26.4.2008 | 18:50
Látum verkin tala...eða þannig.
Ólafur borgarstjóri mættur til að hreinsa til. Hann hefur hafið hreinsanir innanhúss hjá sér í ráðhúsinu og hefur hreinsað af sér mannréttindastjórnann nýja.
Honum vafðist tunga um háls þegar hann var spurður að því fréttum áðan hverju þetta sætti. Hann ætla ekki að þenja út borgarkerfið og það fyrsta sem honum dettur í hug er að skerða áform borgarinnar vegna mannréttindamála.
Falleg áform og sýn hjá borgarstjóranum eða hitt þó heldur.
![]() |
Hreinsunarátak í höfuðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2008 | 16:23
Alþingismaður í djúpum skít ?
Merkilegt með Árna Johnsen alþingismann. Hann situr á þingi, gegnir engum trúnaðarstöðum fyrir flokkinn og virðist einangraður...ekki treyst fyrir nokkurri nefnd eða starfi á vegum Sjálfstæðisflokksins. Hann er samt eftir sem áður sjálfskipaður talsmaður Vestmannaeyja og fer af því tvennum sögum hversu vel það gagnast Eyjum og eyjamönnum.
Nú virðist sem þessi ágæti hnefaleikari og hommahatari kominn í vandræði vegna lítt gáfulegrar framkomu. Aðstoðarvegamálastjóri ætlar að kæra þingmanninn fyrir ærumeiðandi ummæli sem birtust í Mogganum í dag.
Þessi yfirlýsing birtist á visir.is en sér ekki stað á mbl.is og ég reikna ekkert endilega með að hún birtist þar....læt hana fljóta hér með.
Ég ætti í sjálfu sér að láta skrif Árna Johnsen um mig í Morgunblaðinu í dag, 26. apríl, mér í léttu rúmi liggja. Það er hins vegar ekki víst að allir aðrir geri það. Í grein þessari er vegið að mér sem opinberum starfsmanni og lögfræðingi. Því hef ég ákveðið að kæra Árna Johnsen til lögreglu fyrir brot á 234. og 235. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 242. gr. sömu laga. Þar kemur fram, að hafi ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun verið beint að manni sem er opinber starfsmaður og móðgunin eða aðdróttunin varðar að einhverju leyti starf hans, þá skal slíkt brot sæta opinberri ákæru eftir kröfu hans.
Það er ekki óvenjulegt, að opinberir starfsmenn þurfi að sitja undir rógi og dylgjum, en það er fátítt, að slíkt komi frá alþingismönnum. Það er Sjálfstæðisflokknum og íslensku þjóðinni til skammar, að þessi maður skuli geta skrifað undir greinar í fjölmiðlum sem alþingismaður."
Undir yfirlýsinguna ritar Gunnar Gunnarsson, aðstoðarvegamálastjóri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.4.2008 | 07:48
Þegar Sjálfstæðismenn bjóða fram klofið er ekki á þá að treysta.
Þar er enn einn Sjallinn hlaupinn heim eftir að hafa boðið fram klofið frá megninflokknum. Allir muna eftir Ólafi borgarstjóra.... brotthlaupinn Sjálfstæðismaður kominn heim. Sama er nú uppi á tengingnum í Bolungarvík. Sömu sögu er að segja af þingmönnum sem hafa stundað sama leikinn og ekki langt síðan Sturla nokkur á Suðurnesjum hljóp heim en hafði ekki erindi sem erfiði þar.
Mér sýnist að reynslan bendi til þeirrar niðurstöðu að þegar Sjálfstæðismenn fara í fýlu og bjóða fram klofið er ekki á þá að treysta í samstarfi....þeim hættir til að hlaupa heim í móðurfaðminn þegar þeim rennur reiðin.
Það á sem sagt ekki að mynda meirihluta með fýlusjöllum....
![]() |
Nýr meirihluti í Bolungarvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2008 | 20:55
Gamla viðhorfið - ekkert nýtt.
Af hverju er verið að slá því upp þó Sturla Böðvarsson segir þetta. Þetta er ekkert nýtt og staðfestir það sem sagt hefur verið " stór hluti alþingismanna gengur ekki í takt við þjóðfélagið ". Sturla er maður fortíðarinnar og á útleið úr stjórnmálum. Hann mun ekki vega þungt á lóðarskálum ESB umræðunnar næstu árin.
Sturla er gamaldags fyrirgreiðslustjórnmálamaður og fer ekki leynt með það. Allir sem til hans þekkja vita að hann byggir stjórmálaþátttöku sína á lögmálum sem eru sem betur fer víkjandi í íslenskum stjórnmálum. Svona stjórnmálamenn eiga engan séns í nútímalegum, framfarasinnuðum heimi og þess vegna skiptir skoðun Sturlu engu máli.
Ísland fer í ESB um svipað leiti og Sturla fer á eftirlaun...kannski svolítið fyrr.
![]() |
Aðild að ESB ekki fýsilegur kostur segir forseti Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.4.2008 | 19:16
Næst afneitar Sturla sjálfum sér.
Jæja...þá sést innrætið. Menn afneita einum helsta talsmanni sínum og þykjast ekkert við hann kannast. Ég hlustaði á talsmann bílstjóra áðan...hann kannaðist ekkert við hann en vissi andartaki síðar í sama samtali að hann var nýkominn úr aðgerð á hné. Það er eitthvað að hjá þessum manni.
Ég er eins og restin af þjóðinni búinn að fá mig fullsaddan á þessu rugli og þessu verður að linna áður en einhver slasast til ólífis. Þetta eru skrílslæti og líklega verður að hneppa helstu leiðtoga þessara skrílsláta í gæsluvarðhald til að slá á þessa vitleysu. Það hljóta að vera heimildir í lögum til þess þegar menn ganga fram með þessum hætti.
En líklega er Sturla að detta úr hópi atvinnubílstjóra....ég reikna með að fjármögnunarfyrirtækið sem á bílinn taki hann af honum. Ég reikna ekki með að það fyrirtæki vilji láta nota eigur sínar á þennan hátt.
![]() |
Sturla: Ekki á okkar ábyrgð" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.4.2008 | 18:45
Múgæsing og skrílslæti
Staða þessa vörubílstjóramáls er til skammar. Að menn skuli leyfa sér að viðhafa skrílslæti og ráðast á lögreglu í okkar friðsæla landi er þeim til tjóns og skammar. Nú er mál að linni og gefi sig hver sá fram sem getur komi vitinu fyrir Sturlu og félaga hans.
Þessi atburður er bein afleiðing vinnubragða og málflutings þeirra félaga. Það þýðir ekkert að afneita þessum atburði. Hann er á ábyrgð Sturlu...hann ætla kannski að taka á því ábyrgð ef þeir slasa lögreglumann...eða jafnvel enn meir... mundu Sturla...þessir menn sem þið eruð að svívirða og meiða eru fjölskyldumenn að gegna vinnu sinni fyrir þjóðfélagið.
Að vísu er hann lítill sérfræðingur í ábyrgð því í Kastljósi í gær kenndi hann alþingismönnum og ráðherrum um skrílslætin við Norðlingaholtið.
Nú er mál að linni..... við viljum ekki svona skrílslæti og ofbeldi í landinu okkar.
![]() |
Ráðist á lögregluþjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2008 | 23:39
Slæmt að sjá...margir munu missa meiraprófið
Sennilega eru margir af þessum bílstjórum að komas á grátt svæði gagnvart lögum. Margítrekuð umferðalagabrot undanfarnar vikur og punktastaðan þeirra er örugglega orðin tæp. Það er slæmt að vera atvinnubílstjóri og missa prófið í marga mánuði ef ekki ár. Og svo bættist það við að sumir misstu bílana í dag en fá þá líklega aftur....í það minnsta í þessari lotu.
Ég hafið verulegar áhyggjur að fylgjast með leiðtoga bílstjóranna í Kastljósi í kvöld....þar var maður í miklu ójafnvægi. Það er varla hægt að búast við mikilli og góðri stjórnun hjá manni sem ekki gat hamið sig í opinberum þætti. Ég legg til að hann fái sér góða hvíld frá þessu álagi.... ekki veitir af greinilega.
![]() |
21 handtekinn í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.4.2008 | 08:17
VG. Stórir sigrar í skoðanakönnunum.
Fréttablaðið með könnun. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur nærri kjörfylgi, Framsóknarflokkurinn nær sér ekki á strik og litlu flokkarnir ná sér ekki á strik frekar en Framsókn. VG að færast upp á við og eru vel yfir kjörfylgi.
Svarhlutafall er að vísu afar lágt eða 55% sem segir að 440 manns svara, sem gerir þessa könnun afar ónákvæma.
Það er sama tilhneyging og verið hefur í sögu Vinstri grænna, þeir vinna stóra sigra í skoðanakönnunum, sérstaklega ef svarhlutfall er lágt, en það skilar sér ekki þegar á hólminn er komið. Umhugsunarefni fyrir þann flokk.
Niðurstaðan úr þessari könnun er sem sagt, ekkert óvænt nema ef vera skyldi hið háa hlutfall þeirra sem ekki svara.
![]() |
Vinstri grænir sækja á í nýrri skoðanakönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.4.2008 | 09:17
" Rassgat í bala " eða hvað ?
Forustumenn Sjálfstæðisflokksins eru duglegir við að tjá sig um borgarmál þessa dagana. Björn Bjarnason er ekki hrifinn af sínum mönnum og bloggar grimmt um þær skoðanir sínar.
Aumlegri var samt menntamálaráðherra í Silfrinu þegar þessi mál komu til umræðu. Þorgerður Katrín greip til götustrákamálýsku og sagði 100 daga meirihlutann ekki gert " rassgat í bala " Sérkennilegt orðalag ráðherra í ríkisstjórn Íslands.
Egill eiginlega klikkaði á að fylgja þessu eftir við ráðherrann, því ef einhver "rassgöt í bala " eru í borgarstjórnarmálefnum Reykjavíkur eru það þau beru Sjálfstæðisrassgöt sem blasa við öllum þeim sem reyna að fylgjast með málum þarna.
Það fer ekki á milli mála að Sjálfstæðisflokkurinn er með allt niður um sig í málefnum Rei og Orkuveitunnar þannig að líklega var það "rassgötin" sem ráðherrann meinti.
![]() |
Björn: Vandræðum OR sópað undir teppið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2008 | 21:20
Af hverju var honum bara ekki gefið í nefið.
Það á að gera úr þessu mikið mál. Lögreglan vill greinilega sjálf meta hvað er alvarlegt og hvað ekki. Mótmæli Falung Gong og umhverfissinna hafa verið alvarlegustu ofbeldisaðgerðir á Íslandi frá því 1949 þegar ráðist var á Alþingishúsið. Því hafa menn kosið að beita fullri hörku þar...og auk þess þegar krakkarnir í Hekluúlpunum móttmæltu undir ræðu Davíðs Oddssonar um árið á Austurvelli.
En því skyldi þetta ekki hafa leysts á sínum tíma ? Af hverju þessa hörku og málafylgju í málum sem kallast hefðu mótmæli og borgaraleg óhlýðni í útlöndum ? Spyr sá sem ekki veit. Kannski vantaði bara Geir Jón með neftóbakið og málið dautt eins og í fjöldamótmælum vörubílstjóra í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu fyrri skemmstu.
![]() |
Stofnandi Saving Iceland ákærður fyrir eignaspjöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar