Alcoa í ímyndarvinnu.

Þjóðinni var brugðið í lok síðustu viku þegar lýsingar á meðferð starfsmanna Alcoa bárust um landið. Tvær konur voru reknar og meðferð þeirra var afar niðurlægjandi og fyrirtækinu til skammar. Þær voru leiddar út úr húsi undir eftirliti og gert að yfirgefa svæðið eins og sakamönnum. Ástæður uppsagnanna voru óljósar og áminningar ekki gefnar eins og gera má ráð fyrir.

En nú hafa þeir Alcoa menn snúið við blaðinu, kalla aðferðafræði uppsagnanna mistök og hafa lýst því yfir að þær hafi ekki verið samkvæmt vinnureglum fyrirtækisins. Frétt þessi af konum í vinnu er auðvitað hluti af því að endurreisa álit fyrirtækisins.

Eðlilegt að fyrirtækið bregðist við með þessum hætti því bylgja hneykslunnar fór um landið og ímyndarvinna fyrirtækisins undafarin misseri hrundi í vetfangi. Viðbrögð verkalýðshreifingarinnar voru líka sterk og afgerandi þannig að málið fór ekki framhjá nokkrum manni. Nú hefur fyrirtækið lýst því yfir að svona nokkuð gerist ekki aftur og það er vel. Þó tel ég fulla ástæðu til að fylgjast vel með því sem gerist hjá þessum alþjóðlegum fyrirtækjum sem fara sínu fram á ýmsum stöðum í heiminum.

Þetta upphlaup var eiginlega svo fáránlegt að það mætti halda að þarna hefði stjórnað för einhver sem var vanur að starfa á svæðum sem svona nokkuð þykir sjálfsagt.

Það er frábært að sjá og heyra að fyrirtækið ætla ekki að gera svona vinnubrögð að reglu og hafa vonandi reynt að bæta þeim einstaklingum sem urðu fyrir þessar niðurlægingu eins og mögulegt er í stöðunni.

Oft þarf að segja upp fólki en hér á landi tíðkast ekki að reka fólk með barbarískum aðferðum og það held ég að Alcoa hafi skilið til lengri tíma.


mbl.is Hvergi fleiri konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér finnst jákvætt að fyrirtækið skuli bregðast svona við þessu máli.  Þeir líta málið alvarlegum augum, eins og Geir Hallgrímsson í gamla daga. 

Þessi uppsagnaraðferð lítur ekki vel út og er gagnrýnisverð, svo ekki sé meira sagt.

Alcoa hefur verið að gera marga góða hluti og vil hafa jákvæða ímynd.  Það hafa verið margar jákvæðarfréttir af fyrirtækinu, en afar fáar.  Ef aldrei kæmi neikvæð frétt um svo áberandi fyrirtæki,  hvaða sögu segði það um íslenska fjölmiðla?

Jón Halldór Guðmundsson, 30.10.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818223

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband