Þjóðin búin að velja sinn forseta ?

Dag­ana 6. til 9. maí kannaði MMR fylgi þeirra ein­stak­linga sem höfðu til­kynnt for­setafram­boð. Niður­stöður leiddu í ljós að Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur mikla for­ystu með 59,2% fylgi. Sitj­andi for­seti, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, kom þar á eft­ir með 25,3% fylgi, en fylgi hans hef­ur minnkað um rúm 27 pró­sentu­stig frá síðustu könn­un sem gerð var í lok apríl, þegar hann mæld­ist með 52,6% fylgi.

________________

Fylgi ÓRG hefur hrunið eftir að aflandsmál fjölskyldunnar komust í hámæli.

Davíð Oddsson mun ekki skora í þessum kosningum, gæti slefað í 25%

Þjóðin virðist vera búin að velja sinn forseta, og það eru afgerandi tölur í könnun MMR.

Þetta er búið spil fyrir alla hina, það má eitthvað mikið breytast ef þetta verður ekki niðurstaðan.

Og síðustu tíðindi, bara núna.

ÓRG hættur við enda átti hann ekkert inni lengur.


mbl.is Guðni Th. með afgerandi forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bessastaðir - Jurassic park stjórnmálanna eða ?

juragarðurinn„ Það er ekki þannig að allt sé að fara á hvolf. Það er ekki ekki þannig að við verðum að halda í Ólaf Ragn­ar eða Davíð. Það er ekki svart­nætti framund­an. Við get­um haldið áfram án þess að vera und­ir ör­ugg­um hand­ar­jaðri Davíðs eða Ólafs Ragn­ars, en auðvitað er það fólki sem vel­ur for­set­ann,“ sagði Guðni.

___________________

Davíð Oddsson, Ólafur Ragnar Grímsson.

Táknmyndir hrunsins og fortíðarinnar.

Þjóðin er í dauðafæri að hafna sorglegri fortíðarhyggju og dýrkun á úr sér gengnum stjórnmálaleiðtogum.

Tveir fresskettir frá síðstu öld stjórnmálanna, eyrnabitnir og langþreyttir högnar eftir áratuga slagsmál eru ekki valkostur fyrir börnin okkar og barnabörnin.

Þjóðin þarf ekkert á þeim að halda lengur, öll þeirra merku verk eru efni fyrir sagnfræðinga og þeirra tími er liðinn.

Þjóðin er í dauðafæri að lýsa því yfir að hún horfi til framtíðar.

Fortíðin er liðin, hún var merkileg, en framtíðin er það sem skiptir máli.

Bessastaðir eiga ekki að vera risaeðlugarður gamalla stjórnmálamanna.


mbl.is Fagnar því að kosningarnar verði sögulegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættulegir stjórnmálaflokkar.

Rek­tor­ar allra há­skóla á Íslandi lýsa mikl­um von­brigðum með að há­skól­ar verði skild­ir eft­ir í þeirri sókn í ís­lensku sam­fé­lagi sem fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­arn­inn­ar fyr­ir árin 2017–2021 ger­ir ráð fyr­ir. Þar er gert ráð fyr­ir veru­legri heild­ar­út­gjalda­aukn­ingu sem end­ur­spegl­ast ekki í fjár­veit­ing­um til há­skóla- og rann­sókn­ar­starfs.

_______________

Sjálfstæðisflokkur og Framsókarflokkur eru hættulegir flokkar.

Stefna þeirra í heilbrigðismálum, menntamálum, samgöngumálum og mörgum fleiri er niðurrifsstefna.

Þeir vinna EKKI með hag lands og þjóðar að leiðarljósi.

Þeir lama innviði landsins með hörmulegri óstjórn og röngum áherslum.

Stefna þeirra er stefna misskiptingar og ófjöfnuðar.

Það er stórmerkilegt að sjá þessa flokka bæta við sig fylgi þrátt fyrir að öllum ætti að vera ljós sú hægri öfgastefna sem rekin er hjá þeim.

Þjóðin verður að vakna til vitundar um að þessi stefna er í raun stórhættuleg og lamar þjóðfélagið til lengri tíma litið.


mbl.is Rektorar landsins vonsviknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur rugludallur orðið forseti Bandaríkjanna ?

Fátt get­ur komið í veg fyr­ir að það verði þau Hillary Cl­int­on og Don­ald Trump sem kepp­ist um hylli banda­rískra kjós­enda í for­seta­kosn­ing­un­um í haust. Í nýrri skoðana­könn­un CNN er Cl­int­on með þrett­án pró­sentu­stiga for­skot á auðjöf­ur­inn kjaft­fora. For­skotið hef­ur ekki mælst meira frá því í júlí í fyrra.

__________________

Þá liggur það fyrir, Trump er frambjóðandi.

Clinton sennilega líka.

Það er því fróðlegt að velta því fyrir sér hvort það sé virkilega fræðilegur möguleiki á að rugludallur verði forseti voldugasta ríkis heims ?

Ef horft er til sögunnar þá hafa nokkir þarna komist nokkuð nærri því.

Þó held ég að þessi valkostur sem hægri menn í Bandaríkjunum ætla að tefla fram sá skuggalegasti, kannski kann einhver söguna betur en ég.

Ný könnun í USA gæti þó róðað heimsbyggðina aðeins.

Þar er Clinton með mikið forskot á Trump


Ólafi forseta er brugðið.

Fjallað er um tengsl Dor­rit­ar Moussai­eff, eig­in­konu Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar for­seta Íslands, við af­l­ands­fé­lög í er­lend­um miðlum, þar á meðal í netút­gáf­um Guar­di­an og Südd­euts­he Zeit­ung. Hún hef­ur tengst minnst fimm banka­reikn­ing­um í Sviss og að minnsta kosti tveim­ur af­l­ands­fé­lög­um. Fjöl­miðill­inn Reykja­vík Media greindi frá þessu í gær.

______________

Það er greinilegt að ÓRG er brugðið.

Hann forðast fjölmiðla og lætur embættismenn dekka sig, sem auðvitað á ekki að eiga sér stað, þetta eru hans persónulegu vandræði en ekki forsetaembættisins.

Það var umdeilt þegar ÓRG gekk bak orða sinna og hætti við að hætta.

Eftir þetta kjaftshögg hlýtur hann að hugleiða enn og aftur að breyta áformum sínum.

Eftir afdráttalausa neitun hans í fjölmiðlum ( sem sennilega vissu um mál Dorit ) hefur forseti Íslands orðið fyrir álitshnekki um allan heim.

ÓRG er örugglega kominn undir feldinn góða og hugleiðir framtíðina.


mbl.is Erlendir miðlar fjalla um Ólaf Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar liggur lína siðbótar ?

Lög­fræðing­ur mun fara yfir mál fram­kvæmda­stjóra Sam­einaða líf­eyr­is­sjóðsins á stjórn­ar­fundi á morg­un. Stjórn­ar­formaður tel­ur ekki víst að fram­kvæmda­stjór­inn hafi gerst brot­leg­ur með því að til­kynna stjórn­inni ekki um tvö af­l­ands­fé­lög.

________________

Margir hafa það á tilfinningunni að þjóðfélagið sé rotið af spillingu.

Hvor það er orðum aukið er ekki ljóst enn sem komið er.

Það fer þó ekki á milli mála að tvær þjóðir eru í þessu landi.

Það eru þeir sem hafa haft aðstöðu til og hafa gamblað með peninga í skattaskjólum þar sem þau eru í boði.

Og svo hinir sem áttu sparisjóðsbók í sparisjóðnum eða bara alls ekki neitt.

Siðbótarumræðan er hávær þessa dagana og sumir hafa sagt af sér trúnaðarstöðum þegar þeir sjá að gjörðir þeirra geta skaðað með réttu eða röngu.

Svo eru það hinir sem vita ekkert, muna ekkert eða sjá ekkert að þessu.

En mér sýnist að þjóðin hafi dregið sína siðbótalínu.

Ef þú hefur á einhvern hátt tengst aflandsfélögum og verið að brasa eitthvað í skattaskjólum þá áttu að víkja ef þú gegnir opinberum embættum.

Þetta er lína sem er í gildi í hinum vestræna heimi en varla á Íslandi fram að þessu.

Nokkrir hafa sagt af sér, forsætisráðherra, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs, gjaldkeri stjórnmálaflokks.

Nú bíða menn eftir viðbrögðum fleiri hákarla.

Hvað gerir forsetinn, fjármálaráðherrann, innanríkisráðherrann og fleiri sem nú eru opinberaðir ?

Lína siðbótar er dreginn í sandinn, hvað munu margir láta sem þeir sjái hana  ekki ?

Og sumir sjá bara ekkert að þessu.


mbl.is Ekki viss um sök Kristjáns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki króna í flughlað Akureyrarflugvallar í samgönguáætlun ?

2016 flugvöllurUmhverfis- og samgöngunefnd hefur afgreitt fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015 til 2018. Nefndin hefur lagt til breytingartillögur sem snúa m.a. að flugvallarmálum. Þannig leggur nefndin til vegna flughlaðs á Akureyrarflugvelli verði veittar 100 millj. kr. árið 2016, 25 millj. kr. árið 2017 og 100 millj. kr. árið 2018. Þegar var búið að tryggja 50 milljónir króna fyrir árið 2015. Ekki var reiknað með flughlaði í upprunalegri áætlun en því mótmæltu bæjaryfirvöld á Akureyri harðlega.

(vikudagur 2015)

Ekki er gert ráð fyrir fjármagni í nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli í drögum að fjögurra ára samgönguáætlun. Fyllingarvinna í fyrsta áfanga nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst skömmu eftir áramót og lauk í síðasta mánuði þegar búið var nota það fjármagn sem veitt var í efnaflutning úr Vaðlaheiðargöngum í flughlaðið, eða 50 millj­ónir. Nóg er þó til að efni til að keyra.

(vikudagur 2016.)

Vikudagur hefur flutt fréttir af framkvæmdum við flughlað Akureyrarflugvallar.

Fyrrum forsætisráðherra hefur talað digurbarkalega um samgöngumál úti á landi og lofað ýmsu.

Árið 2015 var kreist út fjármagn sem nam 50 milljónum til að byrja.

Bæjaryfirvöld á Akureyri toguðu út þær milljónir.

Umhverfis og samgöngunefnd þingsins lagði síðan til 225 milljónir á árunum 2016 - 2018.

Ekki króna er í drögum að samgönguáætlun nú og ljóst að meirihlutaflokkarnir ætla að svíkja þetta loforð með bros á vör.

Hvað segir formaður samgöngunefndar við þessari staðreynd.

Ríkisstórnin hefur engan áhuga á samgöngubótum á Norðurlandi og þrátt fyrir tvo ráðherra og formann samgöngunefndar er ekki króna í flughlaðið á Akureyri.

Það virðist því sem Akureyringar sitji uppi með uppfyllingar næstu árin sem engu hlutverki gegna nema auka ryk og óhreinindi á Akureyrarflugvelli.

Kannski birist þetta í loforðalista ríkisstjórnarflokkanna fyrir kosningar í haust, ef þær þá verða.

 


Forseti valdhafanna - viljum við það ?

2016 bessastaðirÞað dylst engum gríðarlegur fögnuður Framsóknarforustunnar með framboð ÓRG.

Forsætisráðherra fagnar og lýsir yfir stuðningi við fráfarandi forseta og nú forsetaframbjóðanda.

Formaður þingflokks Framsóknar lýsir sömuleiðis yfir miklilli gleði.

Framboð ÓRG er rammpólitískt flokksframboð og nokkuð ljóst að atburðarásin á Bessastöðum var hönnuð og búin til að þessari sömu samsteypu.

Við höfum stundum fengið forsetaframboð sem hægt er að rekja beint til stjórnmálaflokka.  Kannski fleiri en færri.

Við munum síðastu kosningar þegar ÓRG gerði allt sem í hans valdi stóð til að tengja hættulegasta frambjóðandann stjórnmálaflokki.

Það tókst að nokkru leiti.

Hann sjálfur var hinn engilhreini frambjóðandi fólksins.

En nú er öldin önnur.

Það dylst engum að ÓRG fer fram með stuðningi og ef til vill frumkvæði Framsóknarflokksins.  Það er nýtt hjá honum.

Þetta er ákveðin áhætta því eins og staða Framsóknarflokksins er í hugum landsmanna er ekki víst að þessi tenging verði ÓRG til framdráttar.

Ég persónulega gæti aldrei kosið til forseta mann sem stjórnmálaflokkur styður, það er alltaf ólykt af slíku framboði.

Ef forsetaembættið á rétt á sér sem ég er alls ekki viss um, þá á þar að sitja persóna sem á engar tengingar í stjórnmálaflokka, síst eins og ástandið hefur verið að undanförnu.

Framboð ÓRG er flokkspólitískur hráskinnaleikur sitjandi valdhafa og hefur þann tilgang að halda óbreyttum valdahlutföllum í landinu og tryggja að hinar ráðandi stéttir tapi engu af forréttindum sínum.

En vafalaust munu margir láta blekkjast, fráfarandi forseti er meistari blekkinganna.


Forsetaframboð með stuðningi Framsóknarflokksins.

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, boðaði á blaðamanna­fundi í gær að hann hygðist sækj­ast aft­ur eft­ir end­ur­kjöri til embætt­is for­seta Íslands, en aðeins eru tæp­ir fjór­ir mánuðir síðan hann til­kynnti hið gagn­stæða í ára­móta­ávarpi sínu til þjóðar­inn­ar á ný­árs­dag.

____________________

Þá vitum við það, ÓRG fer fram þrátt fyrir yfirlýsingar um annað í hinu virðulega áramótaávarpi.

Kemur nokkuð á óvart að forsetinn standi ekki við orð sín.

En það áhugaverðasta er að miðað við yfirlýsingar varaformanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra er forsetinn frambjóðandi með blessun Framsóknarflokksins í farteskinu.

Veit ekki hversu móttækileg þjóðin er fyrir meiri áhrifum Framsóknar á landsmálin.

Enginn hinna formanna stjórnmálaflokkanna vildi tjá sig um þessi mál enda ekki við hæfi að svo sé.

En Framsóknarflokkurinn og forsetinn virðast gengnir í eina sæng og ef til vill hafa nú myndað kosningabandalag á báða bóga.

Framsókn styður ÓRG, ÓRG styður Framsókn.

Nýtt í sögu forsetaembættisins.


mbl.is Fer fram í sjötta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættur við að hætta við að hætta við að hætta, við að hætta.

 

 2016 hætta við 

  Hætta eða ekki hætta.

  Hætta við að hætta við að hætta.

 Hætta við að hætta við að hætta við að hætta.

 Hætta við að hætta við að hætta við að hætta við að hætta.

 Kosturinn við vindahana þó þeir snúist hring eftir hring eftir því sem vindurinn blæs á eru þeir alltaf fastir á sama stað og hjakka í sama farinu.  

 Þeir eru langt ofar því sem nokkur maður getur skilið og hafa ákveðið hlutverk sem þeir einir skilja.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 820357

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband