Mér datt þetta í hug. Bjarni og Ögmundur í Silfrinu.

Ég var að hlutsta á Bjarna Framsóknarmann og Ögmund Vinstri grænan ræða landbúnaðar og innflutningsmál.

Þá datt mér þessi gamla, fræga saga í hug.

Það hef ég seinast frétt af þeim bræðrum Eiríki og Helga að þeir sáu tungl  í fyllingu koma upp úr hafi og gátu síst skilið í, hvað það væri.Fóru þeir þá til næsta bæjar og spurðu bóndann þar hvað þessi hræðilega skepna væri.Maðurinn sagði þeim að það væri herskip. Við það urðu þeir svo hræddir að þeir hlupu inn í fjós og byrgðu bæði dyr og glugga svo engin skíma næði inn til þeirra,og þar er sagt að þeir hafi svelt sig í hel af ótta fyrir herskipinu.

Tveir bræðranna voru í Silfrinu áðan og er greinilega á leið norður þessara erinda en ég veit ekki hvar sá þriðji heldur sig en er örugglega þarna einhversstaðar.


Ekki hvort - heldur hvenær.

Umræðan um Evrópumálin heldur áfram. Æ fleiri eru að komast á þá skoðun að þetta sé leið okkar að skynsamlegri niðurstöðu. Samfylkingin hefur leitt þessa umræðu árum saman við dræmar undirtektir hinna flokkanna. Atvinnulífið að stórum hluta hefur verið að kalla eftir þessu ferli og almenningur hefur verið beggja blands.

Það er að breytast. Stórnarandstaðan talar hæðinislega um að það sé ástandið í efnahagsmálum sem skapi þessa niðurstöðu í könnun. Það er hárrétt hjá þeim en ekki á þeim forsendum sem þeir í sinni forpokuðu þröngsýni sjá. Ástandið í efnahagsmálum sem er að stórum hluta alþjóðlegt hefur enn betur en fyrr opinberað hversu berskjölduð og veik við erum eins okkar liðs með míkrókrónu sem gjaldmiðil þegar gefur á bátinn. Sú staðreynd sem hefur verið öllum ljós...nema kannski STeingrími J og hans liði, leiðir til niðurstöðu sem þessarar.

Aðildarviðræður verða að hefjast og skilgreina samningsmarkmið og kynna þessi mál fyrir þjóðinni á vitrænan, öfgalausan hátt... og það mætti kannski biðja svartagallsrausara þessa lands á þingi, að hafa sig hæga og kynna sér málin svo því linni að þeir geri sig að fíflum í þessari umræðu. Við gerum þá kröfu til stjórnmálamanna á Íslandi að þeir stundi upplýsta pólitík og hætti rakalausum þvættingi alla daga.


mbl.is 67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjallasýn á öræfum.

Fjöllin í mistrinuÞað var fallegt veðrið í gær. Þó var einkennilegt mistur inn til landsins og ekki laust við að maður hefði Evrópu grunaða um að senda okkur mengun. Þó virkaði þetta eins og mjúkt hreint þokumistur. Drottning íslenskra fjalla blasti við í suðri og fangaði augað þrátt fyrir mistrið. Það var ekki laust við að það væri dulúðugt að horfa inn til öræfanna, þar sem jörð skelfur með reglulegu millibili... og alla daga...mis mikið þó.

Stjórnlaus borg. Ruglrúllettan heldur áfram.

Nú eru Sjálfstæðismenn sjálfir farnir að viðurkenna að borgin er stjórnlaus. Meirihlutinn þ.e. þessi flokkur, sem saman stendur af Sjálfstæðismönnum og borgarstjóra sem hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast, snýst í hringi.

Það er mjög kómiskt að heyra fréttamenn spyrja þetta lið út í málin í gær og dag. Undrunartónninn leynir sér ekki enda fá fréttamenn kolmisvísandi skýringar, svona bara eftir því við hvern er talað.

Rei málið í fínum gír..ekki á að selja eða breyta....þetta segir hinn bluraði borgarstjóri...selja selja selja æpa Sjallar... ekki útrás...ekki útrás .... Marteinn litli... Júlíus stórsöngvari og stjórnarformaðurinn hinn glaðlegi Kjartan Magnússon.

Er það nema von að menn verði ruglaðir og nú hefur Björn Bjarnason gefið skít í liðið og hefði nokkur trúað því að sá sauðtryggi flokkshestur hefði nokkru sinni látið flokksbræður sína heyra það...hvað þá sagt það sem allir vita.... þetta lið er gjörsamlega óhæft.


mbl.is Haldið áfram á ógæfubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðhorf síðustu aldar.

VG er svolítið eins og Framsóknarflokkurinn í landbúnaðar og neytandamálum. Þeir halda að hægt sé að stöðva klukku tímans á síðustu öld þegar kaupfélögin réðu öllu og neytendur keyptu það sem þau vildu og á því verði sem þau ákváðu.

En hverra hagsmuni er verið að verja með þessum málflutningi og hver á niðurstaðan að vera. Eigum við neytendur að greiða himinhátt verð sem ákveðið er af einhverjum og án samkeppni ? Spurning sem VG verður að svara neytendum. Ef svarið er já fá þeir sinn dóm í kosningum og þannig á það að vera.

Svo er það hin fullyrðingin. Innflutningur á kjöti leiðir til sjúkdóma og svo framvegis. Kannski vita VG liðar það ekki að mikið af kjötvörum kemur til landsins alla daga... smyglað... löglega og eftir ýmsum leiðum. Væri ekki nær að hafa þennan innflutning upp í borðinu og láta hann fá eðlilegt eftirlit. ? Maður bara spyr.

Þessi umræða er auðvitað alveg út úr kú. Það mun ekki ganga til langframa að loka landinu fyrir umheiminum og láta sem allt annað en íslenskt sé snareitrað og af hinu illa. Nær væri að horfa til framtíðar og viðurkenna að Ísland er hluti af nútímalegum alheimi en ekki einangraður hólmi þar sem miðstýringarsinnar og afturhaldseggir ráða för. VG liðum væri nær að koma með tillögur til framtíðar í stað þess að reyna endalaust að drepa allt í fortíðardróma.


mbl.is Vilja ekki innflutning á fersku kjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn lengjast asnaeyrun á Ólafi borgarstjóra.

Ég verð hreinlega að viðurkenna að ég skil þetta mál ekki. Mér sýnist að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn út í sama kviksyndið og sprengdi meirihluta Framsóknar og Sjalla í fyrra. Mér sýnist líka að Ólafur borgastjóri sé enn einu sinni dreginn á asnaeyrunum í samstarfinu. Flugvallarmálið er dæmi um það hvernig hann kokgleypir mál enda er það örugglega hluti af greiðslu hans fyrir borgarstjórastólinn.

Kannski er þetta mál svona flókið eða ég svona vitlaus en mér sýnist að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu á allan hátt að ganga á bak orða sinna frá því fyrir 100 dögum. Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að bera virðingu fyrir stjórnmálamönnum sem snúast eins og höfuðsóttarrollur og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þetta lið er eiginlega óskiljanlegur hópur manna og kvenna sem hafa enga stefnu og kunna ekki til verka. Mér sýnist að 9% liðið stefni enn að nýju meti.

Ef ég hefði einhverja trú á Ólafi borgarstjóra mundi ég reikna með að hann kæmi skikki á þessi mál en því miður er fjarri að ég hafi þá trú þegar ég sé hvernig hann stendur við orð sín og skoðanir í málefnum Reykjavíkurflugvallar.


mbl.is Tillaga um sölu á REI?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við svona fyrirtæki skiptum við ekki.

Það er grundvallaratriði að fyrirtæki komi vel fram við sitt starfssfólk. Ef það er rétt að fyrirtæki meini starfsmönnum sínum aðild að stéttarfélögum er það eitt það aumasta sem nokkurt fyrirtæki aðhefst. Ef það er líka rétt að fyrirtækið hafi sagt upp starfsmanni vegna þessa er það lögbrjótur og á að umgangast það sem slíkt.

Ég reikna með að þeir svari þessum ásökunum því fátt er verra fyrir svona fyrirtæki en missa tiltrú og álit almennings. Það gerist bara ósjálfrátt hjá flestum að þeir sniðganga þannig fyrirtæki.

Meðan þeir gera ekki hreint fyrir sínum dyrum mun ég ekki líta á þetta fyrirtæki sem valkost þegar ég huga að ferðalögum.

Og svo er það staðreynd að fyrirtæki sem haga sér með þessum hætti missa starfsmenn og enda í tómu tjóni. Launamönnum hugnast ekki kúgun og hótanir.


mbl.is Óttast að vera sagt upp hjá JetX
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglega hallærislegt.

Við höfum náð ákveðnum  botni í Evróvision..... Silvia Nótt toppuð....eða á maður kannski að segja botnuð.
mbl.is Tugir þúsunda skoða Eurovisionmyndband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóun og græðgi.

Íslendingar kynntust nýjum veruleika og nýjum hæðum þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir. Þá hófst gríðarleg græðigisvæðing þar sem stjórnendur bankanna og eigendur hófu mikla krossferð í að skara eld að eigin köku.

Bankastórarnir voru settir á laun sem enginn íslendingur hafði inngrip í hvað þýddu og ekki nóg með það....þegar þeir hættu eða voru reknir voru þeir leystir út með gjöfum sem námu áratuga launum margra verkamanna.

Og svo mættu þessir guttar, sveittir, feitir og fullir speki og töluðu niður til þjóðarinnar. Nú eru aðrir tímar, strákarnir í svörtu teinóttu jakkafötunum eru með niður um sig og talað um að þjóðin - ríkið eigi að bakka þá upp ef illa fer. Þetta finnast mér öfugmæli og sýna okkur svo ekki verður um villst á hvaða villigötur þessi mál fóru þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gaf vinum sínum ríkisbankana.

ER nema von að maður sé hugsi.


mbl.is „Hluti af ruglinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil einföldun að halda að allt lagist.

Mér finnst hlutur nagladekkja í svifryksumræðunni nokkuð drjúgur. Auðvitað eiga nagladekk hlut af því að tæta upp malbik en það á almenn umferð þátt í burséð frá nöglum. Orsakir svifryks og samsetning er illa rannsakað mál á Íslandi. Við erum stundum snögg til hér á landi að kenna einhverju um og oft erum við tíbúin að finna einfaldar lausir á spurningum og festumst síðan í þeirri umræðu.

En hvað er svifryk og hversu skaðlegt er það ? Fáeinar rannsóknir hafa verið gerðar á því ryki sem safnast hafa í mæla í Reykjavík og staðfest að í því eru ýmis skaðleg efni sem rekja má til nagla og tjöru. Einnig er í mælum ýmiskonar náttúrulegt ryk sem fylgir almennri umferð og fýkur upp þegar ekið er um götur...burtséð frá nagladekkjum. Einnig eru opin svæði þar sem ekki er bundið slitlag og þyrlast úr. Stórt vandamál er gríðarleg óhreinindi sem berast inn á götur frá framkvæmdasvæðum. Hver hefur ekki séð slóðir af mold og dullu eftir stóra vörubíla sem taka með sér mold og jarðveg af framkvæmdasvæðum og allir vita að illur frágangur á pöllum vörubíla skilja eftir sig slóðir sem fjúka síðan í vindi og þurrki.

Hér á Akureyri hefur mælst tölvuvert svifryk. Það hefur ekki verið rannsakað vísindalega og því lítið vitað um þau efni sem í því eru. Þó hef ég séð sláandi mun á efni úr svifryksmæli hér í bæ og mæli við Grensásveg í Reykjavík. Reykjavíkursýnið er kolsvart en það Akureyrska ljósbrúnt. Í augum leikmanns og óábyrgt.... greinilega allt annað.

Það er nauðsynlegt að gera rannsóknir á samsetningu því hér kemur svo ótal margt annað til greina. Það er ekki nóg að banna nagla og halda að þá falli allt í ljúfa löð. Hér þarf rannsóknir og breytt hugarfar. Aukin þrif gatna, aðrar hálkuvarnir, herða á reglum um haugskítuga vörubíla á götum o.s.frv. Ef til vill erum við að nota lélegt efni í malbik...hver veit ? Þegar þetta er síðan skoðað í samhengi ásamt nagladekkjanotkun skulum við takast á við vandann.


mbl.is Búist við miklu svifryki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 819385

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband