Slakur fjármálaráðherra leggur fram lélegt fjárlagafrumvarp.

Minna er hugað að tekjuöflun í fjárlögum þessa árs en gert var í frumvarpinu sem Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, lagði fram síðastliðið haust. Þetta segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði. Hann segir að afstaða ferðaþjónustunnar til greiðslna í opinbera sjóði minni á rányrkju í sjávarútvegi á árum áður. Þá hafi verið sótt grimmt á miðin en nú megi líkja því við rányrkju hvernig ferðaþjónustan vilji njóta innviða samfélagsins án þess að greiða fyrir þá.

( ruv.is )

Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði staðfestir það sem stjórnarandstaðan hélt fram í umræðum á Alþingi.

Tekjuöflunarhluti fjárlagafrumvarpsins er óvandaður og opinn.

Frumvarp fyrrum fjármálaráðherra Viðreisnar var betra en fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar.

Eðlilegt að margir hafi áhyggur, því ef tekjuþátturinn er ekki marktækur þá er frumvarpið á sandi reist.

Vitað er að VG vildi sækja meiri skatta en fékk ekki.

Sjálfstæðisflokkurinn ræður för.

Næsta skref er að Sjálfstæðisflokkurinn lækkar veiðgjöld og rýnir enn frekar tekjur ríkissjóðs.

VG samþykkir og brosir og nýjasti liðsmaður hægri manna brosir blítt og ver Sjálfstæðisflokkinn og formann hans.

Og svo eru sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í heilsulausri fýlu, þó reynt sé að halda þeim niðri.

Brynjar Níelsson slapp þó úr gæslunni um stund þó flokkurinn hafi bannað honum að tjá sig á samfélagmiðlum.

Það eru erfiðir dagar framundan hjá grasrót VG að verja þennan óskapnað sem þetta frumvarp er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband