Færsluflokkur: Bloggar

Ungversk - pólska leið Sjálfstæðisflokksins.

2018 voginLögð er áhersla á það í svar­bréfi hæfis­nefnd­ar um um­sókn­ir um embætti fjög­urra héraðsdóm­ara til Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar, setts dóms­málaráðherra, að nefnd­in sé sjálf­stæð stjórn­sýslu­nefnd sem lúti ekki boðvaldi ráðherra. Svar­bréfið hef­ur verið birt á vef dóms­málaráðuneyt­is­ins en und­ir það rit­ar Jakob Möller, formaður nefnd­ar­inn­ar.

Sjálfstæðisflokkurinn er í leiðangri.

Hann er að taka pólsk - ungversku leiðina í dómsmálin.

Stjórnmálamenn þar og hér ætla sér að auka áhrif stjórnmála á dómsmálin.

Dómsmálaráðherra er dæmdur sakamaður í fyrir inngrip sitt í dómsmálin og settur dómsmálaráðherra gerir sig breiðan og ybbar gogg við lögskipaðar nefndir.

Þróun sem kennd er við hægri öfgar og ekki fer á milli mála að líkindi má sjá með athöfnum sjálfstæðismanna og hægri kollega þeirra í Póllandi og Ungverjalandi.

Evrópusambandið grípur að líkindum til örþrifaráða gegn Póllandi í dag. Eftir nokkurra mánaða viðvaranir er talið að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virki sjöundu grein Evrópusáttmálans vegna inngrips pólskra stjórnvalda í dómskerfi landsins.

(ruv.is )

Svo rammt kveður að því það að Pólland er komið á svartan lista hjá siðmentuðum Evrópuþjóðum.

Við erum kannski á leiðinni þangað ef Sjálfstæðisflokkurinn ræður för.

Ekki stöðva viðhlægendur þeirra í Vinstri grænum þessa þróun.

Brosa bara og eru góð.

 


mbl.is Lýtur ekki boðvaldi ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóm í blómavasa íhaldsflokkanna.

2018 vg blómiðAllir sem það vilja sjá lofar upphaf nýrrar ríkisstjórnar ekki góðu.

Hafnar hækkun barnabóta og vaxtabóta.

Ákveður lækkun veiðigjalda og ekki fer á milli mála að ríkisstjórnin telur veiðgjöldin skatt en ekki greiðslu fyrir not á þjóðarauðlindinni.

Besta fiskveiðikerfi í heimi sagði fjármálaráðherra og forsætisráðherra nikkar brosandi.

Það standa ekki til neinar grundvallarbreytingar á Íslandi.

Þessi ríkisstjórn er mynduð til að viðhalda óbreyttu ástandi og framtíðarsýn engin.

Sami gjaldmiðill, sama utanríkisstefna, sama frændhygli, sömu forréttindahópar.

Sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn ( KF Skagfirðinga ) eiga sér ráðherra í ríkisstjórninni sem gæta þeirra hagsmuna.

Þórólfur og félagar köstuðu út gamla gæslumanninum og settu Dalaprinsinn í gæsluna.

Vinur Samherja er fremstur meðal jafningja og VG getur gleymt því að veiðigjöld á stærri útgerðir hækki, það er barnaskapur að halda það.

VG er skrautblóm í vasa íhaldsflokkanna, hlutverk þeirra að brosa og vera þæg.

Áhugavert ár framundan í stjórnmálum á Íslandi.

 


Það birtir.

 

 0 2017 00000 29 des-3764 

 

 

 

   Sólin mætt í Eyjafjörðinn.

  


Slakur fjármálaráðherra leggur fram lélegt fjárlagafrumvarp.

Minna er hugað að tekjuöflun í fjárlögum þessa árs en gert var í frumvarpinu sem Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, lagði fram síðastliðið haust. Þetta segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði. Hann segir að afstaða ferðaþjónustunnar til greiðslna í opinbera sjóði minni á rányrkju í sjávarútvegi á árum áður. Þá hafi verið sótt grimmt á miðin en nú megi líkja því við rányrkju hvernig ferðaþjónustan vilji njóta innviða samfélagsins án þess að greiða fyrir þá.

( ruv.is )

Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði staðfestir það sem stjórnarandstaðan hélt fram í umræðum á Alþingi.

Tekjuöflunarhluti fjárlagafrumvarpsins er óvandaður og opinn.

Frumvarp fyrrum fjármálaráðherra Viðreisnar var betra en fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar.

Eðlilegt að margir hafi áhyggur, því ef tekjuþátturinn er ekki marktækur þá er frumvarpið á sandi reist.

Vitað er að VG vildi sækja meiri skatta en fékk ekki.

Sjálfstæðisflokkurinn ræður för.

Næsta skref er að Sjálfstæðisflokkurinn lækkar veiðgjöld og rýnir enn frekar tekjur ríkissjóðs.

VG samþykkir og brosir og nýjasti liðsmaður hægri manna brosir blítt og ver Sjálfstæðisflokkinn og formann hans.

Og svo eru sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í heilsulausri fýlu, þó reynt sé að halda þeim niðri.

Brynjar Níelsson slapp þó úr gæslunni um stund þó flokkurinn hafi bannað honum að tjá sig á samfélagmiðlum.

Það eru erfiðir dagar framundan hjá grasrót VG að verja þennan óskapnað sem þetta frumvarp er.


Bráðasiðblinda Vinstri grænna.

Jón krefst miskabóta frá ríkinu og skaðabóta vegna fjártjóns. Hann gerir kröfu um ríflega þrjátíu milljónir króna sem er mismunur á launum hans nú sem héraðsdómara og launum landsréttardómara í níu ár. Lögmaður Jóns sendi dómsmálaráðherra bréf um þetta 21. desember og gaf ráðherra tíu daga frest til að svara.

Siðapostulinn í VG skipti um gír.

Katrín formaður VG var ötull baráttumaður gegn spillingu hægri flokkanna.

Nú eru lögbrjótar Sjálfstæðisflokksins komnir undir verndarvæng Vinstri grænna og þeir sjá til þess að þjóðin situr uppi með þá við stjórn landsins.

Siðapostuli og talsmaður VG er farin að hljóma eins og argasta hægri íhald og sér ekkert að því sem þeir hafa gert.

Siðblinda heitir þetta og virðist vera hægt að fá BRÁÐASIÐBLINDU ef það hentar.

Það verður fróðlegt að fylgjast með vörnum Katrínar Jakobsdóttur fyrir lögbrjóta Sjálfstæðisflokksins.


Frábært - veiðigjöld lækka.

Veiðigjöld á litlar og meðalstórar útgerðir verða lækkuð á árinu, ef hugmyndir ríkisstjórnarinnar verða að veruleika. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, staðfesta þetta í samtali við Morgunblaðið í dag.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur störf.

Byrjað á að hafna hækkun barna og vaxtabóta.

Næsta skref - lækka veiðigjöld.

Reynt að bera í bætifláka með að nefna fugl í skógi, veiðigöld kannski hækkuð á suma.

Erfiðir tíma hjá VG að réttlæta stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Innhaldslaus fullyrðing sem ekkert liggur fyrir um.

Sérfræðingar hafa þegar tjáð sig um að tekjuöflunarhlið þessa frumvarps sé sýnu verri en þess sem Bensi frændi lagði fram.

Ríkisstjórnin er á leiðinni í gamalkunnan farveg hægri flokka hvað stefnu varðar í fjármálum þjóðarinnar.

Aukin misskipting og verri staða þeirra sem minnst mega sín.

Og síðan sú staðreynd að stefnir í verri fjármálastjórn en verið hefur lengi.

 


Árið þegar sósialistaflokkur Íslands sprakk á limminu.

Vinstri grænir Steingríms J útnefndu sjálfa sig sem sósialistaflokk Íslands, flokkinn sem átti að gæta hins hreina vinstri og hafa grænt með í farteskinu.

Það var þegar Steingrímur J áttaði sig á að hann yrði aldrei leiðtogi jafnaðarmannaflokks þannig að hann stökk frá borði og bjó til formannssæti fyrir SIG í nýjum flokki.

Síðan hafa VG og Steingrímur verið gæslumenn hins hreina sósialisma á Íslandi, hreinni og heiðarlegri í sinni stefnu en aðrir flokkar.

VG mætti síðan í ríkisstjórn 2009 undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur. Steingrímur stóð sína plikt og góður hluti liðsmanna hans en nokkuð margir hlupu frá borði því þeim þótti Steingrímur ekki nægilega heilagur vinstri maður og þeir vildu hafa hann.

Það var því hálftrosnaður vinstri grænn flokkur sem lauk kjörtímabilinu 2009 - 2013 eftir erfið átök við hrunið.

Svo fékk VG frí í fimm ár, Steingrímur fór í hornið hjá Katrínu og hin engilhreina Katrín varð vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Kannski ekki vegna stórra verka heldur vegna friðar og spektar við guð og menn.

Svo kom 2017, Katrín og félagar mældust í himinhæðum í skoðanakönnunum, sennilega mest út á hreinleikan og stefnufestuna. Þeim var treyst til að vera hinn staðfasti vinstri flokkur sem aldrei kvikaði.

En svo féll fylgið og endaði nánast á sama stað og árið áður.

Liðsmenn Katrínar voru ásakaðir um áhuga á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn en hún og flestir liðsmenn hennar kölluð það lygi og vitleysu. Þeir voru hinn staðfasti vinstri flokkur sem leit á það sem köllun sína að halda hægri öflunum frá valdastólum.

Fylgi VG í könnunum og kosningum byggði fyrst og fremst á því að kjósendur trúðu því að flokkurinn væri bæði VINSTRI og GRÆNN.

Í dag rann síðan upp fyrir kjósendum ljós.

Flokkurinn var hvorki VINSTRI né GRÆNN og sósilaisminn hvarf eins og dögg fyrir sólu.

Katrín munstraði flokkinn á skútu Valhallar og lagði VINSTRI og GRÆNT til hliðar.

Í dag greiddi flokkurinn atkvæði gegn hækkun barnabóta og vaxtabóta sem kæmi auðvitað hinum verst settu í þjóðfélaginu best.

Þeir tóku við hægri kyndli Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins og hinn viðkunnalegi formaður þeirra hljómaði eins og harður Sjálftæðismaður í vörnum sínum fyrir svikin.

Það er erfitt að standa með köllun sinni og skoðunum þegar völd og ráðherrastólar eru í boði.

Því hafa sosialistar á Íslandi kynnst síðustu vikur.

Gamli stofnandi flokksins situr nú glaðbeittur í grobbstólnum sem hann fékk fyrir vistaskiptin.

Vinstri í nafni Vinstri grænna er orðið grátt grín enn á eftir að reyna á hvort grænt er til sölu eins og fyrri hlutinn.

Vondir tímar fyrir þá sem trúðu.


Vinstri grænir bregðast kjósendum sínum.

Katrín Jakobsdóttir svaraði því til að það væri ekki til marks um vönduð vinnubrögð að horfa ekki heildstætt á málið. Verið sé að auka útgjöld í fjárlögum til flestra málaflokka, sérstaklega heilbrigðismála og menntamála.

Í dag mun á það reyna hvort þingmenn VG eru þjónar íhaldsflokkanna.

Það væri skandall aldarinnar að sósialistaflokkur Íslands hallaði sér að hægri öfgaflokkunum og hafnaði hækkun á barnabótum og vaxtabótum.

3% kjósenda flokksins vildu samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.

Ekki vafi að enginn í hópi þessara þriggja prósenta vildu jafnframt að VG tæki upp stefnu Sjálfstæðisflokkins í félagslegu áhersluleysi.

Katrín Jakobsdóttir er komin út í horn. Hún er meira að segja farin að hljóma eins og Bjarni Benediktsson í rökum sínum gegn réttlætinu.

Sorgleg örlög þessa geðuga formanns sósialista á Íslandi.

Fróðlegt verður að fylgjast með atvæðagreiðslu um réttlætistillögur stjórnarandstöðunnar í dag.

 


Munu Vinstri grænir greiða atkvæði gegn hækkun ?

Allir flokkar í minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggja til hækkun barnabóta og vaxtabóta fyrir þriðju umræðu um bandorminn. Þingfundir verða á Alþingi í dag og á morgun, í fyrsta skipti á þessum árstíma í átta ár.

Nú bíður þjóðin eftir niðurstöðu fjárlagafrumvarpsins.

Helst er horft til hvort VG greiðir atkvæði gegn hækkun vaxta og barnabóta.

Það væri sannarlega saga til næsta bæjar og staðfesting þess að Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur stjórna þessari ríkisstjórn.

Dýrir væru þá þrír ráðherrastólar VG svo ekki sé nú talað um grobbstólinn hans Steingríms J Sigfússonar sósialista.


Lilja, Kata, bókaskatturinn og blekkingin.

2017 bækurÞingmenn allra flokka á Alþingi lögðu fram sameiginlegt frumvarp um afnám skattsins þann 26. september síðastliðinn, en fyrsti flutningsmaður þess var Lilja Alfreðsdóttir, sem nú gegnir embætti mennta- og menningarmálaráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Stjórnmálakonurnar Lilja Alfreðsdóttir og Katrín Jakobsdóttir voru að skrökva í kjósendur.

Báðar fóru þær mikinn fyrir kosningar, af skyldi með bókaskattinn.

En hvernig fór það ?

Þetta var bara skrök og sýndarmennska.

Bókarskatturinn enn á sínum stað þrátt fyrir að lögð væri fram formleg tillaga í fjárlagaumræðunni um afnám skattsins, eins og þær stöllur boðuðu.

Niðurstaðan - báðar greiddu atkvæði gegn tillögu um afnám skattsins eins og öll stjórnarandstaðan.

Menningarflokkurinn :-( Vinstri grænir í takt við Frekjuflokkana tvo enda í vasa þeirra.

Það verður væntalega bið á að kjósendur taki mark á stjórnmálamönnum, þá sérstaklega þeim tveimur sem mesta áherslu lögðu á þetta við kjósendur fyrir fáeinum dögum.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband