjármagni er veitt í verkefnið og svæðið því sundurtætt og ekkert að gerast.
Meðan sumir stjórnarþingmenn Sjálfstæðisflokksins eru í fjölmiðlum aftur og aftur um málefni fjarri kjördæminu heyrist ekki múkk í þeim varðandi Akureyrarflugvöll.
Satt að segja fá núverandi stjórnvöld og stjórnarþingmenn kjördæmisins fullkomna falleinkunn í málefnum Akureyrarflugvallar.
Vondandi fara þeir að girða sig í brók og sinna fjármögnun flugvallarins af sóma, það varðar ekki síst öryggismálin því allir vita að flughlaðið er á undanþágu hvað það varðar.
Svo státar kjördæmið af fjármálaráðherra en þaðan er engin von að nokkuð komi, hann snýst bara í hringi og hefur engan áhuga á þessu máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2017 | 12:45
Vegakerfið að hrynja í boði fjármálaráðherra og félaga.
fundargerð tekur byggðaráð undir áhyggjur íbúa og segir að ástandið sé fyrir löngu orðið óboðlegt og skapi stórhættu. Úrbóta sé þörf svo ekki komi til fleiri stórslysa á þessari leið.
Stöðugt berast fréttir af óboðlegu ástandi þjóðvega á Íslandi.
Þar bera stjórnvöld mesta ábyrgð, sérstaklega fjármálaráðherra sem forgangsraðar takmörkuðu vegafé og svo ríkisstjórninni sem sker fjárveitingar til vegamála við nögl.
Í vikunni hafa borist fréttir af hrikalega slæmu ástandi vega á NA horninu og nú er fjallað um Vatnsnesveg sem er fjölfarin ferðamannaslóð.
Forsætisráðherra gumar af blómlegum ríkisbúskap og á meðan berast fréttir af fúnum innviðum og aðgerðarleysi í stórum málaflokkum, m.a í vegamálum.
Handónýt ríkisstjórn sem forgangsraðar í þágu stóreignamanna, það er sú staðreynd sem þjóðin býr við núna.
![]() |
Vegurinn sé stórhættulegur og óboðlegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2017 | 09:19
Nýr dómstóll með pólitíska misbeitingu í veganesti ?
Nýtt millidómstig á Íslandi var gleðiefni.
Nú hefur dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins búið svo um hnúta að veganesti þessa nýja dómstjóls er grunur um pólitíska misbeitingu og spillingu.
Ekkert hefur komið fram sem afsannar þennan grun og örugglega mun verða á það reyna fyrir dómstólum hvort þessi embættisfærsla stenst.
Sjálfstæðisflokkurinn er gjörspilltur stjórnmálaflokkur og stefna hans gengur út að að hafa völd og áhrif í öllum kimum þjóðfélagsins. Þannig hefur það verið í áratugi. Líka í dómsvaldinu.
Von um nýtt Ísland hefur beðið nokkurn hnekki og þar á Sjálfstæðisflokkurinn mestan þátt eins og vanalega. Meint pólitísk misbeiting dómsmálaráðherra er enn einn kubbur í spillingabók stjórnmálanna á Íslandi.
Fleiri mál tengd Sjálfstæðisflokknum hafa verið að dúkka upp að undanförnu og síðast meint fyrirgreiðsla flokksins við handvalda lögfræðistofu.
Og Sjálfstæðisflokkurinn er í góðum málum.
Tvær viljalausar flokkshækjur skrifa upp á allt sem stóri flokkurinn skipar enda eru þær komnar í pilsnerfylgi miðað við skoðanakannanir.
![]() |
Efast um lögmæti sjónarmiða ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2017 | 21:46
Menntamálaráðherra leggur framhaldsskólakerfið í rúst.
Núverandi menntamálaráðherra heldur áfram þar sem frá var horfið.
Fyrrum menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lagði af stað í leiðangur. Leiðangur sem var á góðri leið með að rústa framhaldsskólakerfinu.
Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir að allir eldri nemendur gætu mætt til náms á jafnréttisgrundvelli.
Sjálfstæðisflokkurinn vildi stytta framhaldsskólann um eitt ár og nýta fjármunina til að styrkja kerfið. Það reyndist lygi og niðurskurðurinn hélt áfram.
Nú er nýr menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins mættur í fótspor þess gamla og niðurrifið heldur áfram.
Það er lítill sómi Sjálfstæðisflokksins og þessara svokölluðu menntamálaráðherra þeirra.
Niðurrif, niðurskurður, einkavæðing, svik og prettir.
Guð blessi Ísland.
![]() |
Þetta er fáránlegt kerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2017 | 13:23
Nýtt aðalskipulag Akureyrar - á réttri leið ?
Það er orðið nokkuð langt síðan ég undirritaði nýtt aðalskipulag fyrir Akureyri sem formaður þáverandi skipulagsnefndar. Það var árið 2006 og því eru rúmlega 11 ár frá því það var gert. Að mínu mati hefði þurft að byrja fyrr á þessari endurskoðun en það er annað mál.
Hvert stefnir í þessu væntanlega skipulagi. Ótrúlega margt er þar enn sem samþykkt var 2006, m.a. nokkrir af þeim þéttingarreitum voru þar og ný 11 árum síðar eru þeir enn í nýjum tillögum. Þarna spilar inn eitt hrun eða svo sem drap allt í dróma eins og annarsstaðar á landinu.
Nokkrir nýjir reitir hafa bæst við og eru skiptar skoðanir um þá eins og við er að búast. Þétting byggðar er alltaf viðkvæmt mál, sérstaklega fyrir þá sem næstir eru.
Ég hef verið að horfa á þessar tillögur og gerði ekki athugsemdir við drögin eins og boðið var, eftir auglýsingu. Geri það þegar endalegar tillögur líta dagsins ljós.
Nokkur atriði langar mig að nefna. Atriði sem ég er ekki sáttur við og fleira.
1. Kotárborgasvæðið á ekki að vera undir í þéttingu byggðar. Rökstyð það í formlegum athugsemdum þegar þar að kemur ef skipulagsnefndin hefur ekki kveikt á því. Versta tillagan í þeim drögum sem fyrir liggja.
2. Hefði viljað sjá reit milli Laufásgötu og Hjalteyrargötu skilgreindan sem nýtt íbúðasvæði. Það er slæmt að rammskipulag fyrir Oddeyri skuli ekki vera lengra komið á þessu stigi.
3. Iðnaðarsvæði við Glerá ofanverða ( Möl og sandur ) ætti að falla út.
4. Hef efasemdir um að skerða nýbyggingarsvæði við Naustahverfi, betra að taka það inn strax en þurfa að spyrða það við síðar ef þörfin kallar.
5. Óljóst hvaða hugsun liggur að baki lítillar viðbótar íbúðahverfa norðan Síðuhverfis úr því verið var að taka það inn.
6. Hugleiða stærð iðnaðarsvæðis í Glerárhverfi, er of nálægt Krossanesborgum að mínu mati.
7. Kirkjugarður í Naustaborgum er góð hugmynd að mínu mati, mætti þó draga úr umfangi svæðis sem skilgreint er í tillögum að aðalskipulagi.
8. Íþróttavöllur - Glerárgata. Deilur hafa staðið um að taka Glerárgötuna niður við Grænugötu. Tillagan er ekki nægilega afgerandi hvað það varðar og það vantar alla umræðu um þessi svæði í heild sinni. Miðbær - Glerárgata - íþróttavallarsvæði er slík samhangandi heild og öll umræða um þessi svæði og framtíðarskipulag er eftir. Það þýðir ekkert að setja fram óljósar hugmyndir fyrir þetta svæði án alvöru undangenginnar umræðu og stefnumörkunar. Ef þetta er sett fram sem hluti af breyttu aðalskipulagi með þessum hætti munu bæjarfulltrúar kasta því útaf borðinu. Þetta er ekki nægilega rætt og kynnt sem sérstök heilarhugmynd. Þess vegna er betra að láta aðalvöllinn eiga sig á þessu stigi og einbeita sér að Glerárgötulausnum.
Að lokum vil ég nefna þó það tengist ekki gerð þessa skipulags sem gildir til 2030, þá vildi ég sjá meiri umræðu um lengri framtíð þar sem pælingar um lífið eftir þetta skipulag verði tekið fyrir.
Það hefur gengið mikið á byggingarhæft land innan bæjarmarkanna. Þrátt fyrir það er engin umræða um framtíðar-Akureyri. Þegar ég var í skipulagsnefnd var aðeins farið að ræða þessi mál í tengslum við gerð aðalskipulags í Hörgársveit. Það liggur fyrir að þegar land Akureyrar er að verða búið, og þéttingarsvæðin skipta ekki sköpum hvað það varðar.
Akureyri á nokkrar jarðir í Hörgársveit og enginn velkist í vafa um að framtíð Akureyrar verður með ströndinni til norðurs. Annað er ekki möguleiki.
Fátt líklegra en sveitarfélög við Eyjafjörð sameinist, kannski ekki á morgun eða næsta ári en örugglega í framtíðinni.
Það er alveg tímabært að byrja að ræða þessi mál, lausnir hvað þetta varðar er langhlaup en ekki hugdetta á síðustu stundu.
Þetta skrifar fyrrum fulltrúi í skipulagsnefnd í átta ár, frá 2002 - 2010, þar af formaður nefndarinnar 2006 - 2010.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2017 | 13:02
Dónalegur þingmaður - afsökunarbeiðni á leiðinni ?
Betla pening !!
Er þetta vandamál með íslenska tungu eða kjánalegur dónaskapur ?
Væntanlega er afsökunarbeiðini á leiðinni frá þingmanninum til Landspítala.
Stundum velta menn því fyrir sér af hverju virðing Alþingis er í kjallarnum.
Hver sem ástæða þess eru svona ummæli til lítils sóma og enn verri þar sem um er að ræða formann nefndar.
Minnir mjög á ónefndan þingmann Framsóknar á síðasta kjörtímabili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2017 | 11:59
Menntamálaráðherra - methafinn í baktjaldamakki ?
Nýr menntamálaráðherra er meistari baktjaldamakksins.
Saga hans sem stjórnmálamanns er lituð af því og alltaf kemur " allt honum á óvart, hefur ekki heyrt af því, stendur ekki til, ekki búið að ákveða neitt "
Undir hans stjórn í heilbrigðisráðuneytinu hefur verið laumað inn meiri einkvæðingu en en nokkru sinni fyrr.
Nú er þessi stórleikari baktjaldamakksins mættur í menntamálaráðuneytið, og viti menn, sami leikurinn hafinn á bak við tjöldin.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn þarf að lauma einhverju áfram er núverandi menntamálaráðherra settur í málið.
Svo ypptir hann bara öxlum og veit ekki neitt ef hann er spurður.
Meistari baktjaldamakks og reykfylltra bakherbergja.
Sennilega einn varasamasti ráðherra ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir sakleysislegt yfirbragð og einlægt augnaráð.
Sérstaklega þægilegir dagar fyrir hann, tveir handónýtir smáflokkar í stjórn með honum þannig að þetta er algjörlega vandræðalaust ferli núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 820348
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar