Árið þegar sósialistaflokkur Íslands sprakk á limminu.

Vinstri grænir Steingríms J útnefndu sjálfa sig sem sósialistaflokk Íslands, flokkinn sem átti að gæta hins hreina vinstri og hafa grænt með í farteskinu.

Það var þegar Steingrímur J áttaði sig á að hann yrði aldrei leiðtogi jafnaðarmannaflokks þannig að hann stökk frá borði og bjó til formannssæti fyrir SIG í nýjum flokki.

Síðan hafa VG og Steingrímur verið gæslumenn hins hreina sósialisma á Íslandi, hreinni og heiðarlegri í sinni stefnu en aðrir flokkar.

VG mætti síðan í ríkisstjórn 2009 undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur. Steingrímur stóð sína plikt og góður hluti liðsmanna hans en nokkuð margir hlupu frá borði því þeim þótti Steingrímur ekki nægilega heilagur vinstri maður og þeir vildu hafa hann.

Það var því hálftrosnaður vinstri grænn flokkur sem lauk kjörtímabilinu 2009 - 2013 eftir erfið átök við hrunið.

Svo fékk VG frí í fimm ár, Steingrímur fór í hornið hjá Katrínu og hin engilhreina Katrín varð vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Kannski ekki vegna stórra verka heldur vegna friðar og spektar við guð og menn.

Svo kom 2017, Katrín og félagar mældust í himinhæðum í skoðanakönnunum, sennilega mest út á hreinleikan og stefnufestuna. Þeim var treyst til að vera hinn staðfasti vinstri flokkur sem aldrei kvikaði.

En svo féll fylgið og endaði nánast á sama stað og árið áður.

Liðsmenn Katrínar voru ásakaðir um áhuga á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn en hún og flestir liðsmenn hennar kölluð það lygi og vitleysu. Þeir voru hinn staðfasti vinstri flokkur sem leit á það sem köllun sína að halda hægri öflunum frá valdastólum.

Fylgi VG í könnunum og kosningum byggði fyrst og fremst á því að kjósendur trúðu því að flokkurinn væri bæði VINSTRI og GRÆNN.

Í dag rann síðan upp fyrir kjósendum ljós.

Flokkurinn var hvorki VINSTRI né GRÆNN og sósilaisminn hvarf eins og dögg fyrir sólu.

Katrín munstraði flokkinn á skútu Valhallar og lagði VINSTRI og GRÆNT til hliðar.

Í dag greiddi flokkurinn atkvæði gegn hækkun barnabóta og vaxtabóta sem kæmi auðvitað hinum verst settu í þjóðfélaginu best.

Þeir tóku við hægri kyndli Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins og hinn viðkunnalegi formaður þeirra hljómaði eins og harður Sjálftæðismaður í vörnum sínum fyrir svikin.

Það er erfitt að standa með köllun sinni og skoðunum þegar völd og ráðherrastólar eru í boði.

Því hafa sosialistar á Íslandi kynnst síðustu vikur.

Gamli stofnandi flokksins situr nú glaðbeittur í grobbstólnum sem hann fékk fyrir vistaskiptin.

Vinstri í nafni Vinstri grænna er orðið grátt grín enn á eftir að reyna á hvort grænt er til sölu eins og fyrri hlutinn.

Vondir tímar fyrir þá sem trúðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818071

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband