Hvað er til ráða þegar æðstu menn fara á taugum ? - báðir í einu.

„Ég vek athylgi á einu, þegar ég kom af þessum fundi þá var ég brosandi, glaður. Forsetinn hins vegar rauk til í óðagoti og, mér heyrist af lýsingum, í geðshræringu og hélt skyndiblaðamannafund og braut áratugagamla hefð um reglur sem gilda í samskiptum forsætisráðherra og forseta,“ sagði Sigmundur.

Hvað er til ráða þegar forseti og forsætisráðherra fara á taugum, báðir í einu.

Hvar eru varnaglar lýðveldisins þá.

Forsetinn segir að forsætisráðherra hafi mætt í miklu uppnámi án þess að hafa rætt nokkuð við samstarfsflokk sinn eða eigin þingflokk.

Það er rétt og hefur verið staðfest.

Nú segir fyrrum forsætisráðherra að forsetinn hafi farið á taugum og verið í miklu uppnámi.

Ekki veit ég hvort er réttara en þó er ljóst að hér voru mál langt frá því að vera í eðlilegum farvegi.

Kannski fóru þeir báðir á taugum samkvæmt þeirra eigin lýsingum.

Ljótt er ef satt er, þá er líklega ekkert annað í spilunum en vanda sig næst við val á þessum ráðamönnum.

Allavegnana mega þeir ekki vera jafn viðkvæmir og taugaslappir eins og þeir félagar Ólafur og Sigmundur lýsa hvor öðrum.


Menntamálaráðherra er horfinn - eða hvað ?

Ég veit svo ekki hvað þess­ari tveir ráðherr­ar töluðu sam­an um en ég hef alla­veg­ana ekki fengið viðbrögð í kjöl­farið. Mennta­málaráðherra var hér á ferðinni í gær. Hann sá ekki ástæðu til að hafa sam­band við okk­ur og ræða við okk­ur þá held­ur. Þeim er full­ljóst að ég hef óskað eft­ir fundi,“ seg­ir Sig­ríður Huld og vís­ar til frétta af heim­sókn mennta­málaráðherra til Ak­ur­eyr­ar í gær.

_________________

Ríkisstjórn Íslands, menntamálaráðherra og fjármálaráðuneyti reka skemmdaverkastarfssemi í skólakerfinu.

Menntamálaráðherra er greinilega á flótta og ef til vill ástæða til að lýsa eftir honum sérstaklega.

Fjármálaráðuneytið virðist vera til skammar í þessu máli.

Allt er þetta ferli í gangi án þess að stjórnarþingmenn kjördæmisins sýni nokkur viðbrögð.

Það er að verða hreint undrunarefni hvað er hér í gangi.

Til þess að það upplýsist þarf að króa menntamálaráðherra af og láta hann standa fyrir máli sínu og ráðuneytanna.

En Illugi er laginn við að láta sig hverfa þegar óþægileg mál skjóta upp kollinum.


mbl.is Verkmenntaskólanum mætt með þögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruglstefna menntamálaráðherra.

Þó kastaði tólf­un­um í fjár­svelti­stefnu yf­ir­valda í byrj­un þessa árs þegar fjár­málaráðuneytið ákvað að hætta al­farið að greiða rekstr­ar­fé til skól­ans. Op­in­ber skýr­ing ráðuneyt­is­ins er halla­rekst­ur árs­ins 2015 en halli þess árs byggði að stærst­um hluta á vanáætl­un ráðuneyt­is­ins sjálfs á kostnaði við kjara­sam­inga sem fjár­málaráðherra gerði við kenn­ara árið 2014. Í þeim sama samn­ingi er und­ir­rituð yf­ir­lýs­ing ráðherra fjár­mála og mennta­mála um að þeir muni tryggja fjár­muni vegna samn­ings­ins. Það gerðu þeir ekki og þess vegna voru fjöl­marg­ir fram­halds­skól­ar rekn­ir með halla á síðasta ári, þ.á.m. VMA. Staðan er nú grafal­var­leg og skól­inn nán­ast gjaldþrota.

_____________

Hvað gengur menntamálaráðherra til ?

Og ríkisstjórninn virðist styðja niðurrifsstefnu Illuga.

Það er stórmerkilegt að sjá stjórnarþingmenn NA kjördæmsis sem virðast styðja niðursrifsstefnum menntamálaráðherra.

Frá þeim heyrist ekki múkk þó augljóslega sé verið að drepa VMA vísvitandi.

En af hverju vill menntamálaráðherra drepa öflugasta framhaldsskóla á landinu með stuðningi stjórnarþingmanna kjördæmisins ?

Það er stóra spurningin sem kannski einhver getur svarað.

Það er alveg öruggt að stjórnarþingmenn NA kjördæmis verða dregnir til ábyrgðar í kosningum í haust.


mbl.is Segja skólann nánast gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítur forsetaframbjóðandi niður á kassafólk í Bónus ?

Ég heyrði viðtalið við Andra Snæ og mér ofbauð. Ég velti því fyrir mér hvort þú værir kannski betur kominn á kassa á Bónus.

( tilvitnun í Ástþór Magnússon )

Hvað meinar frambjóðandinn ?

Er hann að hrósa spyrjandanum ?

Eða lítur hann niður á kassafólk í Bónus og telur spyrilinn ekki hæfan til annars ?

Það væri fróðlegt að vita hvort forsetaframbjóðandinn flokki landsmenn eftir störfum sínum, hæfur, minna hæfur, minnst hæfur ?

Mikið hæfur, meira hæfur, mest hæfur.

En sannarlega vakti þessi samlíking athygli mína.

Óneitalega skynjar maður fordóma í þessari athugsemd en það er kannski misskilningur.


Svindlað á neytendum í boði Bjarna Ben.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins fór mikinn í ræðustól Alþingis í dag þar sem hann benti á að íslensk verslun hafi ekki skila tollalækkunum ríkisins á fatnað og skóm til neytenda. Vísaði Þorsteinn þar til verðlagsvaktar Alþýðusambands Íslands sem leiddi þetta í ljós og benti Þorsteinn á að íslensk verslun hafi heldur ekki staðið skil á styrkingu íslensku krónunnar.

___________

Þegar það lá fyrir að tollalækkanir voru í spilunum, þá gengu ýmsir á fjármálaráðherra og kröfðu hann svara um hvernig ríkisvaldið ætlaði að tryggja að neytendur fengju afrakstur þeirra í eigin vasa.

Flestir gerðu ráð fyrir að í ljósi sögunnar kæmi lítið af slíkri breytingu til neytenda.

Og fjármálaráðherra skilaði auðu í því máli, pass var sögnin, hann ætlaði bara að treysta því að verslunin stæði við sitt.

Flestum fannst fjármálaráðherra heldur bláeygur í afstöðu sinni og sumir efuðust um að hann væri að segja sannfæringu sína.

Kannski vildi hann að verslunin fengi þetta í vasann, það eru sterkari strengir milli Sjálfstæðisflokks og verslunaráðs en til neytenda.

Og auðvitað gekk það eftir sem spáð var, neytendur fengu nánast ekki neitt af þessum lækkunum, og ekki má gleyma að þetta spilaði rullu í kjarasamningum.

Það breytist fátt á hinu spillta Íslandi, því miður.

 


Því ekki að nota rétt nafn.

2016 nasaEndurbyggja NASA.

Sérkennilegt að tala um að endurbyggja Nasa þar sem þessi salur hýsti skemmtistaðinn NASA í blálokin.

Hér væri rétt að tala um að endurbyggja sal Sjálfstæðishússins í upprunalegri mynd. Það er ekkert upprunalegt við NASA.

Síðan gekk þessi skemmtistaður undir nafninu BLÁA STJARNAN OG SIGTÚN Í framhaldi af því varð þetta mötuneyti Póst og símamálastofnunar og þá gekk þessi staður áfram undir nafninu Sigtún.

Maður fór í hádegismat í Sigtún sem starfsmaður og fékk þar ýsu í floti á mánudögum og steik á fimmtudögum.

NASA var síðan opnað síðla árs 2001.

Nóvember 2001


mbl.is Endurbyggja Nasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérlegur hagsmunavörður sægreifanna.

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra tel­ur ekki sann­gjarnt að taka sér­stakt gjald af sjáv­ar­út­veg­in­um um­fram aðrar at­vinnu­grein­ar sem nýta auðlind­ir lands­ins með ein­hverj­um hætti. Þau séu í raun auka­skatt­ur á hluta lands­byggðar­inn­ar. Best sé að nýta skatt­kerfið til að inn­heimta arð af auðlind­um og setja all­ar at­vinnu­grein­ar und­ir sama hátt.

____________

Sjávarúvegsráðherra er sérlegur hagsmunagæslumaður sægreifa og landbúnðarmilliliða.

Hann lítur á það sem hlutverk sitt að gæta hagsmuna þeirra gagnvart fólkinu í landinu.

Hann er settur í það að sjá til þess að þeir sleppi með sem minnst til samneyslunnar og hafi nokkuð frían aðagang að þjóðarverðmætum.

Þrautþjálfaður hagmunagæslumaður úr heimi kaupfélaganna.


mbl.is Veiðigjöld ekki sanngjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilboð ársins - ókeypis forseti.

Þá liggur það fyrir.

Þjóðin getur valið sér forseta sem kostar ekki neitt.

Vill selja Bessastaði og vinna frítt.

Enda hefur hann það rífleg eftirlaun sem borgarstjóri, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, seðlabankastjóri og ritstjóri.

Þetta er það fjandi mikið að hann þarf ekki meira.

Á vinnumarkaði heitir þetta sennilega ólöglegt undirboð.

Svona undirboðsvindl eins og þekkist hjá óprúttnum starfsmannaleigum.

Tilboð sem þjóðin getur ekki látið framhjá sér fara.

Ókeypis forseta í stólinn strax.

 


mbl.is Kosningabaráttan rétt að byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott upphaf að nýju Íslandi. Hrunkóngi hafnað.

Í nýrri könn­un Maskínu kem­ur fram að tveim­ur af hverj­um þrem­ur kjós­end­um hygg­ist kjósa Guðna Th. Jó­hann­es­son í for­seta­kosn­ing­un­um 25. júní.

Kjósendur horfa til Guðna Th. á Bessastaði.

Það er gott að sjá að kjósendur hafna gamla forsætisráðherranum með afgerandi hætti.

Gönuhlaup Davíðs er sérkennilegt og hefði nú einhver trúað að hann væri betur læs á strauma þjóðfélagins.

Fólkið í landinu vill ekki gamla hrunverja og pólíkusa, þegar þeir hverfa úr áhrifastöðum er það gott innlegg í nýtt Ísland.

En einhvernvegin hefði maður reiknað með að Davíð fengi meira fylgi en 15%.

Það segir okkur að góður hluti Sjálfstæðismanna ætla ekki að styðja fyrrum formann sinn.

Aðrir frambjóðendur eru ekki með í baráttunni og undarlegt að einhver sé tilbúinn að eyða miklum fjármunum í vonlaus framboð, en svona er lýðræðið.

 

 


mbl.is Tveir þriðju ætla að kjósa Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræðagangurinn á iðnaðarráðherra.

Þrátt fyr­ir þetta hefði Landsnet við und­ir­bún­ing fram­kvæmd­anna ekki látið fara fram sér­staka at­hug­un á þeim mögu­leika að leggja jarðstreng, held­ur hefði hann einkum vísað til al­mennra sjón­ar­miða um kosti og galla slíkra strengja. Þá hefði ráðherra ekki haft for­göngu um að þetta atriði yrði sér­stak­lega at­hugað áður en hann tók ákvörðun um að heim­ila eign­ar­nám.

____________

Ragnheiði Elínu ráðherra iðnaðarmála gengur illa að ljúka málum.

Leið hennnar í embætti er vörðuð klúðri og árangursleysi.

Nú hefur Hæstiréttur ógilt ákvörðun hennar um eignarnám.

Ástæðan - klúðurleg og óvönduð vinnubrögð.

Landnet hefur fram að þessu fundið sér allt til að hafna jarðstrengjum en nú eru þeir stöðvaðir.

Ráðherrann hefur ekki haft neina forgöngu um að láta þá vinna betur og nú er þetta mál í uppnámi eins og margt í þessu ráðuneyti.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 820356

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband