Einkavæðing í boði Vinstri grænna.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning sem gerður hefur verið milli Sjúkratrygginga Íslands og Heilsuvernd hjúkrunarheimili um rekstur Öldrunarheimila Akureyrar, (ÖA). Heilsuvernd tekur við rekstrinum um næstu mánaðamót. Frá þessu er greint á

( vikublaðið )

 

Ekki laust við að ég sé undrandi þessa dagana. Eftir margra ára hallarekstur skilaði Akureyrarbær rekstri dvalarheimila í bænum til Sjúkratrygginga. Ekki var nokkur skynsemi í að láta útsvarsgreiðendur á Akureyri borga mörg hundruð milljónir fyrir ríkið sem hefur ekki staðið við sinna hluta í kostnaði.

Hlid

Nú hafa Sjúkratrygginar samið um einkavæðingu dvalarheimila á Akureyri við einkafyrirtækið Heilsuvernd sem væntalega er hagnaðardrifið því varla eiga þeir varasjóði til að greiða með þessum rekstri eins og skattgreiðendur á Akureyri hafa gert árum saman. Hvernig það hefur verið leyst veit enginn því ekki hafa þessir samningar verið birtir almenningi.

 

Það sem hefur því gerst er að á vakt Vinstri grænna hefur farið fram ein mesta einkavæðing í sögu heilbrigðismála á Íslandi.

 

Hvernig ætlar Heilsuvernd síða að ná jafnvægi í rekstri, varla hafa Sjúkratryggingar greitt þeim hærra fyrir þennan rekstur en sveitarfélögum almennt, en allir vita að sá rekstur er í miklum vanda um allt land.

 

Það er því varla önnur leið sjáanleg en þurfi að lækka kostnað, og hvernig gera fyrirtæki það ?  Þau fækka starfsmönnum, lækka kaup og spara í þjónustu almennt.

 

Það verður því fróðlegt að fylgjast með þessu máli á næstunni, einkafyrirtæki hlýtur að bregðast við með sýnilegum hætti fljótt og örugglega, varla tjaldar það lengi hallareksti um tugi milljóna á mánuði mjög lengi.

 

Eðlilegast er að Sjúkratryggingar birti samninginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 818125

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband