Stefnubreyting VG eða hvað ?

Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins fullyrti í sjónvarpssfréttum í gær að Vinstri hreyfingin grænt framboð styddi álver á Bakka. Ef þetta er rétt hjá þingmanninum eru þetta stórpólitisk tíðindi. Baldvin bæjarfulltrúi þeirra fullyrti þetta í fjölmiðlum fyrir nokkru en var skotinn í kaf með það af flokksforustunni.

Nú bíð ég spenntur eftir að heyra Steingrím Jóhann segja þetta sjálfan. Það verður stórmerkilegt að heyra hann segja að hann styðji eitthvað og leggi jákvætt lóð á vogarskálar. Það væri mikill léttir og mundi auka álit mitt á flokknum og þingmanninum þegar í stað.

Nú er að vita hvort hinn nýji þingmaður Framsóknar sé ekki á bjartsýnisvilligötum með þessa fullyrðingu því örskömmu eftir að ég heyrði þetta sá ég fullyrðingar Þuríðar Backmann um samstöðuleysi stjórnarandstöðunnar.

Það verður stórmerkilegt að heyra VG lýsa yfir stuðningi við stóriðjuáform á Norðurlandi.... ef ég ætti hatt mundi ég lofa að éta hann ef slíkt gerist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar stjórnmálamenn á borð við undarleg fyrirbæri sem kennd hafa verið við Framsóknarflokkinn eru spurðir hvað þeir vilja gera til að efla atvinnu í landinu er aðeins ein hugmynd um það á þeim bæ. Og hvað skyldi það nú vera Jón minn góður? Jú Framsókn virðist aðeins sjá álver sem eina haldreipið til að bjargráða og það helst í hverju krummaskuði landsins!!

Nú er búið að fórna ótrúlega miklum náttúrurperlum, nánast fleygja þeim fyrir svín, breyta fögrum fossum, gróðurlendum, helstu burðarsvæðum hreindýrastofnsins og gæsavarpi á Íslandi og breyta í stærsta drullupoll landsins meðan flest virðist vera í besta lagi niðri á Reyðarfirði. En lokareiknigurinn frá Impregíló hefur hvorki borist enn né verið gerður upp og að öllum líkindum mun hann ekki verða í lægri kantinum. Bankar og lánastofnair í gjörvöllum heiminum pressa á fyrirtæki þetta að sýna gróða út úr þessu verkefni sem öðrum. Fyrir um 2-3 árum tapaði Impregiló um 800 milljónum evra á stóru samgönguverkefni á Norður - Ítalíu en hlutaféð er einungis 709 milljónir evra. Ætli við Íslendingar sleppum billega frá þessum viðskiptum? Flest bendir til að skellurinn verði stór þegar lokareikningurinn berst loksins. Sagt er að Impregíló hafi mjög góða verkfræðinga. En þeir eru sagðir hafa einnig afburða lögfræðinga og þeir muni óspart vísa á að útboðsgögnin hafi meira og minna verið áfátt að verulegu leyti!

Fyrir nokkru var stóriðjunni veittar feyknamiklar gjafir. Þeim var úthlutaðir mengunarkvótar fyrir milljónir lesta af CO2  ÁN ÞESS AÐ KRAFIST VAR EINNAR EINUSTU KRÓNU FYRIR! Finnst þér Jón Ingi þetta vera góð viðskipti? Á frönsku heitir það þegar maður hefur gert góð kaup: bon marché. En hafa Íslendingar keypt köttinn í sekknum með þessari gríðarlegu stóriðju? Við höfum gerst ótrúlega léttlyndir. Verður kannski Landsvirkjun kannski ítalskt fyrirtæki ef það verður tekið pp í skuld?

Áleitin spurning er hvort Framsóknarflokkurinn hafi fengið greiðslur í flokkssjóði sína vegna þess ótrúlega mikla skilnings sem hann hefur sýnt stóriðjunni. Um það gæti orðið einhver senna en sem dæmi má nefna að Mosi lenti í stappi við framkvæmdarstjóra flokks þessa á síðum Morgunblaðsins vegna mismunandi sjónarmiða um eðlilegar reglur sem þyrftu að vera um starfsemi stjórnmálaflokka á Íslandi, rétt eins og í öðrum löndum sem kenna sig við lýðræði. Framsóknarmenn vilja helst ekki kannast við vandamálið og er það svo sem eðlilegt að þeir vilja helst ekki sjá lengra en út fyrir álhólinn.

Mosi - alias

Guðjón Sigþór Jensson, 3.10.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður póstur Guðjón

Óskar Þorkelsson, 3.10.2007 kl. 21:37

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Flottur Guðjón...nú kannast ég við kappann. Ég var í sjálfu sér ekki að taka afstöðu til álvers þarna eða annarsstaðar. Það sem mér þótti áhugavert var að þingmaður Framsóknar fullyrti að VG styddi þessar hugmyndir. Mér þótti þetta nokkuð undarlegt því VG styður hvorki eitt né neitt og eru bara fúll á móti.

Nú hefur formaður VG neitað þessari fullyrðingu Höskuldar...það gerði hann i kvöldfréttum...og mér eiginlega léttir nokkuð..allt eðlilegt og við það sama og VG á móti eins og venjulega.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.10.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband