Kerfiskallinn í dómsmálaráðuneytinu.

Biskup Íslands og vígslubiskuparnir á Hólum og í Skálholti hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir hvetja dómsmálaráðherra til að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi. Í yfirlýsingunni kemur fram að fjölskyldan sé kristinnar trúar og hafi sótt þjónustu kirkjunnar í Breiðholtskirkju.

Margir beina sjónum að dómamálaráðuneytinu þar sem situr ungur og ferskur dómsmálaráðherra sem vekur vonir um að þar sé ekki á ferðinni enn einn kerfiskallinn í útlendingamálum.

En vonir þeirra munu ekki ganga eftir.

Í ráðuneytinu situr sami kerfiskallinn og í útlendingaeftirlitinu.

Dómsmálaráðherra hefur engan skiling á rétti barna eða samúð með þeim, ungum hælisleitanda skal vísað úr landi þrátt fyrir óskir þúsunda.

Þetta er ömurlegt að sjá og sannarlega hefur dómsmálaráðherrann valdið mörgum vonbrigðum.

Það er ekkert nýtt og ferskt þar á ferð, bara sama gamla möppurdýrið og verið hefur löngum.

En vonandi mun samviska einhverra koma í veg fyrir þetta óhæfuverk.


Ríkisstjórnarflokkarnir tapa allir í nýjum Þjóðarpúlsi.

2020 feb gallupMesta breytingin frá síðustu könnun er á fylgi Samfylkingarinnar, sem eykst um fjögur prósentustig milli mælinga, úr 14% í 18%. Fylgi Viðreisnar minnkar um tvö prósentustig en rúmlega 10% segjast myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða.

 

Ný Gallupkönnun sýnir litlar breytingar nema Samfylkingin bætir verulega við sig. Þó má lesa úr henni nokkrar vísbendingar.

Samfylkingin er að styrkja stöðu sína verulega.

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír tapa allir fylgi frá síðustu könnun og frá kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er á róli við 20 %, Framsókn er í útrýmingarhættu komnir undir 7%. Vinstri grænir komnir í fasta stöðu við 10% markið. Ljóst að þeir munu tapa miklu í næstu kosningum enda fer þjónkun þeirra við Sjálfstæðisflokkinn ekki framhjá kjósendum þeirra.

Miðflokkur og Viðreisn tapa nokkru frá síðustu könnun en Píratar bæta sig.

Sossar og Flokkur fólksins ná ekki inn mönnum.

Reynar er árangursleysi Sósalistaflokkins áhugavert því þeir hafa haft sig mjög í frammi. Kjósendur virðast ekki vera að falla fyrir þeirra málflutningi, líklega eru svona gamlar kommalummur ekki í takt við nútímann. Flokkur fólksins dó með brotthlaupi hluta þingmanna þeirra í Miðflokkinn.

Hvort væri svo þægilegt að mynda framsækna miðjustjórn úr þessu á eftir að koma í ljós.


Svikulir fjármálaráðherrar síðustu ára.

„Það er rétt að við erum á eft­ir áætl­un­um sem hafa verið gerðar varðandi upp­bygg­ing­una,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra í sam­tali við mbl.is spurður um stöðu fram­kvæmda við snjóflóðavarn­ir og gagn­rýni á að fjár­mun­ir sem inn­heimt­ir hafa verið á liðnum árum vegna mála­flokks­ins hafi ekki verið nýtt­ir til að sinna hon­um.

Stjórnmálmenn svíkja þjóð sína. Allir muna óveður í desember þar sem kom sannarlega í ljós að innviðir og öryggismál voru í ólestri. Stjórnmálamenn stukku til og viðurkenndu og lofuðu bót og betran. Líklega var það bara augnabliksviðbragð til að mæta gagnrýni og harkalegri umræðu. Flestir hafa enga trú á efndum og þrátt fyrir loforðaflaum fjármála og forsætisráðherra. Umræðan hætt og hægt að leggja sig á koddann að nýju.

Nú eru það snjóflóðin. Þá kemur í ljós að stjórnvöld hafa stolið því fé sem ætlað var í ofanflóðasjóð og áætlanir um öryggismál borgaranna á ís til áratuga. Enn á ný stökkva ráðmenn fram og auðvitað trúir enginn fjármálaráðherranum þegar hann fer að tala um að gera betur.

Áherslur á þeim bænum er að hygla vinum sínum með lækkun veiðigjalda og mæta því með að stela eyrnamerktu fé í það, td. framlögum í ofanflóðasjóð.

Því miður sitjum við uppi með svikula stjórnmálamenn sem forgangsraða fjármunum í eigin þágu og sinna en svíkur þjóðina um forgangsmál eins og öryggis borgaranna og uppbyggingu innviða.

Kominn tími til að skipta út og fá heiðarlega stjórnmálamenn í vinnu í stjórnarmeirihluta.

 

 


Ráðherra úti í mýri - úti ævintýri.

Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður stjórnar Læknaráðs Landspítala, segist hissa og hugsi yfir orðum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem hún lét falla á fundi með læknaráði í gær, um að erfitt sé að standa með Landspítalanum þegar ályktanir um slæma stöðu komi út á færibandi. Ebba Margrét segist hafa skynjað pirring í garð ályktana starfsmanna spítalans.

Svandís Svavarsdóttir er komin í alvarlegar ógöngur. Hún talar niður til starfsmanna heilbrigðiskerfisins, fólks sem er að bugast undan álagi í starfi og endalauss niðurskurðar og niðurrifstals ráðamanna.

Það er stutt síðan Villum Þór sem er í fjárlaganefnd taldi það bestu lausn að endurskipuleggja og skera niður fjármuni til Landspítala.

Hroki ráðamanna er orðinn áhyggjuefni og á meðan molnar heilbrigðiskerfið niður.

Heilbrigðisráðherra hefur nú endanlega tapað öllum trúverðugleika og hroki hennar og blinda gengur nú fram af flestum.

Það hefur oft verið talið pólitískt sjálfsmorð að vera í heilbrigðisráðuneyti.

Það hefur sannarlega raungerst í núverandi ráðherra sem staddur er langt út í mýri rúinn öllu trausti.


Ríkisstjórn þeirra ríku og valdamiklu.

Tekjur ríkisins af veiðigjöldum þessa árs eru áætluð 30% lægri en á síðasta ári. Í fjárlögum 2020 eru tekjur af veiðigjöldum áætluð 4.850 milljónir króna. Í fjárlögum síðasta árs 2019 voru tekjurnar áætlaðar 7 milljarðar króna. Lækkunin er um 30% milli ára.

Ríkisstjórn VG er skelfileg og áherslur hreinlega þjóðhættulegar.

Á meðan heilbrigðskerfið molnar niður lækka ráðamenn veiðigjöld.

Það er gert þegar milljarðar renna í vasa eigenda þessara fyrirtækja.

Það er skelfilegt að horfa á VG í þessari stöðu og heilbrigðisráðherrann getur ekkert gert í fjárskorti Landspítala.

Grátlegt að heyra vælið í henni í fréttum í gær.

Þessi ríkisstjórn skríður fyrir útgerðarmönnum, tilfinningin er að það eigi að jarða Samherjamálið og sjávarútvegsráðherra rífur kjaft. Allir sá hversu fullkomlega vanhæfur er í þessu starfi.

En þar situr hann keikur í umboði VG og Framsóknar og siðferði á þeim bænum er jarðað.

Það er hreinlega að verða þjóðarnauðsyn að þessi ríkisstjórn fari frá völdum og inn komi ríkisstjórn sem hugsar um þjóðarhag fyrst og síðast.

 


Innirviðir landsins að bresta.

Flest bendir til að innviðir landsins séu að bresta. Markviss niðurskurður stjórnmálamanna er smátt og smátt að eyðileggja máttarstólpa þjóðarinnar.

Niðurskurðarkrafan er himinhrópandi meðan réttir góðvinir fá stórkotlegar skattalækkanir og milljarðar fljóta framhjá landinu í skattaskjól erlendis og stjórnmálin sofa.

Hvað er að hrynja saman.

Heilbrigðiskerfið. Milljarða niðurskurðarkrafa meðan biðlistar lengjast, atgerfisflótti úr stéttum sem þar vinna. Landspítalinn skorinn við trog og uppsagnir blasa við þrátt fyrir mannaflaskort og yfirfullar deildir. Í boði fjármála og heilbrigðisráðherra.

Löggæslan. Niðurskurður og sparnaður er boðskapurinn þar. Árangurinn slakari löggæsla, færri lögreglumenn, óánægðari starfsmenn.

Landhelgisgæslan. Hefur ekki fjármagn í að reka nema eitt skip, flugvél í leigu erlendis til að eiga fyrir rekstri þyrlusveitar. Landhelgisgæsla í skötulíki og hvenær var síðast tekinn landhelgisbrjótur.

Pósturinn. Niðurskurðarkrafa og slakari þjónusta,uppsagir og mikill titringur meðal starfsmanna. Hvert er pólitíkin að stefna með svona niðurskurði ? sumir nefna löngun ákveðinna stjórnmálaflokka að selja þjónustuna og einkavæða. Það á eftir að koma í ljós.

Hafró. Uppsagnir og stofnunin markvisst veikt og mikil ókyrrð hjá þeim sem eftir eru. Niðurskurðarkrafa ríkisstjórnarinnar.

Rarik og Landsnet. Eins og allir sjá eru öryggismál hjá þessum fyrirtækjum langt frá því að ráða við aðstæður eins og hér sköpuðust. Hér áður var varaafl tiltækt á flestum stöðum. Núna nánast hvergi. Öryggismál í uppnámi vegna niðurskurðar og sparnaðar.

Svona mætti lengi telja.

Flestum er ljós að innviðir landins eru að bresta. Gengdarlaus niðurskurður og fjárskortur er að ganga af flestu dauðu hér og geta þessara fyrirtækja og stofnana eru komin niður fyrir ásættanlegt lágmark

Á meðan rífast þingmenn um áfengi í búðir, orðalag í ræðupúlti og geðvondur þingforseti æpir á þingmenn í hliðarsölum.

Það er löngu kominn tími til að þingmenn þessa lands og ríkisstjórn fari að átta sig á þeirri hrikalegu stöðu innviðir landins eru.

En sennilega mega þeir ekki vera að því, það er alveg að koma jólafrí.


Sjálfstæðisflokkurinn reynir að toppa spillinguna.

Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé

Sjálfstæðisflokkurinn kaupir ríkislögreglustjórann úr embætti og ríkissjóður blæðir.

Nýr dómsmálaráðherra veldur vonbrigðum, sami gamaldags flokkshesturinn sem gætir hagsmuna gullkálfa flokksins.

Tuga milljóna framlag til manns sem hafði klúðrað flestu og fengið á sig vantraust félaga sinna.

Þessi gjörningur er fáránlegur og ráðherranum til skammar.

Grínið í þessu er svo að hann sé munstaður til ráðgjafastarfa, maður sem enginn treystir í grasrótinni.

Það líklega í eina skiptið í þessu sorglega máli sem ráðherrann er nett fyndinn.

Gott að grafist sé fyrir um þessi mál, enn einn anginn af spilltum Sjálfstæðisflokki birtist landsmönnum.

VG og Framsókn spila með enda ráða þeir flokkar engu.


Skipulagsstofnun hirtir bæjaryfirvöld á Akureyri.

 

 

Athugsemdir frá ýmsum aðilum.

 

 

Deilur um háhýsi á Oddeyri voru miklar og bæjaryfirvöldum bárust margar athugsemdir um ýmislegt.

Minjastofnun, Isavia, Vegagerðin, Hafnaryfirvöld, Hverfisnefnd Oddeyrar, Skipulagsstofnun og margir fleiri. Allt að því 40 aðilar í allt.

Það mætti fara mörgum orðum um efnisatriði þessara athugasemda en það væri að bera í bakkafullan lækinn.

Þó vil ég nefna hér og taka út fyrir sviga hluta úr athugsemd frá Skipulagsstofnun.

2019 kynning

Hér má sjá hluta athugsemda frá Skipulagsstofnum. Gangrýnt er samráðleysi enda fullkomlega réttmætt, engin kynning fór fram nema að verktakinn kynnti tillöguna fullbúna og enda fór allt upp í loft.

Hér er um gríðarlega breytingu á aðlaskipulagi að ræða, skipulagi sem var samþykkt 2018.

Það er vond vinnubrögð að setja tillögu af þessum toga í auglýsingu og ábyrgðin er bæjarstjórnar. Svona tillaga á ekki að fara hrá og órædd í auglýsingu enda gerir Skipulagsstofnun alvarlegar athugsemdir.

En hvað svo ?

Skipulagsstjóri brást við og sagði að nú yrði tillagan tekin heim og unnin að nýju.

Ekki orð um samráð eða að hann hefði áttað sig á alvöru málsins hvað varðar samráðsleysi við bæjarbúa.

Ljóst að bæjarfulltrúar þurfa að vakta skipulagsstjóra og passa að leikurinn endurtaki sig ekki. Samráðsleysi og reykfyllt bakherbergi eru ekki í boði hjá Skipulagsstofnun og bæjarbúum.

Mér sýnist að sátt verði um uppbyggingu samkvæmt nýja aðalskipulaginu en breytingar af þessum toga kosti deilur og læti.

Það er því alfarsælast að halda sig við núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag Oddeyrar.


Hugmyndir um háhýsi á Oddeyri skotnar í kaf.

11BFDF817F48F42879C093221AA3558D0B82B387612D0D09152EC640034938E5_713x0Fundað var um skipulagsmál á Oddeyri í skipulagsráði í gær.

Í stuttu máli voru hugmyndir um 11 hæða hús á Tanganum skotnar í kaf.

Tugir athugasemda frá ýmsum stofnunum, Ísavia, Minjastofnun, hafnaryfirvöldum og Skipulagsstofnun sýna að farið var af stað með þessar hugmyndir af fullkominni vanþekkingu og hugsunarleysi.

Segja okkur helst að ekki eigi að láta hagsmunaðila og verktaka ráða för þegar kemur að skipulagsmálum.

Skipulagsstofnun gagnrýnir skipulagsyfirvöld og bæjarstjórn harðlega.

 

Ekki staðið rétt að kynningu.

Skipulagsstofnun gagnrýnir meðal annars hvernig staðið var að kynningu af hálfu bæjarins. Mikilvægt sé að við svo veigamiklar breytingar í gróinni byggð, verði íbúar og aðrir hagsmunaaðilar að geta fylgst með og komið að mótun slíkrar tillögu á vinnslustigi. Þá sé óljóst hvaða forsendur liggi að baki svo viðamiklum breytingum á aðalskipulagi.

Málið er komið úr þessu ólýðræðislega ferli og góð von til að hægt verði að ræða þau til farsællar niðurstöðu í sátt og samlyndi allra.

 


Tilvistarkreppa Sjálfstæðisflokksins.

2018 sjálfstæðisfuglinnSjálfstæðisflokkurinn á í alvarlegum vanda. Enn einu sinni treystir formaðurinn ráðherra í vanda eins og tveimur dómsmálaráðherrum áður. Nú hefur formaðurinn slegið skjaldborg um sjávarútvegsráðherrann þrátt fyrir að allir sjái að hann er ekki hæfur til að sinna þeim málaflokki vegna tengsla við ákveðið fyrirtæki.

Vanhæfi hans er augljóst þó þó formaður flokksins og hann sjálfur láti ekki segja sér fyrir verkum.

Framsóknarflokkurinn styður þetta með þögninni og forsætisráðherra ver ráðherrann.

Þúsundir kröfðust afsagnar ráðherrans í dag og ljóst að stuðningur VG við stjórnina sé að verða flokknum erfið. Framsóknarmenn hafa meiri aðlögunarhæfni þegar kemur að svona málum.

Eins og skoðanakannanir að undanförnu benda til er Sjálfstæðisflokkurinn í djúpum vanda. Að fylgi hans sé að mælast um 18% sýnir að staða flokksins er jafnvel enn verri en eftir hrunið og Geir Haarde. Vandi hans límist síðan á samstarfsflokkana sérstaklega Vg. Það er spurning hversu þeir treysta sér til að halda sökkvandi Sjálfstæðisflokki við völd, svo ekki sé talað um sjávarútvegsráðherra.

Árið 2008 sleit samstarfsflokkur samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn enda var vantraust á ráðherra hans algjört. Margt bendir til að styttist í svipaða stöðu því flokkurinn tengist fyrirgreiðslukerfi risanna í sjávarútvegi og augljóst hverjir panta lækkun veiðigjalda.

Það er m.a. fyrirtækið sem virðist hafa mútað með hundruðum milljóna og fært milljarða í skattaskjól.

Það mun þjóðin ekki láta bjóða sér og hætt við að aðgerðir gegn stjórnvöldum þyngist á næstu vikum.  Að mörgu leit er sem sé að byggjast upp mikil reiði í samfélaginu gegn flokknum og stjórnmálastéttinni almennt séð. Stjórnin 2008 var púuð niður á Austurvelli.

Það væri ekki sérlega óvænt að þessi ríkisstjórn hrökklaðist frá völdum eins og stjórnin 2008. En það þarf að koma fram samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins því þeir sleppa ekki valdataumum af eigin frumkvæði.

Væntanlega eru samstarfsflokkanir að meta stöðuna eins og heyra mátti á ræðu formanns Framsóknarflokksins í dag. Reynar undarlegt að þeir hafi látið bjóða sér það sem þar var lýst. Kemur kannski ekki á óvart.

Bíðum og sjáum framvinduna næstu daga. Það er mikil og vaxandi spenna í þjóðfélaginu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband