Milljarða niðurskurður á vakt Vinstri grænna.

2017 vgÁgúst segir einnig að útgjöld til umhverfismála verði lækkuð um einn koma fjóra milljarða á næstu fimm árin, framhaldsskólar fá lækkun um einn komma átta milljarð og sjúkrahúsþjónusta fær um fjögurra komma sjö milljarða króna lækkun saman lagt á tímabilinu svo dæmi séu tekin. þá verða fjárframlög til löggæslu verða lækkuð um einn milljarð og samgöngumál um tvo komma átta milljarða frá því sem fyrri áætlun gerði ráð fyrir, og sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála lækki þau um 17% næstu fimm árin.

Þá hefur fjármálaráðherra lagt línurnar fyrir samstarfsflokka sína í ríkisstjórn.

Milljarða niðurskurður til innviða,velferðar og umhverfismála.

Skattalækkanir til auðmanna standa og jafnvel boðaðar fleiri slíkar.

Allt er þetta að gerast á vakt VG í forsætisráðuneytinu.

Það er sorglegt að sjá t.d. niðurskurð um 1,4 milljarða til umhverfismála á tímum loftlagshlýnunar.

Innviðir eins og löggæsla og samgöngumál fá blóðugan skell.

Velferðar og skólamál eru skorin niður um marga milljarða.

Hér ræður Sjálfstæðisflokkurinn og stefna hans för.

Vinstri grænna bíður það eitt að kvitta upp á áherslur Valhallar.

Aumt er hlutskipti Katrínar og meðreiðarsveina hennar.

Fastir í harðri hægri stefnu íhaldsflokkanna og líkar það vel

Aðeins spurning um hvað fólkinu í grasrót þessa fyrrum umhverfis og vinstri flokks finnst um þetta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 818123

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband