Sameinið sveitarfélög !!

Ítrekað heyrum við af vandamálum sem skapast í samskiptum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það er kannski ekki undarlegt því þau eru komin í eina kös og landamæralínur eru aðeins sjáanlegar á korti og ég er viss um að mjög margir íbúar þarna hafa ekki grænan grun um hvar þetta eða hitt byrja og annað endar.

Umræðan undanfarin ár hvað varðar sveitarfélög úti á landi er að sameining sveitarfélaga sé nauðsynleg til að ná sklvirkni og tryggja góða þjónustu við íbúa landsins. Ég er sammála þessu og enn er langt í land með að því marki sé náð. Líklega kemur boð að ofan þar sem sveitarfélögum verður gert að sameinast svipað og var að gerast í Danmörku nýverið.

En hefur einhverntíman verið talað um að sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ? Í það minnsta ekki í alvöru. Að mínu mati er það ekki síður mikilvægt að slíkt ferli eigi sér stað á yfirfullu svæðinu og auðvitað er það hagkvæmt og skynsamlegt að sameina á þessu svæði. Sennilega er skynsamlegast að setja allan pakkann undir sömu stjórn því allt er þetta að verða meira og minna sameiginlegt, strætó, orka, vatn, samgöngur, vegakerfi, umhverfi, sorp og svo framvegis.

Höfðuborgarbúar...hættið þessum núningu og karpi og setjið af stað sameiningarferli þar sem öllu þessu svæði verður komið undir markvissa og sterka stjórn. Þannig er hag íbúanna best borgið þó svo einhverjir missi spón úr aski sínum í pólitíkinni.


mbl.is Erum í gíslingu Garðbæinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það vill ekkert sveitarfélag sameinast með Garðbæingum..  og hver á að geta unnið með Gunnari Birgis í kópavogi ?

Óskar Þorkelsson, 4.10.2007 kl. 12:29

2 Smámynd: Daði Einarsson

Er það ekki frekar að Garðbæingar eru ekki tilbúnir að taka við skuldasúpunni hjá hinum sveitarfélögunum á svæðinu?

Daði Einarsson, 4.10.2007 kl. 15:41

3 identicon

Afhverju ætti eitt ríkasta bæjarfélagið, ef ekki það ríkasta, að vilja sameinast við bæjarfélagi sem á ekki aur og var að hafna álveri sem hafði gefið þeim 800milljónir í vasann á ári...? :)

Gerti (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818146

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband