Er kirkjan á skjön við þjóðfélagið ?

 

 Gamli og nýji tíminnÞetta er fáránlegt að horfa á kirkjuna taka svona afstöðu. Grýtubakkahreppur er fámennt samfélag og þar munar um hvern mann sem kann að taka til hendi. Þarna hefur verið glæsilegur búskapur og umgengni og hirða jarðarinnar til fyrirmyndar. Ég þori að fullyrða að fáar jarðir standast henni snúning í fyrirmyndar búskap og umgengni.

Ég held að kirkjan ætti að kíkja á stöðu mála t.d. að Saurbæ þar sem áður glæsileg jörð er í niðurníðslu og fátt gert til að byggja þar upp. Eða kannski kirkjan ætti að kíkja svolítið nánar á sumar af þeim jörðum sem eru kirkjujarðir hér í Eyjafirði.

Mér finnst þessi afstaða kirkjunnar lýsa græðgi og heimsku. Það er alveg ljóst að þessi ágæta stofnun fær ekki mörg prik ef hún hrekur þennan glæsilega bónda af jörðinni Laufási við Eyjafjörð.


mbl.is Gert að flytja húsið frá Laufási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær hefur kirkjan verið jarðbundin, kæri Jón?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 22:23

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Bóndinn er með leigusamning.. alveg eins og ég.. þegar leigusamningurinn rennur út þá verð ég og umræddur bóndi að flytja.. hvað nákvæmlega er það sem kirkjan er að gera rangt Jón ?

Óskar Þorkelsson, 7.2.2008 kl. 23:05

3 identicon

Sæll,

opna bréfið til biskups má lesa í heild sinni á www.astaflosa.blogspot.com

kveðja úr útfirðinum

Ásta F.

Ásta F. Flosadóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 23:24

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sem sagt.. ef pabbi er í vinnu hjá kirkjunni og fellur frá fyrir aldur fram, þá eigum við börnin hans að lifa bara áfram á kostnað kirkjunnar ?  ég er ekki alveg að skilja út á hvað þessi tilfinningavella gengur út á hjá fólki..

Óskar Þorkelsson, 7.2.2008 kl. 23:44

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég tek undir með ykkur. Þetta er óþolandi ands.... Tek undi með þresti varð reiður vægt til orða tekið.

Páll Jóhannesson, 8.2.2008 kl. 00:01

6 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Ég held að þú, Óskar Þorkelsson" ættir að hafa vit á því vera ekki að tjá þig um þetta mál! Allavega er virðingarleysið algjört!!

Þorsteinn Þormóðsson, 8.2.2008 kl. 01:05

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

í hverju er virðingarleysið fólgið Þorsteinn ?  fur'ðulegt að fólk megi ekki tjá sig , þetta er MÍN SKOÐUN.

Óskar Þorkelsson, 8.2.2008 kl. 10:28

8 identicon

Menn mega ekki missa sig í þessari umræðu. Bloggvinirnir Stebbi Fr. og JIC fallast í skoðanafaðma. Kalli Matt hefur bent á regluna og fékk bágt fyrir. Mig langar að heyra afstöðu kirkjunnar áður en ég missi mig.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 11:22

9 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

'oskar! Lestu bréfið frá Ástu Flosa

Kjartan Pálmarsson, 8.2.2008 kl. 17:43

10 identicon

Hér finnst mér menn láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Í þessu tilfelli hefur prestssonur reist hús á kirkjujörð og séð um að hirða hana fyrir karl föður sinn sem nú er fallinn frá. Ég get á engan hátt séð að það skapi búseturéttindi fyrir viðkomandi prestsson. Ef svo væri gætu náttúrulega allir prestar landsins sem eru svo heppnir að búa á kirkjujörðum látið afkomendur sína og fjölskyldu byggja á jörðinni og tryggt þeim þannig búseturéttindi til frambúðar. Það er augljóst að svona lagað gengur ekki upp í siðuðu samfélagi. Ég geri ráð fyrir að nýr prestur taki við Laufási og jörðinni þar með. Það er þá á milli hans og prestssonarins hvernig þessum málum verður háttað.

Daníel (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband