Ögmundur og flokkastjórnmálin.

Margir velta fyrir sér stöðu Ögmundar Jónassonar sem formanns heildarsamtaka launamanna, BSRB. Það er örugglega erfitt fyrir hann að greina á milli stjórnarandstöðuþingmannsins Ögmundar og leiðtoga í samtökum launamanna. Vinstri grænir hafa farið mikinn og haldi uppi mikilli gagnrýni á ríkisstjórnina og meint afskiptaleysis hennar.

Það finnst hverjum sitt um þá gagnrýni og óábyrgar tillögur stjórnarandstöðunnar um stjórnarskipti sýna svo ekki verður um villst hver hugur þeirra er, fyrst og fremst tillögur sem eiga sér flokkspólistíkar rætur. Síðast ber að minnast tillagna formanns VG um þjóðstjórn. Þetta brölt er sem sagt mest af sama meiði, VG eru enn sárir yfir að hafa klúðrað aðkomu sinni að ríkisstjórn fyrir tæpu ári.

Nú fer formaður BSRB fram á að fá fund með ríkisstjórninni vegna kjaraviðræðna BSRB. Ríkisstjórnin fer ekki með samningsviðræðnaumboð við launamenn heldur samninganefnd ríkisins. Ríkisstjórninn hefur boðað til fundar í vikunni með öllum helstu samtökum launamanna þar með töldum BSRB.

Hvað gengur þá Ögmundi til með þessari ósk um sérviðræður BSRB við ríkisstjórnina. Mér finnst hún lykta af því að formaðurinn ágæti er farinn að blanda saman flokkastjórnmálum VG og stjórnarandstöðu og formennsku sinni í samtökum launamanna. Það kann ekki góðri lukku að stýra og er samtökunum ekki til framdráttar.


mbl.is BSRB ítrekar ósk um fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Létu þeir plata sig ?

Ég verð að segja það...þó mér sé ekki vel við það. Þetta lyktar af því að þarna hafi menn látið misnota sig í auglýsingaherferð fyrirtækis. Mér finnst varla að menn sem gegna embættum fyrir verkalýðshreyfinguna gangi fram fyrir skjöldu og mæli með ákveðnum fyrirtækjum.

Auðvitað er það gott að einstök fyrirtæki ætli að lækka vöru...eiginlega fagnaðarefni. En þegar menn eru í vinnu hjá verkalýðshreyfingunni verða menn að passa sig. Ætla þessir sömu menn að mæta í fjölmiða ef virðulegt bakarí ætlar að lækka verð á franskbrauði eða Hagkaup ætlar að lækka verð á "nammibar" um helgar ?

Það sem ég er að reyna að segja er að menn í þessum stöðum verða að gæta að sér. Þetta er auðvitað frábær auglýsing fyrir þetta bílaumboð að fá þessa menn til að auglýsa vöru sína. Allir vita að sala á bílum er nánast úr sögunni eins og sakir standa og er þá ekki gott að fá stórkanónur til að segja þjóðinni að maður sé bestur....örgugglega.

En eru þeir í stöðu til að mega slíkt... ? Það veit ég barsta ekki en grátt er svæðið maður minn.


mbl.is Gagnrýnir forystu SA og ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorið er komið.

Vorið er komiðÞegar veiðimenn fara að raða sér á kantinn þar sem áður var Höepfnersbryggja er komið vor á Akureyri. Í kvöld var eiginlega fyrsta alvöru vorkvöldið hér og hvert sem litið var spókaði fólk sig í góða verðrinu. Þeir voru að fá-ann og fýllinn bjóst greinilega við bita því hann svamlaði um framan við veiðimennina.

Eiginlega er þetta breyting. Ég man ekki að það hafi verið vandamál að kasta öngli í sjó hér áður fyrr. Þá var það aðalega rita eða skeggla eins og hún er gjarnan kölluð hér í bæ, sem hélt sig nærri en það var ekki vandamál. Nú má maður hafa sig allan við að setja ekki öngul í nærgöngulan fýlinn. Hann kemur gjarnan á renniflugi meðfram bryggjunum og flækir sig í línum veiðimannanna.

 Það er ekkert sérstaklega skemmtilegt að losa hræddan fýl úr línu eða af öngli. Það kostar gjarnan lýsisspýtingar með tilheyrandi ófögnuði.


Botna ekki í þessum manni.

Hvað er eiginlega að Ólafi borgarstjóra. Hann snýst í hringi og bullar tóma steypu. Nú þvældi hann eitthvað um vinningstillöguna um Vatnsmýri og lýsti því yfir að í uppsiglingu væri skipulagsklúður.

Það er eignlega bráðfyndið að heyra mann sem ekkert vit hefur á þessum málum gera lítið úr tillögu eins fremsta arkitekts í Evrópu... Svo stamaði hann og hikstaði eins of feimin grunnskólastúlka sem var að koma fram í fyrsta skipti. Þetta er ekki í lagi.

Og hvað ætlar Hanna Birna að gera í þessu með Ólaf. ( Varla gerir Villi nokkuð..búið að frysta hann ) Borgarstjóri gerði sig breiðan og taldi að borgarstjóri réði þessu hvað sem örðum fyndist. Hvað ætla Sjallar á láta þennan mann standa fyrir grínatriðum lengi. Borgarstjórnarmeirihlutinn er með talsmann sem engin tekur mark á og þvælir yfirleitt tóma vitleysu... mikið er gott að vera ekki Reykvíkingur og þurfa að þola að horfa upp á þennan sirkus. Errm


mbl.is Borgarstjóri gagnrýnir vinningstillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturbatajómfrú eða ósvífni ?

Guðni Ágústsson er alltaf jafn ótrúlegur. Maður sem hefur verið í ríkisstjórn í áratug virðist hafa gleymt því og skilur hvorki upp né niður. Allir vita að hluti þess vanda sem við er að glíma má rekja til Framsóknarflokksins og hagstjórnarmistaka hans. 90% lánin eru sennilega ein mestu mistök sem gerð hafa verið í hagstjórn á Íslandi. Það hleypti af stað óðaneyslu og íbúðaverð rauk upp úr öllu valdi. Niðurstaðan er enn skuldsettari heimili og þegar harðnar á dalnum hellist vandinn yfir.

Að vísu var búið að spá því að þetta gerðist þegar drægi úr stóriðjuframkvæmdum og þennsla minkaði. En Guðni Ágústsson virðist ekkert við þetta kannast og virðist alveg vera búinn að gleyma því að hann er einn þeirra sem mesta ábyrgð bera á ástandi efnahagsmála á Íslandi. Að vísu er aðstæður erlendis hluti af vandanum en Framsóknarvandinn tikkar hvað þyngst þegar horft er á innlendar aðstæður.

Brúnastaðaboli er annað hvort lýðskrumari af guðsnáð eða haldinn alvarlegum minnisbresti....eða er þetta kannski einhver annar brestur sem þjáir þennan ótrúlega lýðrskrumara.


mbl.is Guðni: Það er runnin upp ögurstund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk staða.

Stjórnarflokkarnir við kjörfylgi í könnun er sterk staða miðað við hvaða umræða hefur átt sér stað að undanförnu. Ríkisstjórn sem er að fást við efnahagsvanda, þann mesta um margra ára skeið skuli hafa tæplega 60% stuðning er mjög gott og sýnir að henni er treyst til að takast á við vandann.

Framsókn innan við 10 % og VG í rúmum 20% er umhugunarefni fyrir stjórnarandstöðuna. Það er hefð fyrir því að segjast ætla að kjósa VG þegar engin hætta er á að þurfa að standa við það. Það er slíkt munstur sem við sjáum nú. Auðvitað kýs svo lausafylgið ekki þennan steinaldarflokk þegar á reynir.

Ríkisstjórnin er því með sterka stöðu og það væri fráleitt óskhyggja að halda að fylgið hreyfðist ekki meðan tekist er á við aðsteðjandi, uppsafnaðan vanda efnahagsmistaka síðustu ríkisstjórnar, sbr. skoðun núverandi forsætisráðherra.

Það er að verða viðurkennd skoðun meðal hagfræðinga að skattalækkanir og 90 % húsnæðislánin voru alvarleg efnahagsstjórnunarmistök sem mun taka nokkurn tíma að vinna sig frá.


mbl.is Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tifandi tímasprengja.

Gúmmí hjá Hringrás. Er þetta viðvarandi vandamál. Við höfum séð tvo risastjóra bruna sem tengjast Hringrás og uppsföfnuðum dekkjum. Þeir bera af sér sakir og telja þetta í lagi. En þetta er auðvitað ekki í lagi. Brunarnir tveir, í Reykjavík og á Akureyri sýna að svona má ekki gerast og tjón fyrir náttúru og umhverfi þegar svona efni brenna er óástættanlegt.

Auk þess er af þessu umtalsverð sjónmengun og slíkt á ekki að líðast í þéttbýli. Ég legg til að rekstrarleyfi þessar vinnslu sé háð því að dekkjahaugar verði vistaðir í skemmum til að alls öryggis og umhverfissjónarmiða sé gætt.


mbl.is Hringrásarhaugur hættulega hár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjáni ??

Maður veit aldrei á hverju maður á von frá Guðna Ágústssyni. Kannski var þetta grín hjá honum því maður heldur alltaf að Guðni sé að grínast. Hann var í hárréttu umhverfi í Spaugstofunni á laugardaginn...réttur maður á réttum stað.

En ef hann væri nú ekki að grínast þá virðist hann alveg galinn. Hvernig væri ástand í efnahagsmálum ef sterk ríkisstjórn segði af sér og ætlaði öðrum að taka við á svona tímapunkti. Guðni er svo mikill grínari að hann gæti látið sér detta það í hug að hann og Steingrímur J ættu að taka við kyndlinum.

Nei... líklega er Guðni að meina þetta og staðfestir það sem um hann er sagt.... skilur ekki hvað um er að vera í heiminum í dag. En ég vil ekki ganga svo langt að halda því fram að hann sé kjáni en lítt upplýstur er hann, blessaður karlinn.


mbl.is Telur að ríkisstjórnin eigi að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisátak á Akureyri

Íhugull bliki   Ég kynnti sérstakt umhverfisátak á Akureyri á umhverfisdaginn 25. apríl. Þar voru margir áhugaverðir fyrirlestrar haldnir og þar má nefna, fyrirlestur um svifryk og uppruna þess, fyrirlestur um endurvinnslu, ný stefna í úrgangsmálum Akureyrar o.fl.

Kynningin sem ég var með lýsti áformum umhverfisnefndarinnar á þessu ári. Í fyrrasumar var farið af stað með sérstakt umhverfisátak í samvinnu umhverfisnefndar, heilbrigðisfulltrúa og framvæmdamiðstöðvar Akureyrar. Þessu átaki var stjórnað af verkefnisstjóra bæjarins í umhverfismálum.

Í stuttu máli. Þetta átak tókst mjög vel og tugir ef ekki hundruð tonna voru fjarlægð að opnum svæðum bæjarins og af fyrirtækjalóðum. Ásýnd bæjarins batnaði mikið þannig að ekki fór framhjá nokkrum manni.

Í sumar mun sérstaklega verða hugað að þremur þáttum.

  • Átak í umhverfismálum fyrirtækja og þau með jákvæðum hætti hvött til átaks í umhverfismálum lóða sinna og starfssemi. Því verður síðan fylgt eftir með eftirliti og skoðun.
  • Sérstakt átak í umhverfi og umgengni í hesthúsahverfum bæjarins.
  • Glerárdalur - endurheimt. Hafist verður handa við verkefni tengt endurheimt náttúrugæða á Glerárdal þar sem sorphaugar Eyjafjarðar hafa verið. Starfsleyfi rennur út á næsta ári og átaki þessu er sérstaklega beint að undirbúningi þess með landmótun og hreinsun. Einnig verður sjónum beint að starfssemi hauganna sjálfra. Þetta verkefnir tengist áfram fjölþjóðlegu verkefni á annars tugs norrænna sveitarfélaga sem Akureyri á aðild að. Eitt verkefna sem Akureyri hefur ákveðið að vinna að er endurheimt líffræðilegs fjölbreytileika á Glerárdal. Verkefni þetta nefnist "countdown 2010" og komið af stað 2006 og á að ljúka árið 2010.

Það er von okkar sem áhuga höfum á þessum málaflokki að jákvæð stemming og áhugi kvikni hjá bæjarbúum enn meir en verið hefur. Þó svo bærinn okkar sé fallegur má gera enn betur.


Fær að íhuga sinn gang í friði.

Merkileg yfirlýsing. Það þarf ekki að segja alþjóð að hann missti stjórn á skapi sínu. Það sá hver maður. Að ráðast á óviðbúinn mann og berja hann í andlit er óafsakanlegt...brennivín og reiði eru ekki afsökun fyrir ofbeldi...hvorki saman né í sitt í hvoru lagi. Reið sem sem leiðir til slíkra hluta bera vott um aga og stjórnleysi.

En maðurinn fær að íhuga sinn gang. Hann fær sennnilega ekki 8 ár eins og má dæma en líklegt að hann þurfi að vera í fríu fæði og húsnæði nokkurn tíma á Eyrarbakka þegar þessu líkur.

Þessi atburður og fleiri sína í hvaða endemins vitleysu þessi bílstjóramóttmæli eru komin. Hlífið börnum þessa lands við að horfa í svona. Skoðun flestra á þessu er málstaðnum síður en svo til framdráttar.


mbl.is Missti stjórn á skapi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband