Að efla umhverfisvitund í sveitarfélögum.

00 2020 6  júlí sól og sól-0351Þegar líður að vori kemur ýmislegt í ljós sem safnast hefur í bænum okkar sem er að öðru jöfnu fallegur og íbúum til sóma. Sama má segja um önnur sveitarfélög á NA landi. Þó verður að segja að á sumum stöðum er pottur brotinn og nokkrir staðir hér í bæ eru sannarlega ekki til sóma.

 

Heilbrigðisnefndin hefur rætt þessi mál og hefur ákveðið að taka þessi mál fastari tökum. Á síðasta fundi nefndarinnar voru þessi mál rædd og send bókun frá fundinum sem hvatning og upptaktur að hreinsun og það að reyna að efla umhverfisvitund á svæðinu. Heilbrigðisfulltrúi mun hitta forráðamenn sveitarfélaganna á NA landi og ræða framhaldið.

 

Samvinna heilbrigðisyfirvalda og sveitarfélaga er lykill að vel takist til.

 

Bókun nefndarinnar var svohljóðandi.

 

Heilbrigðisnefnd lýsir yfir ánægju með árlegar vortiltektir sveitarfélaga þar sem einstaklingar og fyrirtæki eru hvött til dáða og veitt aðstoð við að hreinsa lóðir og lendur, t.d. með því að leggja til gáma og flutningstæki til söfnunar, flutnings og förgunar á lausadóti sem hefur safnast fyrir frá síðustu vortiltekt.

 

 

Heilbrigðisnefnd hvetur sveitarfélög til þess að efla og treysta slíkar aðgerðir, s.s. með því að eiga samninga við verktaka sem geta fjarlægt númerslaus farartæki, lausadót og drasl, jafnt á lóðum sem á víðavangi og bæði í þéttbýli og til sveita (dráttarbílaþjónusta, vörubílaþjónusta) í samstarfi við heilbrigðisfulltrúa.

 

Í einhverjum tilvikum getur þurft að beita þrýstingi og þvingunarúrræðum skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar á Norðurlandi eystra nr. 463/2002.

 

Heilbrigðisnefnd vekur einnig athygli á mikilvægi þess að sveitarfélög bregðist við þegar einstaklingar og fyrirtæki virða ekki lóðamörk og geyma eða skilja eftir ýmisskonar lausadót á landi viðkomandi sveitarfélags eða nágranna í óþökk og óleyfi.

 

Þá er athygli vakin á mikilvægi þess að sveitarfélög geri kröfu um að eigendur eða umráðamenn gáma í langtímastöðu afli sér stöðuleyfis hjá viðkomandi sveitarfélagi í samræmi við reglur þar um.

 

Jón Ingi Cæsarsson formaður Heilbrigðisnefndar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband