Innirviðir landsins að bresta.

Flest bendir til að innviðir landsins séu að bresta. Markviss niðurskurður stjórnmálamanna er smátt og smátt að eyðileggja máttarstólpa þjóðarinnar.

Niðurskurðarkrafan er himinhrópandi meðan réttir góðvinir fá stórkotlegar skattalækkanir og milljarðar fljóta framhjá landinu í skattaskjól erlendis og stjórnmálin sofa.

Hvað er að hrynja saman.

Heilbrigðiskerfið. Milljarða niðurskurðarkrafa meðan biðlistar lengjast, atgerfisflótti úr stéttum sem þar vinna. Landspítalinn skorinn við trog og uppsagnir blasa við þrátt fyrir mannaflaskort og yfirfullar deildir. Í boði fjármála og heilbrigðisráðherra.

Löggæslan. Niðurskurður og sparnaður er boðskapurinn þar. Árangurinn slakari löggæsla, færri lögreglumenn, óánægðari starfsmenn.

Landhelgisgæslan. Hefur ekki fjármagn í að reka nema eitt skip, flugvél í leigu erlendis til að eiga fyrir rekstri þyrlusveitar. Landhelgisgæsla í skötulíki og hvenær var síðast tekinn landhelgisbrjótur.

Pósturinn. Niðurskurðarkrafa og slakari þjónusta,uppsagir og mikill titringur meðal starfsmanna. Hvert er pólitíkin að stefna með svona niðurskurði ? sumir nefna löngun ákveðinna stjórnmálaflokka að selja þjónustuna og einkavæða. Það á eftir að koma í ljós.

Hafró. Uppsagnir og stofnunin markvisst veikt og mikil ókyrrð hjá þeim sem eftir eru. Niðurskurðarkrafa ríkisstjórnarinnar.

Rarik og Landsnet. Eins og allir sjá eru öryggismál hjá þessum fyrirtækjum langt frá því að ráða við aðstæður eins og hér sköpuðust. Hér áður var varaafl tiltækt á flestum stöðum. Núna nánast hvergi. Öryggismál í uppnámi vegna niðurskurðar og sparnaðar.

Svona mætti lengi telja.

Flestum er ljós að innviðir landins eru að bresta. Gengdarlaus niðurskurður og fjárskortur er að ganga af flestu dauðu hér og geta þessara fyrirtækja og stofnana eru komin niður fyrir ásættanlegt lágmark

Á meðan rífast þingmenn um áfengi í búðir, orðalag í ræðupúlti og geðvondur þingforseti æpir á þingmenn í hliðarsölum.

Það er löngu kominn tími til að þingmenn þessa lands og ríkisstjórn fari að átta sig á þeirri hrikalegu stöðu innviðir landins eru.

En sennilega mega þeir ekki vera að því, það er alveg að koma jólafrí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Veit nú ekki til þess að neinn sérstakur niðurskurður sé búinn að vera í gangi undanfarin ár. Þvert á móti þenst báknið sífellt meira út. Það að taka verði til í verst rekna ríkisfyrirtæki landsins, Póstinum, er ekki vísbending um niðurskurðarkröfu heldur að loksins hafi stjórnmálamenn vaknað, hent út vonlausum flokkshesti sem kom fyrirtækinu á kaldan klaka, og fengið þar inn sæmilegan rekstrarmann.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.12.2019 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband