Tilvistarkreppa Sjálfstæðisflokksins.

2018 sjálfstæðisfuglinnSjálfstæðisflokkurinn á í alvarlegum vanda. Enn einu sinni treystir formaðurinn ráðherra í vanda eins og tveimur dómsmálaráðherrum áður. Nú hefur formaðurinn slegið skjaldborg um sjávarútvegsráðherrann þrátt fyrir að allir sjái að hann er ekki hæfur til að sinna þeim málaflokki vegna tengsla við ákveðið fyrirtæki.

Vanhæfi hans er augljóst þó þó formaður flokksins og hann sjálfur láti ekki segja sér fyrir verkum.

Framsóknarflokkurinn styður þetta með þögninni og forsætisráðherra ver ráðherrann.

Þúsundir kröfðust afsagnar ráðherrans í dag og ljóst að stuðningur VG við stjórnina sé að verða flokknum erfið. Framsóknarmenn hafa meiri aðlögunarhæfni þegar kemur að svona málum.

Eins og skoðanakannanir að undanförnu benda til er Sjálfstæðisflokkurinn í djúpum vanda. Að fylgi hans sé að mælast um 18% sýnir að staða flokksins er jafnvel enn verri en eftir hrunið og Geir Haarde. Vandi hans límist síðan á samstarfsflokkana sérstaklega Vg. Það er spurning hversu þeir treysta sér til að halda sökkvandi Sjálfstæðisflokki við völd, svo ekki sé talað um sjávarútvegsráðherra.

Árið 2008 sleit samstarfsflokkur samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn enda var vantraust á ráðherra hans algjört. Margt bendir til að styttist í svipaða stöðu því flokkurinn tengist fyrirgreiðslukerfi risanna í sjávarútvegi og augljóst hverjir panta lækkun veiðigjalda.

Það er m.a. fyrirtækið sem virðist hafa mútað með hundruðum milljóna og fært milljarða í skattaskjól.

Það mun þjóðin ekki láta bjóða sér og hætt við að aðgerðir gegn stjórnvöldum þyngist á næstu vikum.  Að mörgu leit er sem sé að byggjast upp mikil reiði í samfélaginu gegn flokknum og stjórnmálastéttinni almennt séð. Stjórnin 2008 var púuð niður á Austurvelli.

Það væri ekki sérlega óvænt að þessi ríkisstjórn hrökklaðist frá völdum eins og stjórnin 2008. En það þarf að koma fram samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins því þeir sleppa ekki valdataumum af eigin frumkvæði.

Væntanlega eru samstarfsflokkanir að meta stöðuna eins og heyra mátti á ræðu formanns Framsóknarflokksins í dag. Reynar undarlegt að þeir hafi látið bjóða sér það sem þar var lýst. Kemur kannski ekki á óvart.

Bíðum og sjáum framvinduna næstu daga. Það er mikil og vaxandi spenna í þjóðfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/11/23/vilja_raeda_vid_samherjamenn/

Í Namibíu er fyrrum ráðherrum stungið í steininn og tengiliðir Samherja á sömu leið.

Svo vilja þeir heyra í Samherjamönnum.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.11.2019 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 818041

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband