Færsluflokkur: Bloggar

Vinstra græna tilgangsleysið.

Einu sinni voru Vinstri grænir leiðandi afl í umræðu um siðferði og heiðarleika í stjórnmálum.

Oftast voru þeir háværastir þegar kom að því að gagnrýna sérgæsku og fyrirgreiðslu hægri flokkanna.

Gamla ljónið að norðan var þar fremstur í flokki og arftaki hans leiddi oft siðferðisumræðuna í þingsal.

Nú eru aðrir tímar.

Gamla ljónið situr múlbundið í mjúkum stól sem hægri öflin færðu honum fyrir þæglegheitin.

Formaðurinn sem áður leiddi siðgæðisumræðuna er nú kórstjóri varna fyrir dómsmálaráðherra og völd Sjálfstæðisflokksins.

Hefði einhver trúað þessu fyrir fimm árum ?

Fyrir einu ári ?

Fyrir hálfu ári ?

Og nú eru háværir stuðningsmenn innan VG sem fóru mikinn í vörnum fyrir þessari stjórnarmyndum farnir að efast.

Erfiðir tímar fyrir formanninn og kallinn í mjúka stólnum.

Spurning hvað grasrótin líður þeim hægri gæskuna lengi.

KJ hefur tekist að múlbinda varaformann sinn og hans skoðanabræður.

En hversu lengi ?


Páll Magnússon og siðleysið.

Það er út í hött að ræða afsögn Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipunar dómara við Landsrétt, að mati Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks. Hún hafi talið sig hafa fullnægt rannsóknarskyldu þegar hún skipti út fjórum þeirra fimmtán dómara sem hæfisnefnd lagði til að yrðu ráðnir, þó að Hæstiréttur hafi komist að annarri niðurstöðu.

Páll Magnússon þingmaður er haldinn sömu siðblindu og dómsmálaráðherra.

Dæmdur dómsmálaráðherra á ekki að þurfa eitt eða neitt þótt Hæstiréttur hafi kveðið upp sinn dóm.

Dómur sem staðfestir að ráðherrann braut lög.

Páll Magnússon gæti kannski frætt okkur bjálfana í hvaða löndum ráðherra sem bryti af sér á þennan hátt héldi embætti.

Örugglega ekki í hinum siðmenntaða heimi vesturlanda.

En flokksblindan lokar á að þingmenn Sjálfstæðisflokksins átti sig á siðleysinu.

Páll Magnússon er þar engin undantekning.

Kannski hafa Vinstri grænir veitt þeim syndaaflausn ?


Oddeyrin, er hún óhreina barn bæjaryfirvalda ?

Mars 2012 hitadagur-7058Ég gerði nokkar athugsemdir fyrir all nokkru og var þar að fjalla um tillögur varðandi Hvannavallareit og rammaskipulag Oddeyrar. Því miður hefur þessi vinna gengið allt of hægt og sérstaklega hvað varðar rammaskipulagið á Oddeyri. Vonandi klárast þetta einhvertíman og við förum að sjá endurnýjun og uppbyggingu á Oddeyri. Það er hreinlega lífnauðsyn fyrir hverfið sem hefur því miður verið að drabbast niður.

Götur eru illa farnar, gangstéttar úr sér gengnar og ljósastaurar víða gamlir og kolryðgaðir. Margt sem við sjáum ber metnaðarleysi bæjaryfirvalda sorglegt vitni.

Hér að neðan eru þær athugsemdir sem ég sendi inn fyrir þessa tvo þætti, Hvannavallareit sem hefur verið vandræðamál lengi og svo deiliskipulag Oddeyrar sem þá var í auglýsingu.

 

Hvannavallareitur.

Þennan reit á að byggja upp af metnaði og horfa til framtíðar. Þau drög sem nú liggja fyrir eru skammtímasjónarmið látin ráða og verið að hugsa um hagsmuni eins fyrirtækis. Heildarsýn og framtíðaruppbygging á Oddeyrinni víkja. Þó svo reynt sé að láta líta út fyrir að markmiðum aðalskipulags um íbúðafjölda og blandað svæði eru þau áform úr takti við þá hugmyndafræði sem lögð var til grundvallar í aðalskipulaginu frá 2006. Horft var til að uppbygging verslunar og þjónustu væru unnin í sameiginlegum fasa. Þess í stað eru þessir tveir þættir aðskildir og áform eru um að byggja upp verslunarskemmu er aðalatriði, en áformum um íbúðir vísað inn í óræða framtíð með því að færa þær í sérstakt hús sem mestar líkur eru til að það rísi aldrei. Þessi áform eru úr takti við aðalskipulag og því leyfi ég mér að hafna þeim og vísa til að uppbygging á þessum reit fari fram í anda gildandi aðalskipulags. Þ.e. uppbygging verslunar, þjónustu og íbúða verði í sama takti og samtímis.

Þetta er vont skipulag og þjónar í engu hagsmunum hverfisins og sveitarfélagsins.

Umferðamálin munu verða vandamál á þessu svæði og ljóst að hætta er á að umferð aukist mikið um íbúðargötur Oddeyrar, þ.e. Hvannavelli, Eyrarveg og Norðurgötu nema gripið verði til sérstakra ráðstafana til að koma í veg fyrir að það gerist. Legg til að horft verði til hugmynda sem Arkitektur.is vann á árunum fyrir 2010. Í þeim hugmyndum er verið að vinna hugmyndir sem sveitarfélagið hafði um skipulag á þessum reit og þar er alfarið hafnað þeirri skemmu-bílastæðahugmynd sem nú er verið að sýna bæjarbúum.

 

Oddeyri rammaskipulag.

 

• Umferðarmál Hjalteyrargötu - Laufásgötu verður að leysa með öðrum hætti. Það er ekki hægt að hugsa um uppbyggingu íbúðahverfis neðan Hjalteyrargötu og að gatan haldi óbreyttu hlutverki sem tengibraut með 50 km hámarkshraða. Umferð um Hjalteyrargötu er gríðarlega mikil í dag og vandamálin þar eru mikil, gatnamót erfið og innkeyrsla á Hagkaupsplan og gatnamót Tryggvabrautar ein þau verstu í bænum. Hér þarf að taka ákveðna stefnu á að þessi gata verði með öðrum hætti en í dag, hugleiði bæjaryfirvöld frekari íbúðabyggð á Tanganum.

 

• Taka þarf afgerandi afstöðu til starfsemi á hafnarsvæðum. Gámasvæði við Hjalteyrargötu er úr öllum takti við mannlíf á Eyrinni og það verður að fara annað. Rammaskipulagið þarf að hafa afgerandi afstöðu til þess hvað heimilt er á hafnarsvæðunum og það sé í sátt við nágranna í íbúðarhverfunum.

 

• Tímasetja uppbyggingu - deiliskipulagsgerð innan hvers ramma fyrir sig og tryggja að rammaskipulagið verði ekki mappa í hillu. Forgangsraða úthlutun auðra lóða í íbúðahverfum og skilgreina í rammanum að heimilt sé að beita sérstökum úrræðum til að þær lóðir byggist.

• Skipulag Glerárgötu verður að vera með í þessu rammaskipulagi sem einn stærsti áhrifavaldur á íbúðabyggð og mannlíf á ofanverðri Eyrinni.


Gerlagengi Sjálfstæðisflokksins.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri ekki nýtt af nálinni að borgarbúar vissu ekki af alvarlegu máli sem þessu. „Borgarbúar vissu heldur ekki af skólpmenguninni svo vikum skipti hér í Reykjavík í sumar. Í ljósi þess mætti halda að meirihlutinn hefði ekkert lært af því máli.

Halldór Halldór tilkynnti í borgarstjórn að það þyrfti að ÞRÍFA  allt vatn.

Málefnastaða Sjálfstæðisflokksins er afar bágborin og þeir stökkva á hin ýmsu mál og mótmæla hástöfum.

Ekki alveg á hreinu hverju þeir eru að mótmæla, vita það ekki alveg sjálfir.

Helst má á þeim skilja að mengun vatnsbóla sé meirihlutanum að kenna.

Ekki nýtt í fátæklegum málflutningi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Nú bíða allir spenntir eftir því hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi einhver stefnumál eða hvort þeir ætla aðeins að finna sér eitthvað til að skammast yfir.

Flest bendir til að svo gæti orðið því ekki sér fyrir endann á hver verður oddviti af fátæklegum prófkjörlista flokksins.


Ísavía forgangsraðar á kostnað landsbyggðarflugvalla.

Fjör á flugvellinum-8388Á næstu þrem­ur árum þarf að taka ákvörðun um hvað menn vilja gera með inn­an­lands­flug­kerfið og setja þarf frek­ari fjár­muni í upp­bygg­ingu flug­valla á lands­byggðinni eigi ekki að þurfa að loka völl­um og leggja inn­an­lands­flugið niður að ein­hverju leyti. Þetta seg­ir Björn Óli Hauks­son, for­stjóri Isa­via, en fé­lagið hélt morg­un­fund í dag þar sem rætt var um framtíð inn­an­lands­flugs.

Það dylst engum að Isavia og stjórnvöld forgangsraða á kostnað landsbyggðarflugvalla.

Stærstur hluti þess fjármagns sem notað er fer til uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli.

Var á kynningarfundi í Keflavík fyrir nokkrum misserum og sá kynningu á metnaðarfullri uppbyggingu þar.

Ég var forvitinn um hvaða áform væru uppi með landsbyggðarflugvellina, þá var þegar orðið ljóst að t.d. að stjórnvöld voru að draga lappirnar í fjárveitingum til flughlaðs á Akureyri.

Í stuttu máli, það varð fátt um svör og engin kynning til reiðu til að fræða mig um uppbyggingu úti á landi og áform tengd innanlandsfluginu.

Þessi fundur í morgun er í sjálfu sér aðeins staðfesting á því hver staða innanlandsflugs og innanlandsflugvalla er.

Engin stefna til og inniviðir og búnaður flugvalla úti á landi grotnar niður.

Það er ábyrgðarhluti að hér sé stefna sem miðar eingöngu að því að byggja upp Keflavíkurflugvöll.

Annað er hunsað og engin stefna eða áform í gangi.

Og hætt við að engin breyting verði þar á með sömu valdhafa við stjórnvölinn.

En að málin séu rædd af hreinskilni er þó skref framávið og eykur vonir um að tekið verði á þessum málum af festu.

 


mbl.is Gætu þurft að loka flugvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir - þjónar valdaflokkanna.

2018 bb og kjÞá, og einmitt þá, tekur VG þá ákvörðun að leiða þessa flokka til nýrrar ríkisstjórnar og veita þeim ekki aðeins syndakvittun og skýrslu frá subbuskap sínum, heldur veitir þeim í raun sjálfdæmi um að halda samfélaginu áfram í þeim viðjum sem það hefur verið í í áratugi.

( Stundin )

Áhugaverður pistill frá Illuga Jökulssyni.

Það er flestum að verða ljóst að vera VG í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar mun engu breyta fyrir land og þjóð.

VG er þarna á forsendum íhaldsflokkanna og er ekki ætlað að breyta neinu til framtíðar.

Mítan að VG væri umbótaflokkur er horfin og allir sjá að flokkurinn er jafn íhaldssamur og gömlu kerfisflokkarnir.

Smellpassa inn í kyrrstöðu og afturhaldsstefnu Framsóknar og Íhalds.

Illugi segir réttilega að Katrín hafi ekki verið góður menntamálaráðherra, eitthvað sem flestir vissu en enginn sagði.

Um hana var dularfullur verndarhjúpur sem gerði hana að vinsælasta stjórnmálamanni þjóðararinnar.

En nú er hún mætt í raunveruleikann og þá kemur sannarlega í ljós úr hverju hún er gerð, upphafið lofar ekki góðu.

Áhyggjur margra eru að aukast þessa dagana, VG eru líklega bara sú viðbót sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfti til að viðhalda stefnu sinni og einkavinavæðingu.

Það eru erfiðir mánuðir framundan hjá fyrrum sósialistum.

En það er gaman hjá Steingrími í grobbstólnum.

Er á meðan er.


Kjánalegur utanríkisráðherra.

2018 sjálfstæðisfuglinnStjórnmál Utanríksiráðherrann, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem er íbúi í Grafarvogshverfi, segir koma til greina að Grafarvogur slíti sig frá Reykjavík og lýsi yfir sjáflstæði. Hann segir íbúa í fleiri hverfum íhuga það sama.

Framboðamál Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni eru að verða ákaflega vandræðaleg.

Fyrst var farið í það að leita dauðaleit að einhverjum marktækum þungaviktarmanni.

Það gekk ekki og þeir þrír sem hafa bæst við eru ekki líklegir til að sópa að því fylgi sem þarf.

Utanríkisráðherrann er þó með lausnir í huga.

Hann sér fyrir sér að Grafarvogur þar sem hann býr slíti stjórnmálasambandi við Reykjavík og verði sjálfstætt sveitarfélag.

Grín ?

Kjánalæti ?

eða eitthvað þaðan af verra.

Hvað utanríkisáðherrann sér í þeesu veit hann einn.

Kannski sér hann fyrir sér að Sjálfstæðismenn í borginni flytji í hópum í valin hverfi og myndi þar sjálfstæðisgettó.

En að öllu gríni slepptu.

Þetta er nú sennilega það bjánalegasta sem sést hefur í vandræðalegri þrautagöngu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Þar virðist allt vera á hvolfi.

 


Fátæklegur prófkjörslisti Sjalla í borginni.

Fimm verða í fram­boði í leiðtoga­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík sem fram fer 27. janú­ar. Frest­ur til þess að skila inn fram­boðum rann út klukk­an fjög­ur í dag.

Furðulega þunnskipaður listi fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksíns í Reykjavík.

Fallkandidat úr öðru kjördæmi, skrautlegur fjárfestir og eigandi Moggans.

Síðan má sjá tvo borgarfulltrúa sem flokkurinn virðist ekki treysta til starfans.

Allir vita að leitað var logandi ljósi að frambjóðendum til að sleppa við þeirra leiðsögn.

Að lokum má nefna athafnamann nokkurn sem fáir vita deili á.

Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn er í djúpum vanda í höfuðborginni.

Leyniskoðanakönnun sýndi að fylgi þeirra var aðeins að mælast 16% og fjórir fulltrúar inni af 23.

Það er ljóst að forusta flokksins og ekki síður Davíð Oddsson og klíka hans klóra sér í höfðinu þessa dagana.


mbl.is Fimm framboð bárust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálamennirnir að drepa Landhelgisgæsluna ?

Sam­kvæmt fjár­auka­lög­um sem Alþingi samþykkti und­ir lok nýliðins árs voru fram­lög til Land­helg­is­gæsl­unn­ar lækkuð um 61,4 millj­ón­ir fyr­ir árið 2017 vegna breyttra geng­is­for­sendna. Og sam­kvæmt fjár­lög­um árs­ins 2018 lækka fram­lög til rekstr­ar LHG um 20,2 millj­ón­ir króna á milli ára.

Fjárframlög til Landhelgisgæsluna lækka um tugi milljóna á milli ára.

Til að halda sjó þarf gæslan að leigja helstu öryggistæki þjóðarinnar til útlanda.

Eins og allir vita nema þingmenn þá virka öryggistæki sem leigð eru til útlanda ekki hér heima.

Það er forkastanlegt að keyptar séu flugvélar og þyrlur til landsins til að sinna öryggisgæslu og síðan þarf að leigja þær til útlanda vegna fjárskorts.

Voru ekki einhverjir að tala um að efla innviði, þetta er sannarlega eitt af því sem þarf að efla eins og dæmin sýna undanfarin misseri.

Ábyrgð ríkisstjórnar og Alþingis er mikil og ef þessu heldur fram sem horfir þá verður Landhelgisgæslan gagnslaus, með tækin sín í leigu úti um heim.

Það er allt of margt á brauðfótum í innviðum Íslands, það er stefna stjórnmálamanna sem gerir það að verkum að okkar helstu öryggistæki þarf að leigja.

Og svo eru almannavarnir drifnar áfram af sjálfboðaliðum og flugeldasölu.

Það er eitthvað stórkostlegt að á Íslandi þegar kemur að öryggismálum.


mbl.is Þyrla mögulega leigð til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í ruglinu.

„Kröfur stefnanda hafa ekkert um forsætisráðherra fyrrverandi eða tímasetningu kosninga að gera,“ sagði Ólafur og andmælti málflutningi forsvarsmanna Stundarinnar. Hann sagði tímasetningu þess að farið var fram á lögbann aðeins ráðast af því hvenær umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media hefði hafist og hvernig hún hefði verið. Ólafur sagði að stefndu hefðu ekki afmáð upplýsingar sem ekki áttu erindi til almennings. „Þetta snýst mál snýst um friðhelgi einkalífs stefnanda og þúsundir viðskiptavina hans,“ sagði Ólafur. Þannig hefði ekki aðeins verið fjallað um viðskipti Bjarna

( ruv.is )

Fréttatímar fjölmiðla eru fullir af fréttum af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, flestir þeirra virðast vera í umtalsverðum ímyndarvanda og embættisfærslur þeirra margra dregnar í efa af sérfræðingum.

Bjarni Benediktsson er til umfjöllunnar vegna meints fjármálamisferlis sér til handa og ættinga sinna.  Lögbann sem stöðvaði umfjöllun og Bjarna er nú til umfjöllunar fyrir dómsstólum. Það lögbann jók á grunsemdir og margir bíða nú eftir því hvar þar er falið.

Sigríður dómsmálaráherra sekkur dýpra og dýpra í fenið og er ítrekað staðin að röngum fullyrðingum og hreinni vitleysu. Síðast var fjallað um slíkt í fréttum í kvöld.

Guðlaugur Þór hefur opinberað það fyrir þjóðinni að hann hefur takmarkað vit á að leysa dómsmálaráðherra af í dómaraskipunum. Sérfræðingar telja hann algjörlega úti á túni með afskiptum sínum af óháðri valnefnd. Sennilega er hann búinn að gera sig vanhæfan með óhugsuðum ummælum og umræðu.

Kristján Þór verður alltaf í vandræðum með Samherja og vinskap sinn við áhrifamestu útgerðarmenn landsins. Hann mun alltaf verða á mörkum vanhæfis þegar kemur að málum sem varða Samherja og þeir ráða flestu í þessari atvinnugrein.

Eini ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem siglir nokkuð lygnan sjá er Þórdís Kolbrún Gylfadóttir.  Það man varla nokkur maður eftir henni í ríkisstjórn og þar af leiðandi ekki í sömu stöðu og aðrir ráðherrar flokksins sem eru í daglegri umfjöllun vegna ýmiskonar vandræða.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband