Er Katla hættulegust ?

Í texta þessarar frétta stendur "langhættulegasta eldstöð landsins". Auðvitað er Katla hættuleg eldstöð eða afleiðingar goss þar. Hlaupið ógurlega sem geysist niður sandana eru gríðarlegar náttúruhamfarir en taka fljótt af. Sjálf eldstöðin gýs ösku og ekki hættulegri en aðrar sem slík.

Ég held að þessi fullyrðing um hættulegustu eldstöð landsins standist ekki. Hin gríðalega löngu og kröftugu gos á Síðumannaafrétti eru auðvitað skelfilegar náttúruhamfarir þó svo við í nútíma höfum ekki upplifað slíkt. Móðuharðindin og það sem þeim fylgdi annað eru ekki fjarri okkur í tíma og merki eru um jafnvel enn stærri gos á því svæði sem hafa sent hraun til sjávar við suðurströndina. Hræddur er ég um að slíkt gos í nútímanum hefði miklu meiri afleiðingar á íslenskt þjóðlíkf og veðurfar. Jafnvel er því haldið fram að gosið 1789-90 hafi valdi dauða milljóna manna um allan heim á þeim tíma. Hverjar afleiðingar slíks goss yrðu í dag eru ekki fyrirsjáanlegar. Eldgjárgosið á tíundu öld á líklega rætur að rekja til megineldstöðvarinnar undir Mýrdalsjökli þannig að horft til þess er þetta auðvitað hættuleg eldstöð sem slík.

Ekki má svo gleyma sprengigosunum í Öræfajökli á fjórtándu og átjándu öld og gríðarlegu sprengigosi í Öskju 1875. Ég held að við nútíma íslendingar höfum ekki kynnst stórgosum og afleiðingum þeirra. Þessi fullyrðing um langhættulegustu eldstöð landsins, Kötlu, finnst mér alls ekki standast þó svo hún hafi náð þessum sess í hugum okkar. Af hverju það er veit ég ekki en líklega hefur engin eldstöð fengið eins mikla umfjöllun í fjölmiðlum svona daglega dags, aðalega vegna þeirra miklu vöktunar og umræðu sem verið hefur undanfarin ár.

Ég vona að langt sé í stórgos á Íslandi því ljóst er að það mundi hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir alla þætti þjóðlífs okkar.


mbl.is Búist er við að Hekla geti gosið þá og þegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Katla hefur náð þessum sess einfaldlega vegna þess að í hvert og eitt einasta skipti sem hún gýs þá eru það hamfarir.. hún gýs líka mun oftar en nokkur þessara stöðva sem þú hefur lýst hér að ofan. Katla gýs að meðaltali 1.5 sinnum á öld eða á 50-80 ára fresti, hún er því kominn á tíma fyrir nokkru síðan.

Óskar Þorkelsson, 4.1.2008 kl. 08:57

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

eldkeilurnar þá ertu eflaust að meina snæfellsjökul, öræfajökul, eyjafjallajökul t.d. en þessar eru stærstar á landinu og hafa allar gosið hamfaragosum. lengst síðan snæfellið gaus en Öræfajökull og Eyjafjöll eru nálægt í tíma og rúmi..

Krakatao var einmitt slíkt eldfjall sem hrundi svo saman á svo eftirminnilegan hátt á 19 öld.

Óskar Þorkelsson, 4.1.2008 kl. 17:11

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki má gleyma að gríðarleg landfylling hefur orðið til vegna eldgosa í Kötlu. Þegar Hjörleifur og Ingólfur voru á ferðinni þá var Hjörleifshöfð eyja í stórum flóa. Í síðasat gosi 1918 færðist ströndin út um nálægt 3 km!

Þannig er eðlilegt að margir telji Kötlugos vera með þeim stærri náttúruhamförum - nálægt byggð - alla vega.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 4.1.2008 kl. 18:56

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

alvarlegustu afleiðingar fyrir okkur varðandi stórt ösku gos í kötlu væri nær algjör einangrun landsins. Ef það er aska í loftinu þá slökknar á þotu reyflum. Þeir bila ekki, þeir hiksta ekki. Þeir bara stoppa. Í stóru ösku gosi gæti flug umferð á norðurhveli jarðar stöðvast og hreinlega lagst af í einhvern tíma.

Fannar frá Rifi, 5.1.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband